Previous Page  3 / 20 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 20 Next Page
Page Background

3

Stefna Háskóla Íslands 2016–2021

FJÁRFESTING Í MENNTUN OG ÞEKKINGU

Háskólar eru undirstaða þekkingarsamfélaga 21. aldar. Um allan heim er lögð

síaukin áhersla á gæði menntunar og öflugt vísindastarf til að tryggja samkeppn-

ishæfni þjóða, hagsæld og lífsgæði til framtíðar.

Háskóli Íslands er í fararbroddi íslenskra háskóla og virkur þátttakandi í alþjóðlegu

vísinda- og fræðasamfélagi. Árangur skólans á síðustu árum hefur skipað honum

í fremstu röð samkvæmt viðurkenndum alþjóðlegum mælingum. Til að treysta í

sessi þennan mikla árangur og skapa viðspyrnu fyrir

áframhaldandi sókn leggur Háskólinn nú fram nýja

stefnu, HÍ 21, fyrir tímabilið 2016-2021 undir yfir-

skriftinni „Öflugur háskóli – farsælt samfélag”.

Í stefnunni er lögð áhersla á rannsóknir sem drifkraft

nýrrar þekkingar, nám og kennslu sem undirstöðu

farsældar og framfara og virka þátttöku Háskólans

í samfélagi og atvinnulífi. Jafnframt er mannauði

skipað í öndvegi og lögð áhersla á akademískt frelsi,

jafnrétti og fagmennsku.

Forsenda þess að Háskólinn geti sótt fram er traust

fjármögnun. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 settu stjórnvöld sér það

markmið að framlög til skólans yrðu efld í áföngum uns hann stæði jafnfætis

öðrum norrænum háskólum. Þetta markmið var síðar áréttað fyrir háskólakerfið í

heild í aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs. Trygg fjármögnun háskólakerfisins

er lykilfjárfesting íslensks samfélags til framtíðar og því er mikilvægt að fyrirheit

stjórnvalda um stuðning við Háskólann standist. Þeirri fjárfestingu í menntun og

þekkingu er vel varið og hafa erlendar og innlendar úttektir ítrekað staðfest að

Háskóli Íslands er skilvirk og afar vel rekin stofnun.

Ný stefna Háskóla Íslands hefur verið unnin í víðtæku samráði við allt háskólasam-

félagið og hagsmunaaðila víðsvegar að úr atvinnu- og þjóðlífi. Jafnframt var byggt

á margvíslegum gögnum og niðurstöðum innri og ytri úttekta á skólanum. Þannig

tryggjum við að stefna Háskóla Íslands standist alþjóðleg gæðaviðmið.

Markmið HÍ 21 er að gera góðan háskóla enn betri. Stefna Háskóla Íslands er

vegvísir okkar allra til framtíðar – starfsfólks, stúdenta og samfélagsins sem fóstrar

skólann og hann þjónar.

Jón Atli Benediktsson rektor