Previous Page  10 / 20 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 10 / 20 Next Page
Page Background

NÁM OG KENNSLA

– UNDIRSTAÐA FARSÆLDAR OG FRAMFARA

Háskóli Íslands leggur áherslu á krefjandi nám, jákvæða námsupplifun nemenda og gæði prófgráða á öllum námsstigum. Til að

búa nemendur undir áframhaldandi nám, þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi leitast Háskólinn sífellt við

að þróa kennsluhætti og námsaðstöðu, hvetja til nýsköpunar í kennslu og styrkja tengsl náms og starfsvettvangs. Jafnframt er

mikilvægt að stuðla að skuldbindingu nemenda við námið og að veita kennurum og nemendum stuðning í starfi.

Gæði náms og kennslu fái aukið

vægi og stuðning í starfi skólans

Mótuð heildstæð stefna um nám og kennslu og samþætting í stjórnun kennslumála aukin. Stefnan taki

m.a. til þróunar kennsluhátta, mats á gæðum kennslu, endurmenntunar, hlutanáms, upptöku fyrirlestra

og fjarnáms

Kennslufræðilegur stuðningur aukinn við akademíska starfsmenn, m.a. með styrkingu

Kennslumiðstöðvar og ráðningu kennslusérfræðinga á hverju fræðasviði

Markvisst stutt við aðgerðaáætlanir deilda í kjölfar sjálfsmats þeirra, m.a. með stækkun

Kennslumálasjóðs

Fræðasvið og deildir vinni að bættu endurkomu- og brautskráningarhlutfalli og geri árlega grein fyrir árangri

Faglegur stuðningur við stundakennara aukinn og umgjörð stundakennslu styrkt

Hlutfall nemenda á kennara

lækkað til að auka gæði

náms og kennslu og draga

úr vinnuálagi á kennara

Metið hvernig draga megi úr álagi og auka gæði náms með breyttu fyrirkomulagi við inntöku

nemenda, fjölgun kennara, meiri skilvirkni í námi og aukinni samvinnu/sameiningu faglegra eininga

Mótuð stefna um aðgangskröfur og inntöku nýnema

Aukinn stuðningur

við grunnnám

Deildir nýti kerfisbundið ábendingar nemenda um námið og haldi reglulega samráðsfundi með þeim til

að auka gæði kennslu og stuðla að skuldbindingu nemenda í námi

Deildir umbuni kennurum fyrir mikilvægt kennsluframlag á öllum námsstigum á grundvelli skýrra

viðmiða um gæði kennslu

Koma á skilvirku kerfi aðstoðarmanna kennara í deildum til að draga úr kennsluálagi og efla endurgjöf

Meistaranám styrkt sem

sjálfstætt námsstig og

umgjörð, innviðir og alþjóðleg

tengsl námsins efld

Stuðningur og gæðaeftirlit aukið við innleiðingu nýrra námsleiða og reglubundið mat á námsleiðum

sem fyrir eru, m.a. með hliðsjón af hæfniviðmiðum og tengslum námsins við vettvang, atvinnulíf og

alþjóðlegt samstarf

Skipulag náms taki tillit til þess að nemendur geti tekið námskeið þvert á deildir og fræðasvið

Deildir taki í auknum mæli þátt í sameiginlegum alþjóðlegum meistaranámsleiðum

Umgjörð doktorsnáms styrkt og

stuðningur við leiðbeinendur

og nemendur aukinn

Doktorsstyrkjum Háskólans fjölgað um a.m.k. 10 alls á stefnutímabilinu til að stuðla að því að áfram

útskrifist um 70 doktorsnemar á ári

Styrkja doktorsnámið, m.a. með skipulögðum námsleiðum, skýrum verkferlum og stuðningi við

samfélag doktorsnema og þátttöku þeirra í alþjóðlegu fræðasamfélagi

Formlegar leiðir skilgreindar til að styðja betur við framvindu doktorsnema, m.a. í tengslum við námslok

Doktorsstyrkjum fylgi ráðstöfunarfé, m.a. til að styðja við þátttöku doktorsnema í alþjóðlegu samstarfi

Auka tækifæri nemenda til

þátttöku í alþjóðastarfi

Námsleiðir skipulagðar með það að leiðarljósi að auðvelda nemendum skiptinám

Nemendum kynnt tækifæri til þátttöku í áætlunum um nemendaskipti og aðrar leiðir til að taka hluta

af námi erlendis

Einstakar deildir meti hvort auðvelda megi nemendum að stunda tungumálanám sem hluta af námi til

að auka faglega hæfni

AÐGERÐIR

MARKMIÐ