Previous Page  6 / 98 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 6 / 98 Next Page
Page Background

6

Alþjóðlegur háskóli

Háskóli Íslands er alþjóðlegur háskóli og kappkostar að skapa

ungu fólki tækifæri, heima sem að heiman. Orðspor skólans

hefur leitt til samstarfssamninga sem gera nemendum kleift

að taka hluta af námi sínu við framúrskarandi erlenda háskóla.

Háskóli Íslands býður um fjögur hundruð ólíkar námsleiðir

og hvergi hér á landi er að finna fjölbreyttara námsframboð.

Það er því úr nógu að velja og gríðarmargir möguleikar á

samsetningu námsins.

Við hvetjum tilvonandi nemendur Háskóla Íslands til þess að

kynna sér vandlega allt sem í boði er og leita óhikað ráðgjafar

og aðstoðar við valið.

Náms- og starfsráðgjöf s

kólans veitir

fúslega góð ráð og ábendingar og sömuleiðis er starfsfólk

fræðasviða og deilda ávallt reiðubúið til aðstoðar.

Á

www.hi.is

eru ítarlegar upplýsingar um allar námsleiðir

og er sérstaklega bent á

Kennsluskrána

á vefnum. Þar eru

jafnframt upplýsingar um fræðasvið og deildir, skólaárið,

skráningu, gjöld, próf og margt fleira sem nemendur þurfa

að vita.

#haskolasnappid