Vorbókatíðindi 2018

E  ​ Tólf lífsreglur Mótefni við glundroða Jordan Peterson Þýð.: Herdís Hübner Á skömmum tíma hefur kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson komist í hóp áhrifamestu fræðimanna samtímans. Bók hans Tólf lífsreglur er ein mest selda bók þessa árs í bæði Bandaríkjunum og á Bretlandi. Athyglisvert er hve fólk leggur djúpt við hlustir þegar hann fjallar um persónulega ábyrgð – en það atriði er í raun rauði þráðurinn í þessari bók sem kemur út í lok maí. 400 bls. Almenna bókafélagið G ​ F  ​ Um harðstjórn Tuttugu lærdómar sem draga má af tuttugustu öldinni Timothy Snyder Þýð.: Guðmundur Andri Thorsson Saga Evrópu á síðustu öld segir okkur að þjóðfélög geta molnað, lýðræði getur brugðist, siðareglur brotnað og venjulegt fólk getur framið skelfileg grimmdarverk. En þegar grunnþáttum þjóðfélagsins er ógnað eigum við þess kost að læra af sögunni og berjast gegn framgangi harðstjórnar. Um harðstjórn er sjálfshjálparbók fyrir lýðræðið – hnitmiðuð og tímabær úttekt á stöðu heims- mála. 156 bls. Forlagið – Mál og menning G  ​ Við matreiðum Grundvallarrit í sérhvert eldhús Anna Gísladóttir og Bryndís Steinþórsdóttir Bókin hefur að geyma fjölbreytt úrval hefðbundinna og nýrra uppskrifta auk hagnýtra upplýsinga um matar- gerð. Leitast er við að hafa réttina einfalda og fljótlega en jafnframt næringarríka. Þetta er endurskoðuð útgáfa bókarinnar, en hún kom fyrst út 1976 og hefur alla tíð notið fádæma vinsælda. 336 bls. IÐNÚ útgáfa D  ​ Víkingur Sögubrot af aflaskipi og skipverjum Haraldur Bjarnason Togarinn Víkingur AK-100 kom nýsmíðaður til Akra- ness frá Þýskalandi árið 1960. Skipinu var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði skipsins og nokkrir af skipverjunum segja sögu þess í rúma hálfa öld. Bókin er ríkulega myndskreytt og í raun hluti af útgerðarsögu landsmanna síðustu áratugina. 157 bls. Bókaútgáfan Hólar E  ​ Þjónn verður leiðtogi Robert K. Greenleaf Þýð.: Róbert Jack Í bókinni lýsir höfundurinn grunnhugmyndum sínum um þjónandi forystu, veitir innsýn í hugmyndafræðina og varpar fram dæmum sem sýna hvernig þjónandi for- ysta birtist í samfélaginu og í daglegum störfum stjórn- enda og leiðtoga. Þekkingarsetur um þjónandi forystu gefur bókina út í samstarfi við IÐNÚ. 105 bls. IÐNÚ útgáfa D  ​ Norðlingabók I-II Úr íslenzku þjóðlífi Hannes Pétursson Hannes Pétursson er eitt helsta skáld þjóðarinnar. Norð- lingabók er safn þjóðlegra sagnaþátta hans þar sem skáldið og fræðimaðurinn glæðir minnisverðar frá- sagnir úr heimildum og sögnum nýju lífi með orðsnilld sinni og stílfimi. 876 bls. Bjartur og Bókaútgáfan Opna G  ​ Núvitund Hagnýt leiðsögn til að finna frið í hamstola heimi MarkWilliams og Danny Penman Þýð.: Guðni Kolbeinsson Bók sem kennir þér einfalda aðferð til slökunar og hugleiðslu, með æfingum til að rjúfa vítahring kvíða og streitu og öðlast lífsgleði, vellíðan og kjark. Gagn- leg fyrir alla sem finnst erfitt að standa undir kröfum nútímans um athygli og árangur. Það þarf aðeins fáeinar mínútur á dag til ná betri stjórn á lífinu og öðlast innri ró. 287 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G  ​ Sigraðu sjálfan þig Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira Ingvar Jónsson Einstök bók sem getur liðsinnt öllum þeim sem hafa hug á að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Byggt er á hugmyndafræði markþjálfunar og unnið með fjölmörg verkfæri sem auðvelda lesandanum að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig. 199 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G  ​ Stalín – ævi og aldurtili Edvard Radzinskij Þýð.: Haukur Jóhannsson Ítarlegust og merkust af öllum þeim fjölda ævisagna sem komið hafa út um hinn goðumlíka harðstjóra. Bókin er afrakstur af eigin reynslu höfundar og áratuga rannsókna. Hér koma fram ýmis áður óþekkt atriði, s.s. trúarlegar vísanir í harðstjórn Stalíns, undirbúningur þriðju heimsstyrjaldarinnar og að lokum frásagnir af dularfullum dauða Stalíns. 708 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D  ​ Súrkál fyrir sælkera Dagný Hermannsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir Súrkál og sýrt grænmeti nýtur æ meiri vinsælda, enda verður fólki sífellt ljósara að gerjað grænmeti getur stór- bætt meltinguna og eflt heilsuna – auk þess sem það er bragðgott og gefur matnum nýjan keim. Súrkálsdrottn- ingin Dagný Hermannsdóttir miðlar hér af þekkingu sinni og uppskriftum og gefur góð ráð um allt sem lýtur að súrsun grænmetis. 104 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell Félag íslenskra bókaútgefenda · Barónsstíg 5 · 101 Reykjavík · Sími: 511 8020 · Netf.: fibut@fibut.is · Vefur: www.fibut.is · Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottað fyrirtæki · Ábm.: Benedikt Kristjánsson · Forsíða: Halldór Baldursson/Ámundi Sigurðsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==