Table of Contents Table of Contents
Previous Page  10 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 10 / 12 Next Page
Page Background

A

Gormabók 

B

Harðspjalda bók 

C

Hljóðbók 

D

Innbundin bók 

E

Kilja 

F

Rafbók 

G

Sveigjanleg kápa 

I

Endurútgáfa

V o r b ó k a t í ð i n d i 2 0 1 7

A

 ​

Knit your own Lopapeysa

A guide to the Icelandic traditional wool sweater.

Auður Björt Skúladóttir

Íslenska lopapeysan á sér ríka sögu og hefur þróast um

langt árabil. Bókin, sem nú kemur út á ensku, hvetur

til skapandi hugsunar við prjónaskapinn og gefur leið-

beiningar um hvernig megi breyta uppskriftum að vild.

Markmiðið er að gera lopapeysuprjón aðgengilegt og

áhugavert fyrir hvern sem er.

65 bls.

IÐNÚ útgáfa

E

 ​

Leitin að svarta víkingnum

Bergsveinn Birgisson

Þýð.: Eva Hauksdóttir

Snilldarverk Bergsveins Birgissonar er nú komið í kilju.

Leitin að svarta víkingnum

„er veisla“ (Hallgrímur

Helgason) og „stórskemmtileg og hrífandi frásögn“ skv.

Einari Fal Ingólfssyni í Morgunblaðinu sem gaf bókinni

fjórar og hálfa stjörnu. Tilnefnd til Íslensku bókmennta-

verðlaunanna.

416 bls.

Bjartur

E

 ​

Leyndarmál húðarinnar

Allt um stærsta líffærið okkar

Yael Adler

Þýð.: Rakel Fleckenstein Björnsdóttir

Hér fjallar húðsjúkdómalæknirinn Yael Adler á lifandi

og skemmtilegan hátt um húðina og leyndarmál henn-

ar, bæði það fallega sem við njótum og það ljóta sem

við hræðumst og hötum. Hún veitir fjölmörg hollráð og

opnar fyrir nýja sýn á húðina sem gæti hjálpað þér við

að bjarga eigin skinni.

309 bls.

Veröld

C

 ​

Ljón norðursins

Bjarki Bjarnason

Lesari: Bjarki Bjarnason

Ljón norðursins frá Víkum á Skaga var listamannsnafn

Leós Árnasonar sem var um langt skeið umsvifamikill

athafnamaður en sneri síðan baki við borgaralegu líferni

og gaf sig listinni á vald. Í þessari einstöku bók rekur

Leó lífshlaup sitt frá því hann var smaladrengur norður

á Skaga þar til hann siglir á brott á Knerri sannleikans

með óvæntan farþega um borð.

H

 170 mín.

Hljóðbók.is

D

 ​

Náttúrulega sætt

Tobba Marínós

Myndir: Íris Ann Sigurðardóttir

Gómsætir og girnilegir eftirréttir og sætmeti af ýmsu

tagi fyrir börn og fullorðna – án viðbætts sykurs. Með

því að nota ávexti og aðra náttúrulega sætu tekst Tobbu

listavel að flétta saman áhuga sinn á hollu mataræði og

ómótstæðilega sælkerarétti – freistingar sem óhætt er

að falla fyrir.

72 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

E

 ​

Heilbrigðisstefna til framtíðar

Ingimar Einarsson

Í þessu riti er að finna 20 greinar um heilbrigðismál sem

Ingimar Einarsson félags- og stjórnmálafræðingur hefur

skrifað á undanförnum árum. Hér er fjallað á gagn-

rýninn hátt um ýmsar hliðar heilbrigðismála og íslenska

heilbrigðiskerfisins, jafnt stefnumótun og fjármál, lýð-

heilsu, alþjóðasamvinnu og upplýsingatækni í heil-

brigðisþjónustu.

107 bls.

Höfundaútgáfan

G

 ​

Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta!

Jón Yngvi Jóhannsson

Bók sem margir hafa beðið eftir: Matreiðslubók fyrir

ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka

námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira græn-

meti. Fjölskylduvænir, auðveldir og freistandi græn-

metisréttir fyrir byrjendur og lengra komna; góður og

næringarríkur matur sem öll fjölskyldan getur borðað

saman.

136 bls.

Forlagið – Vaka-Helgafell

E ​

F

 ​

Hrakningar á heiðavegum

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson

Úrval af hrakningasögum úr ritröðinni

Hrakningar og

heiðavegir

. Magnaðar frásagnir af hrakningum manna

sem þurftu að takast á við vægðarlaus náttúruöflin fjarri

mannabyggð.

„Þjóðlegur fróðleikur eins og hann gerist æsilegastur.“

– Egill Helgason, Kiljunni

282 bls.

Veröld

G

 ​

Ferðakort – 1:500 000

Ísland

Vandað heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu og

nýjustu upplýsingum um vegi, vegalengdir og vega-

númer. Kortið sýnir allt landið á einu blaði og því fylgir

skrá með yfir 3.000 örnefnum. Ný útg. 2017. Blaðstærð:

78,5 x 110 cm.

Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

IÐNÚ útgáfa

A

 ​

Ísland – Vegaatlas

Vegaatlasinn er í mælikv. 1:200 000 og inniheldur auk

vegakorta ýmis þemakort um gististaði, tjaldsvæði,

söfn, sundlaugar og golfvelli. Ítarleg nafnaskrá fylgir.

Vegaatlasinn er samanlagður (16 x 31 cm) í vandaðri

öskju, 60 cm á breidd. Ný útg. 2017.

Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

82 bls.

IÐNÚ útgáfa

10