Previous Page  6 / 20 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 6 / 20 Next Page
Page Background

Háskóli Íslands gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu þekkingarsamfélags á Íslandi.

Hann er afkastamesta vísindastofnun landsins, leiðandi í menntun fagfólks á

fjölmörgum fræðasviðum, í virkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf og leggur

rækt við menningu og sögu landsins. Háskóli Íslands er í nánu samstarfi við

helstu háskóla og rannsóknastofnanir víðs vegar um heim og má glöggt sjá styrk

hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla af stöðu hans á matslistum yfir fremstu

háskóla heims

1

.

Sýn Háskóla Íslands er að styrkja stöðu sína sem háskóla í fremstu röð. Í HÍ 21

er mörkuð stefna Háskólans fyrir tímabilið 2016-2021. Í henni eru tilgreindar

fimm áherslur sem munu einkenna stefnu og starf skólans á stefnutímabilinu.

Áherslurnar eru útfærðar nánar með markmiðum og aðgerðum sem beinast að

kjarnastarfsemi Háskólans, rannsóknum, námi og kennslu og þátttöku í samfé-

lagi og atvinnulífi, sem og mannauðinum sem starf skólans byggist á. Markmiðin

og aðgerðirnar munu styrkja innviði, tryggja gæði og gera Háskólanum kleift að

stuðla að þróun íslensks samfélags og sækja fram á alþjóðavettvangi. Aðgerð-

irnar verða rýndar og uppfærðar árlega og upplýsingar um framgang stefnunnar

birtar á vef skólans.

Forsenda þess að áherslur HÍ 21 nái fram að ganga er að fjármögnun Háskóla

Íslands verði hliðstæð við fjármögnun norrænna samanburðarháskóla. Grunn-

fjármögnun Háskólans skiptir sköpum þegar sótt er fram og gerir skólanum fært

að afla aukinna sértekna.

HÁSKÓLI Í FREMSTU RÖÐ

¹Sjá t.d. matslista

Times Higher Education World University Rankings

þar sem Háskóli Íslands hefur verið meðal

300 efstu háskóla (2%) frá árinu 2011. Árið 2016 raðaðist Háskólinn í 222. sæti.