Vorbókatíðindi 2018

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa V O R B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 Barnabækur E VÆNTANLEG Í MAÍ  ​ Alein úti í snjónum HollyWebb Þýð.: Ívar Gissurarson Dúna litla reynir í örvæntingu að eignast heimili en enginn virðist vilja eiga hana … Þá kemur Ella í heimsókn. Hún verður strax hrifin af Dúnu en mamma hennar er ákveðin – hún vill ekki kött. Dúna og Ella verða ákaflega sorgmæddar. En hvað verður svo um kettlinginn sem enginn vill eiga? Þetta er fyrsta bók breska rithöfundarins Holly Webb í íslenskri þýðingu en bækur hennar hafa notið gríðar- legra vinsælda um allan heim. 128 bls. Nýhöfn B VÆNTANLEG Í MAÍ  ​ Einar Áskell Einar Áskell leikur sér Vinir Einars Áskels Gunilla Bergström Þýð.: Sigrún Árnadóttir Hinn ástsæli Einar Áskell hefur kætt ótal íslensk börn og hér er hann kominn enn á ný í skemmtilega mynd- skreyttum bendibókum fyrir þau yngstu. Það er nóg að gera hjá snáðanum þar sem hann dundar sér við skemmtilega leiki og föndur, einn eða með vinum sínum. 12 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Ekki er allt sem sýnist Štìpánka Sekaninov Þýð.: Huginn Þór Grétarsson Myndskr.: Jakub Cenkl Við getum öll orðið hrædd. En þá er gott að doka við og skoða aðstæður í ró og næði. Er læknirinn virki- lega vondur? Eru kolkrabbar í tjörninni? Er ófreskja úti í óveðrinu? Með því að toga í flipann er hægt að skoða málin nánar og þannig öðlast betri skilning á því hvern- ig hlutirnir eru í raun og veru. Ræðið ranghugmyndir sem börn kunna að hafa og vinnið saman á hræðslunni sem þeim fylgir. 12 bls. Óðinsauga útgáfa D  ​ Ég er ekki myrkfælinn Helena Haraštov Þýð.: Huginn Þór Grétarsson Myndskr.: Jakub Cenkl Það er nótt og lítill strákur sem heitir Tumi er nývakn- aður. Hvað er þetta inni í herberginu hans? Er þetta eitthvað hræðilegt? Eða eru þetta bara leikföngin hans? Kveiktu á ljósinu með því að toga í flipann og þá sérðu hvað þetta er! Tommi hjálpar börnum að losna við hræðsluna við myrkrið. 12. bls. Óðinsauga útgáfa D  ​ Ég get lesið – léttlestrarbækur Gosi Grísirnir þrír Gullbrá Mjallhvít Þýð.: Huginn Þór Grétarsson Ég get lesið léttlestrarbækurnar byggja á fjórum mis- munandi erfiðleikastigum eftir því hvar börnin eru stödd í lestri. Þessi sígildu ævintýri eru fallega mynd- skreytt og endursögð til að styðja við lestrarþjálfun. Óðinsauga útgáfa D  ​ Freyja og Fróði Freyja og Fróði eignast gæludýr Freyja og Fróði rífast og sættast Kristjana Friðbjörnsdóttir Myndir: Bergrún Íris Sævarsdóttir Freyju og Fróða langar í gæludýr og hafa ýmsar góðar hugmyndir – þótt sumar séu kannski pínulítið hættu- legar. Og þótt systkinin séu oftast góðir vinir slettist stundum upp á vinskapinn. Þá er gott að kunna leiðir til að róa skapið og sættast aftur. Tvær fjörugar bækur um Freyju og Fróða sem eru alltaf að læra eitthvað nýtt. 32 bls. Forlagið – JPV útgáfa D  ​ Hvernig gleðja á pabba Jean Reagan Þýð.: Björgvin E. Björgvinsson Bókin fjallar um hvernig knáir krakkar geta komið pabba sínum á óvart við hin ýmsu tækifæri. Til þess að það heppnist sem best þarf gott hugmyndaflug, mikla framkvæmdagleði og auga fyrir því sem á vegi verður. Svo þarf að kunna að virkja alla í fjölskyldunni. Kímin og kátleg „Hvernig-bók“. 28 bls. Bókaútgáfan Björk E  ​ Hulduheimar Hafmeyjarif Skýjaeyjan Rosie Banks Þýð.: Arndís Þórarinsdóttir Skemmtilegu sögurnar af spennandi ævintýrum þeirra Evu, Sólrúnar og Jasmín í Hulduheimum hafa öðlast miklar vinsældir meðal íslenskra barna og hér eru tvær nýjar léttlestrarbækur um vinkonurnar hugrökku og átök þeirra við Nöðru drottningu og illþýði hennar. 112 bls. Forlagið – JPV útgáfa G VÆNTANLEG Í MAÍ  ​ Ísland á HM Rússland 2018 Gunnar Helgason Hvað segja landsliðsmennirnir okkar um HM og hver er saga keppninnar? Hver eru óvæntustu úrslit íslenska landsliðsins og hvernig var leið þess á HM í Rússlandi? Hvaða æfingar er gott að gera til að verða betri í fót- bolta? Og hvað ætli Jón Jónsson úr Víti í Vestmanna- eyjum sé að gera núna? Þessi fjöruga bók eftir Gunn- ar Helgason geymir allt þetta og margt fleira og styttir biðina eftir HM í sumar! 56 bls. Forlagið – Mál og menning 2

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==