Background Image
Previous Page  9 / 136 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 136 Next Page
Page Background

Líkamsleifar frá

landnámsöld varpa ljósi

á erfðamengi Íslendinga

Ímynd fyrirtækja skiptir miklu máli í nútímarekstri og

stundum er sagt að vörumerkið og orðspor þess séu

verðmætasta eignin. Á meðan markaðsfræðingar

velta fyrir sér staðfærslu vörumerkja, hvað tryggi

vörumerkjavitund og gott orðspor þess, þá er

það hlutverk laganna að vernda rétt fyrirtækja til

vörumerkja sem þau hafa byggt upp.

„Íslenskt atvinnu- og efnahagslíf byggist m.a.

á því að vörur og þjónusta séu markaðssett með

áhrifaríkum hætti. Ein undirstaða slíkrar markaðs-

setningar er að vörumerki njóti réttarverndar,“

segir Þorvaldur Hauksson, MA-nemi í lögfræði við

Háskóla Íslands. Hann stóð sl. sumar að rannsókn

sem ætlað er að varpa ljósi á lagalegar spurningar

sem lúta að stofnun og viðhaldi vörumerkjaréttar,

„sérstaklega með hvaða hætti notkun vörumerkis

hefur áhrif á vörumerkjaréttinn að þessu leyti,“ segir

Þorvaldur.

Vörumerkjarétti er m.a. ætlað að veita eiganda

vörumerkis vernd gegn því að aðrir noti það án

heimildar hans.

Þorvaldur fékk áhuga á vörumerkjarétti í

tengslum við laganám sitt við Háskóla Íslands

og þegar hann starfaði hjá Einkaleyfastofu. „Í

kjölfar þess að Helgi Áss Grétarsson, dósent við

Lagadeildina, hvatti mig til að stunda rannsóknir á

sviði eignaréttar, ákvað ég að sækja um styrk hjá

Nýsköpunarsjóði námsmanna til að sinna þessu

verkefni.“ Styrkurinn fékkst og í haust var skýrslu

skilað til sjóðsins en við gerð hennar aðstoðaði

laganeminn Ásthildur Valtýsdóttir.

Vægi rannsóknarinnar felst einkum í að

greina frá réttarreglum um efnið og skýra þannig

lagalegt umhverfi fyrirtækja á Íslandi hvað varðar

vörumerkjarétt. „Fræðileg greining á þessum

lagalegu atriðum hefur ekki átt sér stað frá því

gildandi lög um vörumerki tóku gildi árið 1997,“

bætir Þorvaldur við.

Kveikjan að rannsókninni að sögn Þorvaldar var

áhugi á að kortleggja þær réttarheimildir sem mesta

þýðingu hafa fyrir viðfangsefnið og hvernig þeim

hefur verið beitt í framkvæmd. „Hin endanlega

afurð verkefnisins á að vera til þess fallin að draga

úr réttaróvissu á þessu sviði,“ segir Þorvaldur.

Fyrirhugað er að birta ritrýnda fræðigrein um

efnið á þessu ári.

Leiðbeinandi:

Helgi Áss Grétarsson,

dósent við Lagadeild.

Þorvaldur Hauksson

,

MA-nemi við Lagadeild

Vernd vörumerkja

L

íkamsleifar Forn-Íslendinga koma við

sögu í doktorsrannsókn Sigríðar Sunnu

Ebenesersdóttur í mannfræði sem snýr

að erfðamengi íslensku þjóðarinnar í

fortíð og nútíð. Líkamsleifarnar eru frá land-

námsöld og eru varðveittar á Þjóðminjasafni

Íslands en rannsóknina vinnur Sigríður Sunna

hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Borin verður saman samsetning erfðaefnis

Forn-Íslendinga, arfgerðir þeirra eins og það

kallast, við arfgerðir núlifandi Íslendinga, ásamt

arfgerðum einstaklinga frá nágrannalöndunum

sem til eru hjá Íslenskri erfðagreiningu.

„Markmiðið er m.a. að meta umfang breytinga

sem hafa orðið í erfðamengi okkar síðustu 1000

ár og kanna uppruna Forn-Íslendinga,“ segir

Sigríður Sunna.

Kveikjan að verkefni Sigríðar Sunnu var

rannsókn sem leiðbeinandi hennar, Agnar

Helgason, vísindamaður hjá Íslenskri erfða-

greiningu og prófessor við Háskóla Íslands,

vann að og kom út árið 2009. Þar bar hann

saman erfðaefni hvatbera, sem er frumulíffæri,

úr Forn-Íslendingum og núlifandi Íslendingum

en einnig einstaklingum frá Skandinavíu og

Bretlandi ásamt öðrum löndum Evrópu. „Nú

erum við í raun að færa þá rannsókn upp á næsta

þrep,” segir Sigríður Sunna. „Frumrannsókn

leiddi í ljós að við gætum nú raðgreint næstum

allt erfðamengi einstaklinga sem voru uppi á

landnámstíma. Þar með sáum við fram á að

hægt yrði að varpa nýju ljósi á eðli og uppruna

fyrstu íbúa landsins og þar með á erfðasögu

þjóðarinnar.“

Í rannsókninni er notast við fremur stórt

úrtak fornra einstaklinga í samanburði við aðrar

álíka rannsóknir. Ísland er sérstakt með tilliti

til þess hversu einangraðir Íslendingar hafa

verið frá landnámi en það hefur leitt til þess

að hér hefur orðið lítil blöndun við erfðaefni

annarra þjóða. Einnig er það einstakt að hægt

sé að bera DNA-raðir Forn-Íslendinga saman

við arfgerðir núlifandi Íslendinga. „Samanlagt

gefa þessir þættir okkur einstakt færi á að meta

umfang breytinga sem hafa orðið á erfðamengi

Íslendinga og þar með auka skilning á þróun

þess á smáum kvarða,“ bendir Sigríður Sunna á.

„Mín skoðun er sú að ekki sé hægt að skilja

fyllilega þann veruleika sem við búum í án

þekkingar á fortíðinni. Með þessari rannsókn

vonumst við til þess að varpa frekara ljósi á

landnám Íslands, hvaðan þeir einstaklingar sem

fyrstir settust hér að komu og hversu mikið af

erfðamengi þeirra hefur skilað sér til núlifandi

Íslendinga,“ segir Sigríður Sunna.

Leiðbeinandi:

Agnar Helgason,

prófessor við Félags- og mannvísindadeild.

Sigríður Sunna Ebenesersdóttir

,

doktorsnemi við Félags- og mannvísindadeild

9