Previous Page  8 / 20 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 8 / 20 Next Page
Page Background

8

Stefna Háskóla Íslands 2016–2021

Framsækin sýn á nám og kennslu sem býr nemendur undir þátttöku í atvinnu- og þjóðlífi

Háskóli Íslands gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu nútímalegs þekkingarsamfélags með því að

búa nemendur undir þátttöku og störf á fjölmörgum sviðum samfélagsins og undir frekara nám.

Háskólinn leggur áherslu á gæði náms, þróun kennsluhátta, samþættingu kennslu og rannsókna

og hagnýt verkefni í samvinnu við samfélag og atvinnulíf.

Sterkir rannsóknainnviðir sem styðja við þekkingarsköpun og alþjóðlegt samstarf

Háskóli Íslands er afkastamesta vísindastofnun landsins og þar eru stundaðar rannsóknir á öllum

fræðasviðum. Öflugt rannsókna- og nýsköpunarstarf skólans hefur skapað honum sterka stöðu í

alþjóðlegu vísindasamfélagi. Stuðlað verður að áframhaldandi uppbyggingu með því að fjárfesta

í traustum innviðum og stoðkerfi, styðja við alþjóðlegt samstarf og auka gæði og hagnýtingu

rannsókna.

Starf Háskólans hafi víðtæk áhrif og takist á við áskoranir samtímans

Háskóli Íslands leggur áherslu á að þekkingarsköpun við skólann hafi sem víðtækust áhrif og að Há-

skólinn sé ábyrgur þátttakandi í samfélagi sem stuðlar að jafnrétti, fjölbreytni og sjálfbærni. Miklu

varðar að rannsóknir og nám takist á við þær flóknu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir

og að Háskólinn sé virkur þátttakandi í íslensku samfélagi og menningarlífi.

Góður vinnustaður

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag þar sem fjölbreyttur hópur starfsfólks og stúd-

enta kemur saman til að skapa og miðla nýjum hugmyndum og lausnum. Háskólinn kappkostar

að vera eftirsóttur og metnaðarfullur vinnustaður sem laðar til sín hæft starfsfólk og nemendur í

alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Lögð er áhersla á lifandi og fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafn-

rétti og tækifæri til starfsþróunar.

Gæðamenning og skilvirk upplýsingatækni

Háskólinn tryggir að rannsóknir og prófgráður standist alþjóðleg viðmið og gæðakröfur sem er

forsenda þess trausts sem skólinn nýtur innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Árangur skólans

byggist á sameiginlegum gildum, skýrri stefnu, markvissri áætlanagerð, árangursmati á grundvelli

traustra upplýsinga og stöðugum umbótum.

ÁHERSLUR HÍ 21