Table of Contents Table of Contents
Previous Page  4 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 4 / 12 Next Page
Page Background

A

Gormabók 

B

Harðspjalda bók 

C

Hljóðbók 

D

Innbundin bók 

E

Kilja 

F

Rafbók 

G

Sveigjanleg kápa 

I

Endurútgáfa

V o r b ó k a t í ð i n d i 2 0 1 7

E ​

F

 ​

Eftir að þú fórst

Jojo Moyes

Þýð.: Herdís M. Hübner

Louisa Clark lifir tilbreytingarsnauðu lífi og hefur enn

ekki jafnað sig á því að hafa misst ástina í lífi sínu. Veru-

leiki hennar fer á hvolf þegar unglingsstúlka birtist

skyndilega á tröppunum hjá henni. Bókin er sjálfstætt

framhald metsölubókarinnar

Ég fremur en þú

.

429 bls.

Veröld

E

 ​

Eyland

Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Hrollvekjandi ástar- og spennusaga, þar sem Íslands-

sagan tekur óvænta stefnu. Sigríður Hagalín Björns-

dóttir er fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Í fyrstu skáld-

sögu sinni tekst hún á við spurningar um hvað sé að

tilheyra fjölskyldu og vera Íslendingur, hvað sameini

okkur og sundri. Bókin hlaut einróma lof gagnrýnenda,

var tilnefnd til Fjöru- og DV- verðlauna og er væntanleg

á frönsku og þýsku.

240 bls.

Benedikt bókaútgáfa

E​

I

 ​

Ég man þig

Yrsa Sigurðardóttir

Hin magnaða Hesteyrar-saga Yrsu Sigurðardóttur,

Ég

man þig

, hefur nú verið kvikmynduð. Af því tilefni er

hún endurútgefin í kilju. Lestu bókina áður en myndin

kemur!

392 bls.

Veröld

E

 ​

Guð sé oss næstur

Arto Paasilinna

Þýð.: Guðrún Sigurðardóttir

Finnski kranamaðurinn Pirjeri Ryynänen hefur fyrir

sið að horfa til himins úr hásæti stýrishússins, ávarpa

Guð sinn og benda á það sem betur má fara í fallvöltum

heimi.

Dag nokkurn fær kranamaðurinn viðbrögð við ákalli

sínu þegar honum er falið að leysa Guð af í eitt ár eða

svo. Úr verður grípandi og ærslafull frásögn sem kitlar

hláturstaugar lesandans allt frá upphafi til söguloka.

261 bls.

Skrudda

E ​

F

 ​

Heimför

Yaa Gyasi

Þýð.: Ólöf Eldjárn

Systurnar Effia og Esi hittust aldrei, en báðar fæddust á

Gullströndinni í Afríku á 18. öld, þegar þrælasala stóð

sem hæst. Önnur giftist þrælakaupmanni á svæðinu,

hin var seld til Ameríku. Við fylgjum þeim og afkom-

endum þeirra, sjö kynslóðum, í blíðu og stríðu allt til

samtímans. Áhrifamikil metsölubók um hörmungar og

styrk, fjötra og óbilandi baráttu.

416 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

E ​

I

 ​

Allt fer

Steinar Bragi

Smásagnasafnið

Allt fer

vakti mikla athygli fyrir síðustu

jól, hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnt til

Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ímyndunarafl Stein-

ars Braga þekkir engin landamæri og hér nýtur það sín

til hins ýtrasta. „Geipigott smásagnasafn sem fer með

lesandann langt út fyrir þægindarammann.“ – FB/Fbl.

351 bls.

Forlagið – Mál og menning

E ​

F

 ​

Allt sem ég man ekki

Jonas Hassen Khemiri

Þýð.: Þórdís Gísladóttir

Allt sem ég man ekki

hlaut virtustu bókmenntaverðlaun

Svía, Augustpriset, sem besta skáldsaga ársins 2015 og

var jafnframt mikil metsölubók. „Þessi andskotans bók

er meistaraverk.“ Aftonbladet (Svíþjóð)

286 bls.

Bjartur

E ​

F

 ​

Andartak eilífðar

Paul Kalanithi

Þýð.: Ólöf Pétursdóttir

Ógleymanlegur vitnisburður um lífslöngunina and-

spænis dauðanum – einlæg frásögn um samskipti lækn-

is og skjólstæðings eftir mann sem var hvort tveggja.

Paul Kalanithi var aðeins þrjátíu og sex ára og að ljúka

námi í taugaskurðlækningum þegar hann greindist með

fjórða stigs lungnakrabbamein. Hvað gerir lífið þess

virði að lifa því? Hvað gerir maður þegar fótunum er

kippt undan tilverunni?

247 bls.

Forlagið – Vaka-Helgafell

E ​

I ​

F

 ​

Dalalíf

Laun syndarinnar

Logn að kvöldi

Guðrún frá Lundi

Dalalíf

, einn vinsælasti sagnabálkur sem saminn hefur

verið á íslensku, segir frá horfnu samfélagi, iðandi af lífi

og fjöri; draumum og vonum, ást í meinum, lífsbaráttu,

sorgum og átökum. Heillandi sögusvið og fjöldi persóna

sem Guðrún skapaði af listfengi. Hér eru tvö síðustu

bindi þessa stórvirkis komin.

511/656 bls.

Forlagið – Mál og menning

E ​

I

F

 ​

Drungi

Ragnar Jónasson

„Best skrifaða bók Ragnars, full af sálrænum hryllingi

og undirliggjandi heift.“ (Friðrika Benónýsdóttir, Frétta-

blaðinu) „Besta bók Ragnars.“ (Kolbrún Bergþórsdóttir,

Kiljunni) Nú er þessi kyngimagnaða spennusaga komin

út sem kilja og rafbók.

297 bls.

Veröld

4