Background Image
Previous Page  4 / 136 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 4 / 136 Next Page
Page Background

4

Háskóli Íslands hefur verið hornsteinn

þekkingar og uppbyggingar á Íslandi í meira

en heila öld. Stöðug framþróun og sterk

framtíðarsýn er og verður styrkur háskólans.

Alþjóðlegur háskóli

Alþjóðleg tengsl kennara Háskóla Íslands

eru mikil og sterk og margir þeirra eru í

fremstu röð í fræðum sínum í alþjóðlegu

vísindasamfélagi. Þá á háskólinn í samstarfi

við fjölmarga framúrskarandi erlenda háskóla

og rannsóknastofnanir um nemendaskipti,

rannsóknir og fleira. Allir nemendur háskólans

eiga kost á að taka hluta af námi sínu við

erlendan háskóla og á hverju ári tekur Háskóli

Íslands á móti hundruðum erlendra nemenda.

Skóli í stöðugri mótun

Háskóli Íslands er sífellt að stækka, nemendum

fjölgar og kennarar skólans afla sér stöðugt

nýrrar þekkingar og reynslu sem kemur þeim til

góða við kennslu og rannsóknir. Á hverjum degi

vinna kennarar, nemendur og annað starfsfólk

Háskóla Íslands að því að gera skólann betri

– samfélaginu öllu til góðs.

Nýsköpun og rannsóknir

Kennarar háskólans og nemendur í rannsókna-

tengdu framhaldsnámi stunda fjölþættar

rannsóknir í nánum tengslum við íslenskt

samfélag og atvinnulíf. Það má því með sanni

segja að dag hvern fari fram öflug nýsköpun.

Háskóli með sögu og sál

M

ér líkar mjög vel á Stúdenta-

görðunum við Eggertsgötu,“

segir Unnur Ósk Stefánsdóttir

Olsen, MA-nemi í menntunar-

fræðum, sem býr á Vetrargarði ásamt Mána

sem er að verða tveggja ára. Síðast bjó Unnur

á Stúdentagörðunum við Lindargötu en þar

á undan leigði hún ýmsar íbúðir á almennum

markaði fyrir töluvert hærri upphæðir en hún

greiðir í dag.

„Ég er sátt við verðið, þjónustuna og öryggið

sem fylgir því að leigja hér. Þá á ég bæði við

það að eiga ekki á hættu að vera sagt upp með

stuttum fyrirvara og að svæðið er að mörgu

leyti tilvalið til þess að ala upp börn. Hér er

rólegt þótt hér sé fullt af börnum að leik á

göngunum. Nágrannarnir eru fínir og við

njótum stuðnings hvert af öðru. Stundum fær

maður fólk í kaffi eða skreppur í kaffi eða mat

og við skiptumst á að passa börnin. Það kemur

sér einkar vel ef maður þarf að skreppa út í búð,

læra eða fara og gera eitthvað skemmtilegt á

kvöldin.“

Máni byrjaði á ungbarnaleikskólanum Leik-

garði átta mánaða. „Þá kunni hann varla að sitja

en nú er hann að verða tveggja ára og hefur

mannast mikið, er að fara að tala og ganga.

Þetta er alveg æðislegur skóli. Máni er mjög

ánægður þar og engin vandamál. Starfsfólkið

tók mjög vel á móti honum og er alveg frábært.

Það er gríðarlega mikils virði fyrir mig að hafa

svona góða þjónustu á viðráðanlegu verði í

nágrenni við heimili mitt.“

Leigjendur hafa aðgang að þvottahúsi og

tækjum sem eru innifalin í leigunni. Úti eru

leiktæki fyrir börnin, svo sem rólur, sandkassi,

körfuboltavöllur, fótboltamörk og fleira. Sérstök

vefsíða er til fyrir samfélag Vetrargarða þar

sem íbúar geta fylgst með hvað er í gangi. „Ég

kíki þar inn á hverjum degi. Þar sér maður

tilkynningar af ýmsu tagi sem vert er að fylgjast

með.“

Aðspurð segist Unnur ánægð með Félags-

stofnun stúdenta og þjónustuna sem stendur

stúdentum til boða. „Starfsfólkið er vingjarnlegt

og liðlegt um alla skapaða hluti sem tilheyra

leigunni. Reyndar var ég dálítið stressuð

þegar ég átti strákinn því þá náði ég ekki

öllum einingunum í skólanum það misseri.

Samkvæmt leigusamningnum hefði það getað

þýtt að mér yrði sagt upp en sem betur fer fékk

ég undanþágu frá reglunni í ljósi aðstæðna. Ég

reikna með að ljúka náminu eftir rúmt ár og

býst við að búa hér þangað til.“

Góðir grannar á görðunum

Unnur Ósk Stefánsdóttir Olsen

, MA-nemi við Uppeldis- og menntunarfræðideild