Previous Page  10 / 98 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 10 / 98 Next Page
Page Background

10

Árangur sem skiptir máli

Í Háskóla Íslands er fjallað um heillandi viðfangsefni félags­

vísindanna á frjóan og gagnrýninn hátt og krafist er virkrar

þátttöku nemenda. Þetta er blanda sem virkar enda þekkt

uppskrift frá bestu háskólum heims. Kennarar við Félags­

vísindasvið eru færustu fræðimenn í sínu fagi og miklar kröfur

eru gerðar til kennara og nemenda. Þannig næst árangur sem

skiptir máli fyrir samfélagið.

Námið opnar margar dyr

Félagsvísindasvið er stærsta fræðasvið Háskóla Íslands og

nemendum í þeim námsgreinum sem kenndar eru við sviðið

fjölgar stöðugt. Í þjóðfélagi sem byggist á þekkingu og upp­

lýsingatækni er mikil þörf á fólki með menntun í félags­

vísindum. Nám í félagsvísindum opnar dyrnar að fjölmörgum

spennandi störfum, bæði hér innanlands og erlendis.

Frábær undirbúningur

Grunnnám við Háskóla Íslands er frábær undirbúningur undir

framhaldsnám út um allan heim og margir nemendur af

Félagsvísindasviði hafa lokið framhaldsnámi við framúrskarandi

skóla erlendis. Nú blómstrar einnig framhaldsnám í félags­

vísindum við Háskóla Íslands, bæði meistara- og doktorsnám,

og rannsóknir við sviðið hafa aldrei verið öflugri.

FÉLAGS-

VÍSINDASVIÐ

www