Background Image
Previous Page  5 / 136 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 5 / 136 Next Page
Page Background

5

H

áskóli Íslands er lifandi samfélag

sem teygir anga sína um allt land

og jafnvel út fyrir landsteinana þótt

hjarta skólans slái í Reykjavík. Innan

þessa samfélags vinna þúsundir starfsmanna og

nemenda Háskóla Íslands að því að efla vísindi

og fræði. Fjölþætta þjónustu er að finna innan

háskólasamfélagsins. Nefna má húsnæðismiðlun

fyrir stúdenta, leikskóla, atvinnumiðlun, náms-

ráðgjöf, matsölustaði og bókaverslun. Háskóli

Íslands kappkostar að veita nemendum sínum

fyrirmyndaraðstöðu og -þjónustu.

Stærsta bókasafn landsins

Nemendur Háskóla Íslands hafa aðgang að

fullkomnasta bókasafni landsins í Þjóðarbók-

hlöðu, sér að kostnaðarlausu meðan á námi

stendur. Á bókasafninu hafa nemendur meðal

annars aðgang að rafrænum gagnasöfnum í

eigu og áskrift safnsins og öllum lokaritgerðum

nemenda við háskólann. Í Þjóðarbókhlöðu

eru mörg hundruð sæti í lesaðstöðu safnsins,

tölvuver, hópvinnuherbergi og litlar skrifstofur

sem hægt er að taka á leigu gegn vægu gjaldi.

Allt til námsins

Markvisst er unnið að því að bæta námsaðstöðu

nemenda og þjónustu þeim til handa. Innra

vefkerfi skólans er í stöðugri þróun og nýtist það

nemendum bæði við námið sjálft og skipulag

þess. Lesaðstaða, bókasöfn og tölvuver eru í nær

öllum byggingum háskólans.

Þú skiptir máli!

Nemendur skipta höfuðmáli við Háskóla Íslands

og þeir hafa alltaf átt sterk ítök í starfsemi

skólans. Stúdentaráð Háskóla Íslands starfar

að hagsmuna- og félagsmálum stúdenta og er

sameiginlegur málsvari þeirra innan skólans sem

utan. Stúdentar eiga fulltrúa í öllum mikilvægum

ráðum og nefndum innan skólans og geta því

tekið ríkan þátt í ákvörðunum um starfsemi hans.

Auk Stúdentaráðs starfa fjölmörg hagsmunafélög

og nemendafélög innan Háskóla Íslands.

Háskólinn fylgist reglulega með námsánægju

nemenda og viðhorfum þeirra til námsins.

Árlega eru gerðar viðamiklar kannanir meðal

grunn-, meistara- og doktorsnema auk þess sem

brautskráðir kandídatar eru spurðir um gagnsemi

námsins í lífi og starfi. Kannanir síðustu ára

sýna að um níu af hverjum tíu grunnnemum eru

ánægðir eða mjög ánægðir með námið.

Getum við aðstoðað?

Á þjónustuborðinu á Háskólatorgi er afgreiðsla

fyrir allar þjónustueiningarnar sem eru á

torginu. Þar eru afgreidd ýmis vottorð og

yfirlit yfir námsferla og þar má fá upplýsingar

um nám, námsval, stúdentaskipti, húsnæði,

réttindamál og margt fleira. Einnig eru þar

afgreiddir prentkvótar og lykilorð að innra

netinu. Reiknistofnun háskólans er einnig með

þjónustuver á Háskólatorgi.

Háskólatorg hýsir þjónustuna

Á Háskólatorgi býðst öll helsta þjónusta við

nemendur. Þar er þjónustuborðið, skrifstofa

alþjóðasamskipta, Félagsstofnun stúdenta,

Stúdentaráð, nemendaskrá og Reiknistofnun

auk náms- og starfsráðgjafar. Einnig má finna

tölvuver, kennslustofur, lesrými, skrifstofur og

fundarherbergi. Bóksala stúdenta, veitinga-

staðurinn Háma og Stúdentakjallarinn eru einnig

til húsa á Háskólatorgi. Stúdentakjallarinn er

nýr samkomustaður fyrir stúdenta, veitingahús

og tónleikastaður, á neðstu hæð Háskólatorgs. Á

torginu sjálfu eru haldnar ýmsar skemmtilegar

uppákomur og þar iðar allt af lífi frá morgni til

kvölds.

Námsráðgjafar Háskóla Íslands standa

með þér

Náms- og starfsráðgjafar háskólans eru braut-

ryðjendur í starfi sínu og þeir sinna nemendum

af mikilli alúð. Veitt er ráðgjöf um vinnubrögð

í háskólanámi, námsval, starfsferilsskrá, um

persónulega og félagslega þætti og úrræði vegna

fötlunar eða hömlunar. Starfsfólk náms- og

starfsráðgjafar heldur fjölmörg námskeið fyrir

nemendur, s.s. um námstækni, markmiðs-

setningu, tímastjórnun, sjálfstyrkingu og próf-

undirbúning.

Út í heim

Samstarf Háskóla Íslands við erlenda háskóla,

rannsóknastofnanir o.fl. er viðamikið og þar

gegnir skrifstofa alþjóðasamskipta víðtæku

hlutverki. Starfsfólk skrifstofu alþjóðasamskipta

aðstoðar þá stúdenta sem ætla utan til náms og

þá erlendu stúdenta sem hingað koma.

Allt

til

alls