Background Image
Previous Page  8 / 136 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 8 / 136 Next Page
Page Background

8

R

annsóknin miðar að því að skoða

hvernig innflytjendur á íslenskum

vinnumarkaði upplifa samskipti

og samningsstöðu sína gagnvart

yfirmanni sínum og vinnuveitanda. Við

tókum djúpviðtöl við tólf háskólamenntaða

innflytjendur sem starfa á Íslandi og erum

að byrja að greina gögnin,“ segir Erla S.

Kristjánsdóttir, lektor við Viðskiptafræðideild,

um verkefni sem hún vinnur að ásamt

Þóru Christiansen, samstarfskonu sinni við

Viðskiptafræðideild.

Í skýrslu Félagsvísindastofnunar og Fjöl-

menningarseturs frá 2009 kemur fram að um

helmingur innflytjenda telji að menntun sín

nýtist ekki að fullu í starfi hér á landi. Einungis

um helmingur þeirra sem eru sérfræðimenntaðir

er í sérfræðistörfum hér á landi. „Þetta fannst

okkur mjög áhugavert þar sem við höfum báðar

verið útlendingar þar sem við bjuggum og

störfuðum erlendis um tíma. Þetta kveikti áhuga

okkar á því að kanna hvort innflytjendur upplifi

sig í of veikri stöðu til að sækjast eftir starfi

við hæfi eða hvort aðrar hindranir verði í vegi

þeirra,“ segir Þóra.

„Frumniðurstöður okkar benda til ákveðinna

hindrana og fordóma því viðmælendur okkar

upplifðu sig sem annars flokks og heyrðu oft

sagt „helvítis útlendingur“.Tungumálið er

einnig hindrun og það eykur á óöryggi þeirra

að geta ekki tjáð sig á íslensku, jafnvel þau

sem eru altalandi á íslensku segja það erfitt

að vera útlendingur á Íslandi. Viðmælendur

okkar töluðu um að erfitt væri að samlagast

Íslendingum og eiga fæstir íslenska vini. Þeir eru

því flestir í samskiptum við fólk frá sama landi

utan vinnutíma. Meirihluti viðmælenda talaði

um að þurfa sífellt að vera að sanna sig og þeir

væru í raun heppnir að hafa vinnu. Þá fannst

þeim erfitt að fá upplýsingar um laun annarra og

að fara fram á hærri laun,“ segir Erla enn fremur.

„Innflytjendum hefur fjölgað hraðar á Íslandi

en annars staðar á Norðurlöndunum og því

eru mörg tækifæri til þess að nýta þá styrkleika

sem aukin fjölbreytni hefur í för með sér.Til

þess að innflytjendur geti lagt sitt af mörkum

til samfélagsins þarf samfélagið að meta þeirra

þekkingu og styrkleika að verðleikum. Einn

liður í því ferli eru samningar milli starfsmanns

og vinnuveitanda um starfs- og launakjör,“

segir Þóra og bendir á að ekki hafi áður

verið gerð rannsókn svo vitað sé á upplifun

háskólamenntaðra innflytjenda á Íslandi af því

að semja við vinnuveitanda. „Hér er áherslan

á hámenntaða innflytjendur sem auðgað geta

íslenskt þjóðfélag, ekki bara menningarlega

heldur með þekkingu sinni líka.“

Þóra Christiansen

,

aðjunkt við Viðskiptafræðideild,

og

Erla S. Kristjánsdóttir,

lektor við Viðskiptafræðideild

Menntaðir innflytjendur mæta hindrunum

FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

„Helvítis útlendingar“

Guðrún Sif Friðriksdóttir

, doktorsnemi við Félags- og mannvísindadeild

„Ég var orðin svolítið þreytt á því hversu oft

umræðan um kyn, stríð og frið fer út í það að

tala um konur sem fórnarlömb og karla sem

hina illu gerendur. Raunveruleikinn er mun

flóknari en svo,“ segir Guðrún Sif Friðriksdóttir,

doktorsnemi í mannfræði. Hún vinnur nú að

rannsókn á fyrrverandi hermönnum sem tekið

hafa þátt í borgarastríði. Hún hyggst beina

sjónum að karlmönnum og því hvernig það að

vera karlmaður hefur áhrif á líf þeirra í stríði og

friðaruppbyggingu. Áherslan verður ekki síst á

þrýsting á karlmenn um að taka þátt í átökum og

erfiðleika við að hverfa til borgaralegs hlutverks

á ný.

Guðrún hugðist upphaflega fara til Suður-

Súdans haustið 2014 en vegna átaka þar varð hún

að breyta um áfangastað. Hún ákvað því að fara til

Líberíu en í ágúst varð ljóst að ebólufaraldurinn

þar var orðinn stjórnlaus og ekki hættandi á að

fara þangað. Hún vonast því til að komast til

Búrúndí snemma árs 2015 í gagnasöfnun. „Þá er

bara að vona að allt haldist með kyrrum kjörum í

Búrúndí, annars fer ég að hafa virkilegar áhyggjur

af því hvaða áhrif þessi blessaða rannsókn mín

hefur á heiminn,“ segir Guðrún kímin.

Guðrún bendir á að fjölmargar rannsóknir

hafi verið gerðar á hervæddri karlmennsku. Þær

bendi til þess að hugmyndir um karlmennsku

innan herja heimsins séu afar ýktar og ágengar.

Þær virðist oft byggðar á því að hermenn séu

„alvöru“ karlmenn en borgarar minna virði. Nýleg

rannsókn frá Austur-Kongó, nágrannalandi

Búrúndí, bendir þó til þess að hermenn þar hafi

ekki jafnýktar hugmyndir um karlmennsku

og annars staðar. Því telur Guðrún áhugavert

að heimsækja Búrúndí og kanna upplifun

fyrrverandi hermanna þar.

Rannsóknin mun bæta við þekkingu á áhrifum

karlmennsku á stríð og friðaruppbyggingu en sá

þáttur hefur lítið verið skoðaður utan Vesturlanda.

„Hugmyndin er að rannsóknaniðurstöðurnar geti

nýst Sameinuðu þjóðunum og öðrum stofnunum

sem vinna að friðaruppbyggingu og geri þeim

kleift að öðlast betri skilning á reynslu fyrrverandi

hermanna. Þannig er hægt að gera þau verkefni

sem tengjast þessum hópi enn markvissari,“ segir

Guðrún að lokum.

Leiðbeinandi:

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,

prófessor við Félags- og mannvísindadeild.

Hervædd karlmennska í Búrúndí