Table of Contents Table of Contents
Previous Page  5 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 5 / 12 Next Page
Page Background

A

Gormabók 

B

Harðspjalda bók 

C

Hljóðbók 

D

Innbundin bók 

E

Kilja 

F

Rafbók 

G

Sveigjanleg kápa 

I

Endurútgáfa

V o r b ó k a t í ð i n d i 2 0 1 7

E

 ​

Mannsævi

Robert Seethaler

Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir

Áhrifamikil saga um mannlega reisn á örlagatímum og

hæfni til að sigrast á erfiðum aðstæðum, en í bakgrunni

er umbrotasaga 20du aldar.

Mannsævi

hefur farið sigur-

för um heiminn undanfarin ár. „Aðdáunarvert afrek.“

– Die Welt

143 bls.

Bjartur

E ​

F

 ​

Móðurhugur

Kári Tulinius

Móðurhugur

er skáldsaga um ástina, lífið og dauðann,

um mörkin milli skáldskapar og veruleika. Inga er ást-

fangin af transmanninum Abel en ást hennar er ekki

endurgoldin. Móðir Ingu leitar að sátt við sjálfa sig og

aðra, reynir að skilja hvað hefur gerst í lífi dóttur hennar

og Abels, hvað stjórnaði gjörðum þeirra. Þetta er önnur

skáldsaga Kára Tulinius, sú fyrsta var

Píslarvottar án

hæfileika

(2010).

160 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

E

 ​

Neonbiblían

John Kennedy Toole

Þýð.: Uggi Jónsson

Í

Neonbiblíunni

er sagt frá lífinu á fjórða og fimmta

áratug tuttugustu aldar í smábæ í suðurríkjum Banda-

ríkjanna þar sem trúin skipar höfuðsess í lífi þeirra

bæjarbúa sem einhvers mega sín og hafa efni á safnað-

argjöldunum. En það á ekki við um drenginn David og

foreldra hans sem hrekjast út á jaðar samfélagsins.

Af fágætu innsæi er hér lýst kröppum kjörum, von-

lítilli matjurtarækt, mannlegum breyskleika, óvenjulegri

vináttu, miskunnarlausri trú og ofstæki, harmi og missi

af mörgum toga. Og óumflýjanlegu uppgjöri að endingu.

250 bls.

Bókaútgáfan Sæmundur

E ​

I

 ​

Netið

Lilja Sigurðardóttir

Sonja heldur að hún sé sloppin frá samviskulausum

eiturlyfjasölum en þegar sonurinn er enn á ný tekinn af

henni er fjandinn laus. Bankakonan Agla og Bragi toll-

vörður treysta bæði á hana og taugar þeirra allra eru

þandar til hins ýtrasta. Það er útilokað að allt fari vel.

Hröð og þrælskemmtileg spennusaga, sjálfstætt fram-

hald

Gildrunnar

sem kom út 2015.

353 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

E

 ​

Og aftur deyr hún

Ása Marin

Svo virðist sem Alda hafi framið sjálfsmorð en fólkið

sem stendur henni næst á erfitt með að trúa því. Sagan

fléttar saman líf nokkurra einstaklinga sem allir tengj-

ast Öldu og hafa ólíka sýn á líf hennar og dauða. Fyrsta

skáldsaga höfundar

Vegur vindsins

kom út 2015 og

hlaut góðar viðtökur lesanda.

120 bls.

Björt bókaútgáfa – Bókabeitan

G

 ​

Kona frá öðru landi

Sergej Dovlatov

Þýð.: Áslaug Agnarsdóttir

Sergej Dovlatov (1941–1990) var vinsæll rússneskur rit-

höfundur sem skrifaði á annan tug bóka. Í þessari ein-

stöku sögu, sem greinir frá lífi rússneskra innflytjenda í

New York á níunda áratug liðinnar aldar, njóta stílbrögð

hans og frásagnargleði sín vel. Hér segir frá Marúsju

sem yfirgefur heimalandið þar sem hún hefur lifað í

vellystingum og reynir að fóta sig í nýju og flóknara

samfélagi.

170 bls.

Dimma

E

 ​

Konan sem hvarf

Anna Ekberg

Þýð.: Árni Óskarsson

Dag nokkurn kemur ókunnur maður inn á kaffihúsið

sem Louise rekur og segist vera eiginmaður hennar.

Hún heiti Helene, sé tveggja barna móðir og hafi horfið

fyrir þremur árum.

Spennuþrungin saga um svívirðilega glæpi og djúpa

ást þar sem fátt er eins og það lítur út fyrir að vera.

460 bls.

Veröld

E ​

F

 ​

Kviksyndi

Malin Persson Giolito

Þýð.: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir

Fjöldamorð er framið í skóla í auðmannahverfi. Níu

mánuðum síðar kemur hin átján ára Maja fyrir rétt.

Sæta, ríka, klára og vinsæla stelpan er orðin hataðasta

ungmenni Svíþjóðar. Hvað gerði hún – og hvers vegna?

Glæpasaga ársins 2016 í Svíþjóð, snjöll, spennandi og

vel skrifuð saga sem veltir upp ágengum spurningum.

458 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

F

Væntanleg Í MAÍ

 ​

Leitin að Engli Dauðans

Jóhann Fönix

Spennusagan fjallar um ólíkt fólk í breyttum heimi sem

að sumu leyti er grimmari og háskalegri en nútíminn

en að öðru leyti öruggari og upplýstari. Hún gerist eftir

valdarán í Bandaríkjunum árið 2039 þegar nýtt kerfi

hefur tekið við og múr hefur verið reistur við landa-

mæri Kanada til að hindra að borgarar Bandaríkjanna

yfirgefi landið og sæki í meira frelsi.

378 bls.

túri ehf

Dreifing:

www.ebaekur.is

E ​

F

 ​

Löggan

Jo Nesbø

Þýð.: Bjarni Gunnarsson

Lögreglumaður er myrtur á hryllilegan hátt á vettvangi

morðmáls sem hann hafði tekið þátt í að rannsaka.

Nokkrum mánuðum síðar endurtekur sagan sig – og

svo enn einu sinni. Lögreglan stendur ráðþrota og Har-

rys Hole er sárt saknað. Jo Nesbø veldur aðdáendum

sínum ekki vonbrigðum með þessari æsispennandi bók

en sögur hans um Harry og félaga hafa farið sigurför

um heiminn.

583 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

5