Previous Page  2 / 98 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 2 / 98 Next Page
Page Background

Meginhlutverk Háskóla Íslands er að stuðla að skilningi

stúdenta á margflóknum veruleika, þroska rökhugsun og

auðga heimsmynd þeirra. Þetta hlutverk tekur Háskólinn mjög

alvarlega og leggur metnað í að tryggja nýjum stúdentum góða

menntun. Markmið Háskóla Íslands er þannig að stuðla að

velferð og þroska nemenda og gera þeim kleift að axla ábyrgð

og takast á hendur margvísleg krefjandi störf í nútíð og framtíð.

Reglubundið gæðamat er ríkur þáttur í starfsemi Háskóla

Íslands og lauk fyrir ekki alls löngu ítarlegri úttekt alþjóðlegra

sérfræðinga á faglegu starfi skólans. Staðfestu niðurstöðurnar

þann mikla árangur sem náðst hefur. Skólinn fylgist einnig vel

með velferð og námsárangri nemenda sinna. Í árvissri könnun

meðal grunnnema kemur fram að tæplega níutíu prósent

þeirra eru ánægð eða mjög ánægð með námið við skólann

og er námsánægja framhaldsnema síst minni en grunnnema.

Þá sýnir nýleg könnun meðal brautskráðra nemenda að um

96% þeirra hafa fundið sér starf innan við tveimur árum eftir

námslok.

Háskóli Íslands er í senn íslenskur og alþjóðlegur alhliða háskóli

með fimm fræðasvið, 25 deildir og nokkrar þverfræðilegar

námsleiðir. Um13.000 nemendur stunda nám við skólann á

tæplega 400 námsleiðum á grunn-, meistara- og doktorsstigi.

Þar af eru um 1.200 erlendir stúdentar frá tæplega 90 löndum.

Kennsluhættir og námsframboð er í stöðugri þróun innan

skólans og taka mið af þróun vísinda og þekkingar, tækni­

legum framförum og síbreytilegum þörfum atvinnulífs. Aldrei

hafa valkostir þeirra sem hefja nám á háskólastigi hérlendis

verið fleiri. Háskólinn hefur á að skipa öflugum hópi starfsfólks

en um 1.500 fastráðnir starfsmenn sinna kennslu, rannsóknum

og þjónustu við nemendur skólans auk þess sem um 2.000

stundakennarar úr atvinnulífinu taka þátt í kennslunni.

Velkomin í Háskóla Íslands