Previous Page  16 / 20 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 16 / 20 Next Page
Page Background

16

Stefna Háskóla Íslands 2016–2021

MANNAUÐUR

Árangur Háskóla Íslands byggist á þeim auði sem býr í starfsfólki og nemendum. Háskólinn verður að vera samkeppnishæfur um

mannauð bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Það er skólanum kappsmál að laða til sín hæft starfsfólk og stúdenta og byggja

upp samheldið háskólasamfélag. Mikilvægt er að hlúa að mannauði skólans með því að bjóða starfsumhverfi sem stuðlar að velferð,

jafnrétti og heilbrigði.

Stjórnendur geri starfsfólki

og nemendum kleift að

samræma starfsskyldur

og fjölskylduábyrgð

Starfsemi Háskólans (s.s. skipulag funda, stundataflna og prófa) skipulögð með hliðsjón af

samþættingu starfs- og fjölskylduábyrgðar starfsmanna og stúdenta

Fjölskyldustefna mótuð og innleidd á grundvelli þarfagreiningar sem unnin verður af starfsmannasviði

Við mat á vísindastörfum verði tryggt að tekið sé tillit til fjarvista vegna fæðingarorlofs

Hvetjandi, umhverfisvænt og

skemmtilegt starfsumhverfi sem

stuðlar að heilbrigði og vellíðan

starfsmanna og stúdenta

Möguleikar á starfsþróun innan stjórnsýslu Háskólans auknir, s.s. með endurmenntun

og tilflutningi í starfi

Íþróttaaðstaða bætt og starfsfólki og nemendum boðin fjölbreytt og hagstæð

tækifæri til heilsueflingar

Samskiptaáætlun innleidd á öllum fræðasviðum undir leiðsögn starfsmannasviðs

Mentorakerfi fyrir nýja akademíska starfsmenn innleitt

Tekið upp umhverfisstjórnunarkerfi í anda ISO 14001 til að stuðla að sjálfbærni háskólasamfélagsins

Uppbygging háskólasvæðisins

stuðli að samheldnu

háskólasamfélagi

Mótuð langtímasýn fyrir háskólasvæðið og hún nýtt til að forgangsraða framkvæmdaáætlun Háskólans

Öll meginstarfsemi Háskólans byggð upp á háskólasvæðinu. Áhersla lögð á flutning Menntavísindasviðs

og framtíðarhúsnæði fyrir heilbrigðisvísindi í tengslum við byggingu nýs Landspítala

Samgöngur og öryggi starfsfólks og nemenda á háskólasvæðinu bætt, s.s. með skutlu,

starfsmannabílum, gönguleiðum, betri nýtingu bílastæða, fleiri P-merktum stæðum

og aðstöðu fyrir reiðhjól

Jafnrétti og fjölbreytileiki í

fyrirrúmi við uppbyggingu

háskólasamfélagsins

Samsetning nemendahópsins greind og gripið til aðgerða ef kerfislægar hindranir eru fyrir hendi eða

þörf er á sérstökum stuðningi við einstaka hópa

Úttekt gerð á kynbundnum launamun, mögulegum ástæðum og gerð aðgerðaáætlun til úrbóta eftir

því sem ástæða er til

Lögð áhersla á þekkingu stjórnenda á jafnréttismálum og jafnréttisverðlaun veitt

Málstefna Háskólans endurskoðuð með það að markmiði að styðja bæði við íslensku

og alþjóðlegt starf

Áhersla lögð á að efla

stjórnun, gæðaferla og

nýtingu upplýsingatækni

Úttekt á skipulagi og stjórnkerfi Háskólans nýtt til að tryggja skilvirkni og skýra ábyrgð

Starf deildarforseta skilgreint betur og styrkt með lengri ráðningartíma og auknum stuðningi

Lykilupplýsingar um nám, rannsóknir, mannauð og fjármál skilgreindar og þær uppfærðar í gagnatorgi

til notkunar í daglegum rekstri

Verkferlar skýrðir og upplýsingatækni nýtt betur, m.a. með heildstæðri hönnun hugbúnaðarkerfa

AÐGERÐIR

MARKMIÐ