Previous Page  3 / 98 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 98 Next Page
Page Background

3

Háskóli Íslands hefur undanfarin sex ár verið í hópi 300 bestu

háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education

World University Rankings. Háskólar í heiminum öllum eru um

17.000 talsins og því er Háskóli Íslands á meðal þeirra tveggja

prósenta háskóla sem hæst eru metnir. Þetta er vissulega glæsileg viðurkenning á starfi skólans og samstarfsaðila hans. Þessi

staða skólans á alþjóðlegum vettvangi styrkir prófgráður hans.

Við í Háskóla Íslands gerum miklar kröfur til sjálfra okkar,

kennara, stjórnenda og annars starfsfólks. Við gerum einnig

miklar kröfur til nemenda okkar því við viljum tryggja að

prófgráða frá Háskóla Íslands hafi á sér öruggan gæðastimpil

og njóti trausts um allan heim. Þetta markmið háskólans

gæti orðið styrkur þinn í framtíðinni.

Velkomin í Háskóla Íslands.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands