Previous Page  12 / 20 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 20 Next Page
Page Background

RANNSÓKNIR

– DRIFKRAFTUR NÝRRAR ÞEKKINGAR

Frjáls þekkingarleit og vísindastarf sem hefur í heiðri siðareglur vísinda er grunnur að starfi rannsóknaháskóla. Ör uppbygging rann-

sókna hefur einkennt Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur stuðlað að framþróun íslensks samfélags, aflað skólanum virðingar á

alþjóðavettvangi og skapað fjölmörg ný tækifæri til samstarfs. Brýnt er að festa þennan árangur í sessi og tryggja áframhaldandi

uppbyggingu í þágu öflugs rannsóknanáms, vísindastarfs og nýsköpunar. Styrkja þarf rannsóknainnviði, innlent og erlent samstarf og

skapa umhverfi er stuðlar að rannsóknum sem standast alþjóðlegar gæðakröfur.

Rannsóknainnviðir² efldir með

tryggri fjármögnun, öflugum

rekstri og skilvirkri samnýtingu

Þörf rannsakenda og faglegra eininga fyrir rannsóknainnviði greind og gerð áætlun um eflingu þeirra

Gerð aðgerðaáætlun um aðgang og varðveislu rannsóknagagna

Sjóðakerfi Háskólans sem tengist rannsóknum yfirfarið til að tryggja hámarksstuðning við rannsóknir

Úttekt á skipulagi og hlutverki rannsóknastofnana Háskólans fylgt eftir

Árangur og gæði

rannsóknastarfs metin á

grundvelli fjölbreytts framlags

til þekkingarsköpunar og

mismunandi birtingarhefða

Mat á rannsóknum endurskoðað í kjölfar úttektar á matskerfi opinberu háskólanna

Nýliðun í rannsóknum

efld og markvisst stutt við

unga rannsakendur

Nýir akademískir starfsmenn hafi ekki fulla kennsluskyldu og fái stofnfé til að byggja upp

kennslu- og rannsóknaferil

Vinnuaðstaða nýdoktora bætt og réttindi þeirra yfirfarin og endurskoðuð

Starfsmannasvið leiti árlega eftir ábendingum frá fræðasviðum, deildum og stoðþjónustu í þágu

stöðugra umbóta á ráðningarferlinu

Framsækið alþjóðlegt samstarf

Heildstæð áætlun um alþjóðasamskipti gerð með áherslu á samstarf við öfluga erlenda háskóla

Rannsakendur sem náð hafa góðum árangri, t.d. í öflun innlendra styrkja, studdir sérstaklega til sóknar

í erlenda samkeppnissjóði

Verklag við nýtingu rannsóknafjár skólans endurskoðað svo að það styðji sem best við alþjóðasamstarf

Erlendum fræðimönnum auðveldað að dvelja/starfa við Háskólann í skemmri tíma

Nýsköpun og hagnýting

rannsóknaniðurstaðna efld

á öllum fræðasviðum

Nýsköpun og hagnýting rannsókna felld inn í nám, t.d. í formi stuttra þverfaglegra námskeiða

Átak til að auka vitund rannsakenda um nýsköpun og mögulega hagnýtingu hugverka

á öllum fræðasviðum

Stuðningur við styrkjasókn og

stjórnun rannsóknaverkefna

aukinn og sniðinn að

þörfum rannsakenda

Stuðningur við umsýslu og rekstur rannsóknaverkefna og gerð alþjóðlegra samninga aukinn, m.a. með

sérhæfðri þjónustu við styrkþega

Aukið svigrúm virkra rannsakenda til að sinna rannsóknum

Ferli tengd rannsóknastyrkjum innan Háskólans einfölduð, m.a. þannig að hægt sé að veita styrki

lengur en til eins árs og hafa mat úr öðrum samkeppnissjóðum til hliðsjónar

Deildir og námsleiðir samþætti

markvisst rannsóknir og kennslu

Virkir rannsakendur komi að kennslu á fyrsta ári í grunnnámi

Kennarar kynni eigin rannsóknir í grunnnámi og hvetji nemendur til þátttöku í innlendum ráðstefnum

sem hluta af náminu

Samþætting rannsókna og kennslu hluti af stefnu deilda

²Rannsóknainnviðir eru tæki, aðstaða, gagnagrunnar, þjónusta, kerfi, tölvunet og annað sem er nauðsynlegt fyrir rannsóknastarf á öllum fræðasviðum

AÐGERÐIR

MARKMIÐ