Previous Page  14 / 20 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 14 / 20 Next Page
Page Background

14

Stefna Háskóla Íslands 2016–2021

VIRK ÞÁTTTAKA

Í SAMFÉLAGI OG ATVINNULÍFI

Sköpun nýrrar þekkingar og hagnýting hennar er lykill að lífsgæðum og auðugu mannlífi til framtíðar. Háskóli Íslands tekur virkan

þátt í samfélagi og atvinnu- og menningarlífi með það að markmiði að starf skólans hafi víðtæk áhrif. Lögð verður áhersla á að miðla

niðurstöðum rannsókna og nýsköpunar með fjölbreyttum hætti, stuðla að almennum skilningi á vísindum og nýta sérfræðiþekkingu

til að takast á við áskoranir samtímans og í umræðu um brýn samfélagsmál.

Háskólinn sé leiðandi afl í

framþróun samfélagsins sem

vettvangur nýrra hugmynda og

lifandi samstarfs rannsakenda,

nemenda, atvinnulífs,

stofnana og þjóðlífs

Sett á stofn tengslatorg háskóla og atvinnulífs á forsendum beggja aðila til að stuðla að

auknu samstarfi nemenda og rannsakenda við starfsvettvang, stofnanir og atvinnulíf

Uppbygging og starfsemi Vísindagarða Háskóla Íslands nýtt skipulega til

að styðja við starfsemi skólans og efla tengsl við atvinnulíf

Starfsemi rannsóknasetra Háskóla Íslands á landsbyggðinni efld og

starf þeirra samþætt betur við fræðasvið og deildir

Skipulagt hollvinastarf nýtt til að styrkja tengsl við núverandi og fyrrverandi nemendur

og aðra velunnara skólans

Deildir og aðrar faglegar einingar skilgreini eðli, umfang og ábyrgð á sambandi

við starfsvettvang sinn í tengslum við nám, rannsóknir og símenntun

Margvísleg vísindamiðlun

nýtt til að örva áhuga og

þekkingu á vísindum, stuðla

að hagnýtingu þeirra og efna

til fjölbreytts vísindasamstarfs

Vísindastarfi sem vekur athygli innan alþjóðlegs fræðasamfélags gerð sérstök skil

Athygli beint að rannsóknum sem leiða til nýsköpunar og tengslum Háskólans við

fyrirtæki og stofnanir

Stuðlað að aukinni þátttöku nemenda af öllum fræðasviðum í

samfélagsverkefnum sem tengjast þeirra fagsviði

Fjölbreyttum aðferðum

beitt til að sérfræðiþekking

Háskólans nýtist við ákvarðanir

sem varða stefnumörkun,

samkeppnishæfni og

farsæld samfélagsins

Þróa leiðir til að vísindi nýtist við stefnumarkandi ákvarðanir samfélagsins,

m.a. með því að gera rannsóknaniðurstöður aðgengilegri

Háskóli Íslands standi fyrir lifandi samræðu við almenning og fagfólk um brýn

viðfangsefni samtímans

Þróuð viðmið um hvernig akademískir starfsmenn geti fengið mikilvægt

framlag til uppbyggingar samfélagsins metið í störfum sínum

Koma upp formlegum ferlum og markvissri kynningu á hvernig

innflytjendur geti nýtt háskólamenntun sína hér á landi

Frjótt og gagnkvæmt samstarf

og samræða við fyrri skólastig

Stjórnendur Háskólans beiti sér fyrir samræðu við menntamálayfirvöld og

önnur skólastig til að stuðla að samfellu og samstarfi allra skólastiga

Tengsl deilda Háskólans við faggreinakennara í framhaldsskólum styrkt

Kynningarstarf fyrir framhaldsskólanema eflt og styrkjum fjölgað til fjölbreytts

hóps afburðanemenda

Verkefni sem miða að því að auka áhuga nemenda á öllum skólastigum

á vísindum og fræðum efld

AÐGERÐIR

MARKMIÐ