Previous Page  16 / 98 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 16 / 98 Next Page
Page Background

16

Markmið náms í hagfræði er að veita

nemendum góðan undirbúning í hagfræði,

stærðfræði og tölfræði en gefa jafnframt

möguleika á sérhæfingu í öðrum greinum

sem falla að áformum nemenda um fram­

tíðarnám og -störf. Nemendur geta tekið

valgreinar innan sem utan deildarinnar og

þannig undirbúið sig undir störf í hinum

ýmsu atvinnugreinum.

Fjölbreytt störf

Mikil áhersla hefur verið lögð á að slaka ekki á kröfum til

nemenda. Árangur þessa má sjá í góðri frammistöðu fyrr­

verandi nemenda við erlenda háskóla sem og á vinnumarkaði.

Þeir sem hafa brautskráðst með BS- og BA-próf hafa þannig

átt greiða leið í framhaldsnám við framúrskarandi háskóla

erlendis. Þeir sem leita beint á vinnumarkað búa að góðri

þekkingu í hagfræði, tölfræði, fjármálum og reikningshaldi og

eru því mjög samkeppnishæfir, innanlands sem utan.

Hagfræðideild

Grunnnám

»

Hagfræði BS

»

Fjármálahagfræði BS

»

Viðskiptahagfræði BS

»

Hagfræði BA

Framhaldsnám

»

Fjármál MFin

»

Fjármálahagfræði

»

Diplómanám í fjármálahagfræði

YouTube www

Hagfræði