Background Image
Previous Page  7 / 136 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 7 / 136 Next Page
Page Background

Arndís Sue Ching Löve

, doktorsnemi við Læknadeild

F

æst okkar velta því fyrir sér hvað frá-

rennslisvatn höfuðborgarsvæðisins

hefur að geyma en þar geta leynst

upplýsingar sem varpað geta ljósi á

skuggahliðar samfélagins. Arndís Sue Ching

Löve, lyfjafræðingur og doktorsnemi í líf- og

læknavísindum, vinnur að nýstárlegri rannsókn

þar sem faraldsfræði frárennslisvatns kemur

við sögu en það er aðferð sem notuð er til þess

að meta notkun ólöglegra ávana- og fíkniefna

eða lyfseðilsskyldra lyfja. „Aðferðin byggist á

því að litið er á frárennslisvatn frá ákveðnum

stað sem safn þvagsýna úr heilu samfélagi.

Styrkur efnanna er mældur í frárennslisvatninu

með bestu greiningartækni sem völ er á og

niðurstöðurnar verða notaðar til þess að meta

neyslu efnanna á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir

Arndís.

Arndís fékk áhuga á viðfangsefninu við störf

hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði

við Háskóla Íslands en þar hafði hún m.a. það

hlutverk að mæla ólögleg ávana- og fíkniefni

í lífsýnum með ýmiss konar greiningartækni.

Tæknin sem notuð er í rannsókn hennar er

þekkt erlendis og segir Arndís að mælingar

í frárennslisvatni í öðrum löndum hafi oft

leitt í ljós mun meiri notkun ólöglegra ávana-

og fíkniefna en komið hafi í ljós við aðrar

hefðbundnari rannsóknaraðferðir. „Hjá mér

vaknaði forvitni um hvort efnin væru greinanleg

í frárennslisvatni við íslenskar aðstæður,“ bætir

hún við.

Verkefnið er unnið í samstarfi við lyfja-

greiningarfyrirtækið Arctic Mass og Orkuveitu

Reykjavíkur sem safnar sýnum. Unnið er

að því að setja upp greiningaraðferð vegna

verkefnisins. „Ég og leiðbeinandi minn erum

einnig þátttakendur í COST-verkefninu

„Sewage biomarker analysis for community

health assessment“ þar sem unnið verður að

því að bæta ýmsa þætti aðferðafræðinnar, auka

upplýsingaflæði og framkvæma samanburðar-

mælingar. Miðað við magn frárennslisvatns

frá höfuðborgarsvæðinu og fólksfjölda er búist

við því að efnin séu mælanleg í vatninu og því

mögulegt að meta notkun þeirra hér á landi

með faraldsfræði frárennslisvatns,” segir Arndís.

Verkefnið mun því varpa frekara ljósi á vágest

í samfélaginu. „Mat á notkun ólöglegra ávana-

og fíkniefna út frá mælingum í frárennslis-

vatni mun bæta og/eða staðfesta núverandi

aðferðir sem notaðar eru til þess að meta

neyslu á Íslandi. Einnig verður mögulegt

að kanna stefnur í notkun efnanna milli

vikudaga og árstíða á fljótvirkari hátt en áður

og samanburður milli landa verður auðveldur,“

segir Arndís að lokum.

Leiðbeinandi:

Kristín Ólafsdóttir,

dósent við Læknadeild.

Skuggahliðar

7

Umræða um athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD

eins og röskunin er nefnd í daglegu tali, hefur færst

í aukana á síðustu árum enda sífellt fleirum að

verða ljóst hversu mikil áhrif hún getur haft á líf og

samskipti þeirra sem glíma við hana.

Við Háskóla Íslands hafa bæði vísindamenn

og nemendur beint rannsóknum sínum í auknum

mæli að röskuninni og tengslum hennar við aðra

kvilla. Karitas Ósk Björgvinsdóttir er ein þeirra en

í lokaverkefni sínu til kandídatsprófs í sálfræði

skoðaði hún tíðni og eðli svefnvanda hjá íslenskum

börnum með ADHD. „Áætlað er að 20–50% barna

og unglinga með ADHD eigi við svefnvandamál

að stríða. Einkennin eru til dæmis svefnleysi,

dagssyfja, slitróttur svefn, fótaóeirð á næturnar og

öndunartruflanir í svefni,“ bendir Karitas á og bætir

við að vandamál sem valda skerðingu eða truflun

á svefni eða of mikilli dagssyfju geti leitt til eða ýtt

undir vandamál tengd athygli, hegðun og líðan.

Karitas segist lengi hafa haft áhuga á ADHD og

að áeggjan leiðbeinanda síns hafi hún ákveðið að

beina sjónum sínum að svefni hjá áðurnefndum hópi

barna. „Það kom mér líka nokkuð á óvart að ég fann

engar íslenskar rannsóknir á svefni hjá börnum með

ADHD og það hvatti mig enn frekar til að gera þessa

tilteknu rannsókn,“ segir Karitas.

Hún segir niðurstöðurnar sláandi. „81%

þátttakenda voru yfir mörkum á spurningalista

um svefnvenjur barna og teljast því eiga við

svefnvanda að stríða. Jákvæð fylgni reyndist vera á

milli þess að fá hátt meðaltal á ofvirknikvarðanum,

sem metur einkenni ADHD, og þess að fá hátt

á spurningalistanum um svefnvenjur,“ segir

Karitas. Hún tekur þó fram að spurningalistinn um

svefnvenjur hafi ekki verið staðlaður hér á landi og

sé aðeins ætlaður til skimunar. Því sé nauðsynlegt

að skoða svefninn betur til að meta hvort um

svefnvanda sé að ræða. „Þá var mikill fjölbreytileiki

í lyfjagjöf hjá þátttakendum sem gæti hafa truflað

niðurstöðurnar að einhverju leyti.“

Karitas segir niðurstöðurnar engu að síður

gefa vísbendingar um svefnvanda íslenskra barna

með ADHD og þær undirstriki mikilvægi frekari

rannsókna.

Leiðbeinandi:

Urður Njarðvík,

dósent við Sálfræðideild.

í skólpinu

Karitas Ósk Björgvinsdóttir

,

cand. psych. frá Sálfræðideild

Svefnvandi

barna með ADHD