Previous Page  4 / 98 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 4 / 98 Next Page
Page Background

4

Virkur þátttakandi í samfélaginu

Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911, á aldarafmæli

Jóns Sigurðssonar forseta. Þá voru deildir hans fjórar og

nemendur 45 talsins. Í dag eru deildirnar 25 og nemendur

um 13.000. Háskóli Íslands hefur brautskráð yfir 50 þúsund

nemendur, sérfræðinga og stjórnendur, sem hafa tekið virkan

þátt á öllum sviðum íslensks samfélags.

Öflugur háskóli

Við Háskóla Íslands eru fimm fræðasvið, 25 deildir og náms­

leiðirnar skipta hundruðum. Háskólinn býður fjölbreytt nám

á öllum háskólastigum, sveigjanlegar námsleiðir og fjölþætta

menntun. Háskóli Íslands er eini háskóli landsins sem býður

bæði grunnnám og framhaldsnám á öllum helstu fræða­

sviðum.

HÁSKÓLI ÞJÓÐARINNAR