Bókatíðindi 2018

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D ​ G  ​ Andstæður Guðrún Sigríður Sæmundsen Andstæður er spennandi og áhrifamikil samtímasaga byggð á raunverulegum heimildum og gefur sterka sýn inn í harðan heim vændis og fíkniefna. 230 bls. Draumsýn D ​ F  ​ Auðna Anna Ragna Fossberg Auðna fæddist með væga þroskahömlun og ekki voru uppi miklar vonir um að henni auðnaðist langlífi. Þó fór það svo að hún varð elst þriggja systra sem allar áttu örlagaríka ævi. Í hárri elli segir Auðna fjölskyldu- söguna sem var oft á tíðum átakamikil. Sagan er byggð á raunverulegum atburðum í lífi íslenskrar fjölskyldu á nítjándu öld. 320 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan D  ​ Á heimsenda Dagný Maggýjar Söguleg skáldsaga eftir Dagnýju Maggýjar, dagbók og játning dóttur sem missti móður sína í sjálfsvígi. Á heimsenda fjallar um áföll í æsku, tabú og leiðina heim. Átakanleg en falleg saga full af húmor og ást. 200 bls. Á heimsenda D ​ F  ​ Ástin Texas Guðrún Eva Mínervudóttir Í þessum tengdu sögum eru samskipti fólks á öllum aldri í forgrunni; mæðgna, feðgina, elskenda, hyskis og góðborgara. Af einstöku næmi og stílgáfu nær Guðrún Eva fágætri dýpt í mannlýsingum og sögurnar lifa með lesanda lengi á eftir. Guðrún Eva hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2011. 208 bls. Bjartur Skáldverk Íslensk E ​ F  ​ 261 dagur Kristborg Bóel Fjörutíu og tveggja ára sjálfstæð fjögurra barna móðir skilur við seinni barnsföður sinn í kjölfar erfiðrar ákvörðunar. Til að koma sér í gegnum hvern dag skrifar hún dagbók. Dagbók sem spannar tvö hundruð sextíu og einn dag frá þessum örlagaríka degi. 416 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan G  ​ 666 Jokes Hugleikur Dagsson Stórbók sem geymir 666 fyndnustu en síst viðeigandi djóka grínarans góða. Ráðlagður dagskammtur til næstu ára. 672 bls. Forlagið – Ókeibæ D ​ F  ​ Að eilífu ástin Fríða Bonnie Andersen Ung íslensk alþýðustúlka brýst til mennta í fatahönnun í París á fjórða áratug síðustu aldar þar sem hún sogast inn í hringiðu hins ljúfa lífs. Á endanum hrekst hún aftur til Íslands þar sem líf hennar fléttast saman við líf ljósmóðurnema úr betri borgarastétt. 276 bls. Veröld F ​ C  ​ Allavega Erna Agnes Sigurgeirsdóttir Lesari: Silja Aðalsteinsdóttir Persónuleg – fyndin – raunsæ – berorð – grátbrosleg – heiðarleg. Ung kona glímir við að koma böndum á hugsun sína og líf. Hvernig er hægt að ná tökum á sjálfri sér? Niðurstaða hennar er sú að lykillinn að lífshamingj- unni felist í því að vera góð manneskja. Allavega er ekki sjálfshjálparbók, ekki skáldsaga, og þó! H 2:02 klst. Forlagið 23

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==