Previous Page  5 / 98 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 5 / 98 Next Page
Page Background

5

Kennarar í fremstu röð

Við Háskóla Íslands starfar stór hópur vel menntaðra og

þjálfaðra kennara sem hefur stundað bæði nám og rannsóknir

við virta erlenda háskóla. Alþjóðleg tengsl kennaranna eru því

mikil og sterk og margir þeirra eru í fremstu röð í sínum

fræðum í alþjóðlegu vísindasamfélagi.

Metnaður og gæði

Háskóli Íslands leggur metnað í að taka vel á móti nemendum

og tryggja þeim góða menntun. Skólinn leggur áherslu á að

uppfylla strangar alþjóðlegar gæðakröfur og gerir miklar

kröfur til starfsfólks og nemenda. Með því tryggjum við að

prófgráða frá Háskóla Íslands hafi á sér öruggan gæðastimpil

og njóti trausts um allan heim.

Í hópi 250 bestu háskóla heims

Háskóli Íslands er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt

matslista Times Higher Education World University Rankings.

Það er mikil viðurkenning á kennslu- og vísindastarfi skólans

og samstarfsaðila.

Nýnemadagar Háskóla Íslands 2016