Background Image
Previous Page  12 / 136 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 136 Next Page
Page Background

12

MENNTAVÍSINDASVIÐ

É

g hef stundað íþróttir frá því ég

man eftir mér og því lifað og hrærst

í þeim heimi. Það var því mjög

spennandi fyrir mig að spá í þessi

fyrirbæri í tengslum við íþróttir,” segir Sæunn

Sæmundsdóttir sem kannaði hjátrú og busanir

í íþróttum í meistaraverkefni sínu í tómstunda-

og félagsmálafræði.

Sæunn ræddi við þrjá þjálfara úr knattspyrnu

og körfubolta og þrettán íþróttamenn úr

þeim greinum auk handbolta, badmintons,

frjálsíþrótta, fimleika, golfs, sunds og íshokkís

og kannaði hversu algeng hjátrú og busanir

voru í greinunum. Einnig skoðaði hún með

hvaða hætti þessi fyrirbæri koma fram og

upplifun þátttakendanna af þeim. „Það

hafa ekki verið gerðar rannsóknir á þessum

fyrirbærum í íþróttum hér á landi áður og

því var kominn tími til þess. Busanir og

hjátrú eru hluti af íþróttamenningunni og

rannsóknin veitir lesendum innsýn í þennan

hluta íþróttamenningar og hefur sögulegt og

menningarlegt gildi,“ segir Sæunn.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í

ljós að íþróttamennirnir, sem rætt var við,

telja bæði hjátrú og busanir mjög algengar í

íþróttaheiminum og mikilvægan hluta hans.

„Flestir íþróttamennirnir sem ég ræddi við

höfðu kynnst hjátrú einhvern tíma á íþróttaferli

sínum. Flestir töldu hjátrúna minnka með

aldrinum, aðrir vildu ekki viðurkenna að um

hjátrú væri að ræða heldur reglufestu og rútínu

til að styrkja einbeitinguna. Nokkrar frásagnir

þeirra tengjast hjátrú og klæðnaði. Aðrar

tengjast ákveðnum athöfnum eða aðstæðum,

eins og naglalakki, rauðu ljósi, keppnisstað,

svörtum köttum og hvenær pissað er fyrir leik,”

segir Sæunn.

Þá töldu þátttakendurnir að busanir ættu

sér stað í flestum íþróttagreinum, þó með

mismunandi hætti. „Í flestum tilfellum væri

aðeins um saklausa athöfn að ræða, hugsaða til

að efla liðsandann og hafa gaman af, en í stöku

tilfellum grófari athafnir og jafnvel mjög grófar,

til dæmis þegar fólk er rassskellt nakið í sturtu

svo að stórsér á því. Stundum valdi busanirnar

þannig gráti og hugarangri hjá þeim sem fyrir

þeim verði. Busanir virðast samt sem áður vera

viðurkenndar innan íþróttahópsins og hefðirnar

tengdar þessum athöfnum, sama hversu grófar

þær eru, virðast halda sér frá ári til árs og milli

kynslóða,“ segir Sæunn.

Hún bendir á að niðurstöður rannsóknar-

innar séu áþekkar sambærilegum erlendum

rannsóknum sem sýna að bæði hjátrú og

busanir eru fremur stór hluti af menningu

íþrótta. „Hversu mikið vandamál busanir eru

hér á landi á tíminn hins vegar eftir að leiða

betur í ljós, til þess þarf frekari rannsóknir.“

Leiðbeinandi:

Guðmundur Sæmundsson,

aðjunkt við Íþrótta-, tómstunda-

og þroskaþjálfadeild.

„Ef það á yfirleitt að vera einhver framtíð sem

nær lengra en rétt seilingarfjarlægð fram í tímann

þá verður sú framtíð að vera sjálfbær. Og ef við

viljum sjá fram á sjálfbæra framtíð verðum við að

byrja nú þegar að taka sjálfbær skref,“ segir Ólafur

Páll Jónsson, dósent í heimspeki, sem vinnur um

þessar mundir að rannsóknarverkefni sem ber

heitið „Gildi í sjálfbærnimenntun“.

Hugtakið sjálfbærni eða sjálfbær þróun ætti

flestum að vera kunnugt. Það gengur í grófum

dráttum út á að skila umhverfi og samfélagi

ekki í lakara ástandi til afkomenda sinna en það

var þegar maður tók sjálfur við því. „Hættan er

tiltölulega ljós, það er líka til haldgóð þekking

á því sem þarf að gera. Vandinn er bara sá að til

þess að eitthvað bitastætt gerist þurfa allir – eða

langflestir að minnsta kosti – að taka þátt,“ segir

Ólafur og bætir við að ekki sé nóg að búa yfir

þekkingu á því sem þarf að gera. „Þekkingin ein

og sér er ekki drifkraftur athafna heldur þarf

gildismat og vilji að koma til. Og ef hafa á áhrif

á gildismat og vilja þá þarf að byrja snemma og

vinna lengi. Því gegna skólarnir lykilhlutverki í því

að þoka samfélaginu í átt til sjálfbærni.“

Það er um þetta sem verkefnið snýst.

„Spurningin er eiginlega sú hvernig megi vinna

með siðferðilega hvata til athafna í kennslu sem

hefur sjálfbærni að markmiði,“ segir Ólafur

Páll en þess má geta að sjálfbærni er einn af

sex grunnþáttum í nýjum aðalnámskrám leik-,

grunn- og framhaldsskóla.

Rannsóknin er unnin í samvinnu við

Karen Jordan, doktorsnema við Uppeldis- og

menntunarfræðideild. „Von okkar er að þegar

upp verður staðið höfum við bæði lagt eitthvað til

fræðilegrar undirstöðu gildamenntunar almennt

en einnig lagt til hugmyndir um hvernig megi

vinna með gildi og siðfræðileg viðfangsefni í

sjálfbærnimenntun,“ segir Ólafur.

Hjátrú og busanir lifa í íþróttum

Sæunn Sæmundsdóttir

, M.Ed. frá Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Skólarnir í lykilhlutverki í átt að sjálfbærni

Ólafur Páll Jónsson

, dósent við Uppeldis- og menntunarfræðideild