Table of Contents Table of Contents
Previous Page  3 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 12 Next Page
Page Background

A

Gormabók 

B

Harðspjalda bók 

C

Hljóðbók 

D

Innbundin bók 

E

Kilja 

F

Rafbók 

G

Sveigjanleg kápa 

I

Endurútgáfa

V o r b ó k a t í ð i n d i 2 0 1 7

E

 ​

Rökkurhæðir

Óttulundur

Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell

Ný og endurbætt útgáfa!

Vigdís er 15 ára. Hún er föðurlaus og einkabarn

móður sinnar sem er mikið í burtu. Á meðan býr hún

hjá ömmu sinni í Óttulundi þar sem hún á sitt annað

heimili. Í fyrsta sinn finnst henni hún ekki algjörlega

velkomin þar. Hún er ásótt af undarlegum draumum

og illum augum. Það er eins og eitthvað í húsinu vilji

henni illt.

144 bls.

Bókabeitan

E

 ​

Rökkurhæðir

Rústirnar

Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir

Ný og endurbætt útgáfa!

Anna Þóra er 14 ára. Hún æfir bæði handbolta og

dans og er virk í félagslífi Rökkurskóla. Hana langar

að gera margt annað en hefur engan tíma til þess. Dag

einn hittir hún undarlega stelpu sem býðst til að sjá um

heimanámið gegn einföldum samningi. Samningi sem

varla er hægt að hafna. Þegar hræðilegir atburðir fara að

gerast í kringum Önnu Þóru er hún viss um að stelpan

eigi sök á þeim.

En þá er orðið of seint að hætta við.

144 bls.

Bókabeitan

Skáldverk

E ​

I

 ​

13 dagar

Árni Þórarinsson

Unglingsstúlka hverfur og þótt lýst sé eftir henni ber

það engan árangur.

13 dagar

er hörkuspennandi og

margslungin saga úr íslenskum samtíma. Árni Þórarins-

son lýsir af stílgáfu og næmi þeirri spillingu sem leynist

í hversdagslífinu, heimi hákarla og hornsíla. Þetta er

tólfta skáldsaga hans.

279 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

E ​

F

 ​

Aflausn

Yrsa Sigurðardóttir

Aflausn

Yrsu „er með allra bestu spennusögum“ (Bryn-

hildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu), „vel uppbyggð, flétt-

an góð og þræðirnir falla saman í lokin (...) spennandi

saga“ (Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu). Þessi

magnaða saga er núna komin út sem kilja og rafbók.

432 bls.

Veröld

E

 ​

Óvættaför 28

Koldó – stríðsmaður norðurslóða

Adam Blade

Þýð.: Árni Árnason

Stríðsmaður norðurslóða, Koldó, hefur verið fjötraður

á grimmilegan hátt. Tom hyggst frelsa þennan góðvætt

en óvænt og yfirgengileg aðkoma Freyju vættameistara

veldur nýrri og skelfilegri hættu.

Léttlestrarbók fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára.

120 bls.

IÐNÚ útgáfa

E

 ​

Strákurinn í kjólnum

DavidWalliams

Þýð.: Guðni Kolbeinsson

Drepfyndin metsölubók um strák sem leynir á sér. Þetta

er fyrsta skáldsaga David Walliams og sú sem að skaut

honum á stjörnuhimin barnabókanna. Ákaflega hlý

og skemmtileg saga. Bók sem hvetur börnin til frekari

yndislesturs! Nú komin í kilju!

240 bls.

Bókafélagið

E

 ​

Vonda frænkan

DavidWalliams

Þýð.: Guðni Kolbeinsson

Enn ein snildarbókin frá þessum frábæra höfundi sem

skrifaði meðal annars

Ömmu glæpon

og

Grimma tann-

lækninn

. Hér í frábærri þýðingu Guðna Kolbeinssonar.

Vonda frænkan

var valinn barnabók ársins 2015 í Bret-

landi. Sprenghlægileg metsöluspennubók um litla

stelpu og ævintýri hennar í krefjandi aðstæðum. Nú

komin í kilju!

420 bls.

Bókafélagið

Ungmennabækur

E

 ​

Innan múranna

Nova Ren Suma

Þýð.: Halla Sverrisdóttir

Utan múranna er Violet sem sér að framadraumar

hennar í ballettheiminum eru að rætast. Innan múr-

anna er Amber sem hefur verið þar svo lengi að hún

man ekki lengur hvernig er að vera frjáls. Orianna er sú

sem tengir þessa tvo heima. Orianna sem veit myrkustu

leyndarmál þeirra allra.

„Orange is the new black swan.“ ***** Amazon

321 bls.

Björt bókaútgáfa – Bókabeitan

3