Bókatíðindi 2018

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 E ​ C  ​ Vertu ósýnilegur Flóttasaga Ishmaels Kristín Helga Gunnarsdóttir Lesari: Kristín Helga Gunnarsdóttir Einu sinni bjó Ishmael í litríkri ævintýraveröld en núna er borgin hans vígvöllur. Þegar heimilið er rústir einar neyðist hann til að leita skjóls þar sem friður ríkir. En flóttaleiðin er lífshættuleg. Vertu ósýnilegur er spenn- andi og átakanleg saga sem byggist á viðtölum, fréttum og heimildum um örlög sýrlenskra flóttamanna. Frá- sögn sem lætur engan ósnortinn. 239 bls. / H 6:05 klst. Forlagið – Mál og menning E I  ​ Vetrarfrí Hildur Knútsdóttir Vetrarfrí og Vetrarhörkur eru meðal vinsælustu ung- mennabóka sem íslenskur höfundur hefur sent frá sér og hér kemur fyrri bókin út í kilju. Sagan hefst í vetrarfríinu þegar systkinin Bergljót og Bragi fara með pabba sínum í sumarbústað. En allt fer á versta veg þegar furðuleg plága brýst út og enginn hugsar um neitt annað en að bjarga lífi sínu. Hildur Knútsdóttir var til- nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir báðar bækurnar og hlaut þau fyrir þá síðari. 264 bls. Forlagið – JPV útgáfa D ​ F  ​ Bækur duftsins Villimærin fagra Philip Pullman Þýð.: Guðni Kolbeinsson Villimærin fagra er fyrsta bókin í nýjum þríleik eftir hinn afar vinsæla höfund Philip Pullman. Hér segir frá Malcolm Polstead sem býr með foreldrum sínum á gamalli krá ásamt fylgjunni sinni, henni Ástu. Saman skemmta þau sér á bátnum sínum, Villimeynni fögru. En dag einn kemst Malcolm að því að lítil stúlka sem heitir Lýra dvelur í klaustri í nágrenninu, og þegar skelfilegt flóð skellur yfir nokkru síðar bjargar hann lífi hennar, grunlaus um þau æsilegu ævintýri sem bíða þeirra. 505 bls. Forlagið – Mál og menning E  ​ Vítisvélar Philip Reeve Þýð.: Herdís MHubner Í fjarlægri framtið berjast borgir á hjólum hver um aðra um lífsafkomu. Vítisvélar er margverðlaunuð bók eftir enska rithöfundinn Philip Reeve, enda einhver magn­ aðasti fantasíuheimur sem skapaður hefur verið. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbitanna, hefur gert kvikmynd eftir sögunni (Mortal Engines) og fer Hera Hilmarsdóttir með aðalhlutverkið. 334 bls. Bókafélagið D  ​ Ætíðarþjófurinn Clive Barker Þýð.: Jón Frosti Kárason Í húsi þúsund óska verður allt, sem Harvey hefur látið sig dreyma um, að veruleika. Líka martraðirnar hans ... Ætíðarþjófurinn eftir Clive Barker er ein frægasta fantasíubók síðari ára. Mögnuð og skemmtileg hroll- vekja fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Bókin er skreytt frábærum teikningum höfundarins. 240 bls. Ugla D  ​ Sjúklega súr saga Sif Sigmarsdóttir Myndir: Halldór Baldursson Sjúklega súr saga segir Íslandssöguna á alveg nýjan hátt. Í þessari meinfyndnu, fróðlegu og ríkulega mynd- skreyttu bók fyrir ungt fólk á öllum aldri leika þau Sif og Halldór á als oddi og svara knýjandi spurningum um fortíð okkar. Hvort var betra að vera hálshöggvinn eða brenndur á báli? Hvað í ósköpunum eiga Sturlungar sameiginlegt með bavíönum? Geta sagnfræðingar stundað tímaflakk? Og getur verið að ekki hafi allt verið betra í gamla daga? 80 bls. Forlagið – Mál og menning E ​ F  ​ Skjaldbökur alla leiðina niður John Green Þýð.: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Aza reynir. Hún reynir að vera góð dóttir, góður vinur, góður námsmaður og kannski meira að segja góður spæjari en það er erfitt þegar óboðnar hugsanirnar þrengja sífellt að. Þetta er nýjasta bók John Green, sem er einn vinsæl- asti ungmennabókahöfundur samtímans og jafnframt sú fyrsta sem hann sendir frá sér í sex ár! 308 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan D ​ F  ​ Stormsker Fólkið sem fangaði vindinn Birkir Blær Þessi stórskemmtilega og hörkuspennandi saga hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2018. Ópus er bara venjulegur strákur en einn daginn fær hann skilaboð frá sjálfum vindinum. Ríkasti maður í heimi er sestur að á eyjunni hans og farinn að reisa siglutré í þúsunda- tali. Hann ætlar sér að beisla vindinn. Innan skamms er framtíð plánetunnar í húfi og Ópus og Fífa vinkona hans þurfa að taka til sinna ráða. 257 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D  ​ Svartidauði KimM. Kimselius Theo og Ramóna lenda í tímaflakki í Flórens árið 1348 þegar svartidauði geisaði og lagði nærri helming íbúanna af velli. 216 bls. Urður bókafélag D ​ C Hljóðbók frá Storytel  ​ Sölvasaga Daníelssonar Arnar Már Arngrímsson Sölvasaga unglings fékk Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 2016. En hvað varð svo um Sölva? Hann er á góðri leið með að verða starfsmaður aldarinnar í Bónus. Jafnaldrar hans raða saman flugferðum í heimsreisum. Hann raðar saman orðum. En orðin láta ekki að stjórn. Þetta er saga af útlaga í leit að bandamönnum, þjóð í leit að betri tilboðum og tungumáli sem fæst á 100-kall í Hertex. Bókin fæst einnig sem hljóðbók. Lesari Árni Beinteinn Árnason. 264 bls. / H Sögur útgáfa 22 Ungmennabækur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==