Table of Contents Table of Contents
Previous Page  6 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 6 / 12 Next Page
Page Background

A

Gormabók 

B

Harðspjalda bók 

C

Hljóðbók 

D

Innbundin bók 

E

Kilja 

F

Rafbók 

G

Sveigjanleg kápa 

I

Endurútgáfa

V o r b ó k a t í ð i n d i 2 0 1 7

E

 ​

Saga af hjónabandi

Geir Gulliksen

Þýð.: Halla Kjartansdóttir

Hér er á ferðinni nútíma ástarasaga. Hún og Hann eru í

farsælli sambúð – þangað til allt fer í mola. Hvað gerðist

eiginlega? Þetta er áhrifarík saga, köld krufning á heitu

ástarsambandi. „Nösk og grípandi mynd af tilfinninga-

rússibananum sem sambandsvandræði eru.“ – Aften-

posten. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna

Norðurlandaráðs og kemur út í maí, í bókaflokknum

Sólinni.

198 bls.

Benedikt bókaútgáfa

E

 ​

Sagan af barninu sem hvarf

Elena Ferrante

Þýð.: Brynja Cortes Andrésdóttir

Fjórða og síðasta bókin í hinum vinsæla Napólí-fjórleik

sem orðið hafa metsölubækur um heim allan.

Ógleymanlegar bækur um stormasama vináttu

tveggja kvenna frá barnæsku til fullorðinsára.

478 bls.

Bjartur

G

 ​

Smásögur heimsins

II. bindi – Rómanska Ameríka

Carcía Marques, Borges

o.fl

Þýð.: Ingibjörg Haraldsdóttir

o.fl.

Önnur bók í ritröðinni

Smásögur heimsins

. Úrval bestu

smásagna Mið- og Suður-Ameríku og Karíbahafsins

síðustu hundrað árin. Meðal höfunda eru G. Carcía

Marques, Jorge Luis Borges, Cortázar og 19 aðrir.

301 bls.

Bjartur

E ​

I

 ​

Sofðu ást mín

Andri Snær Magnason

Barn leitar að griðastað fyrir randaflugu uppi á hálend-

inu, ungur maður leitar að orði sem nær yfir ástina og

allir draumar rætast þegar fjárfestir kaupir sér risaeðlu

og heldur einkapartí með Duran Duran.

Sofðu ást mín

hlaut mikið lof þegar hún kom út fyrir jólin, enda sýna

sögurnar nýja og persónulega hlið á þessum vinsæla

höfundi.

139 bls.

Forlagið – Mál og menning

E ​

F

 ​

Sonur Lúsífers

Kristina Ohlsson

Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir

Hvers konar skrímsli rænir barni úr leikskóla? Lögfræð-

ingurinn Martin Benner gerir dauðaleit að syni mafíu-

foringjans Lúsífers en einhver vill ekki að Mio finnist.

Kristina Ohlsson hefur hlotið mikið lof fyrir Lúsífer-tví-

leik sinn en

Vefur Lúsífers

kom út árið 2016, íslenskum

spennusagnaaðdáendum til óblandinnar ánægju.

364 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

E

 ​

Orðspor

Juan Gabriel Vasques

Þýð.: Sigrún Á. Eiríksdóttir

Söguhetjan er frægur skopmyndateiknari; samviska

þjóðarinnar. Hann er á hátíndi ferils síns, fjórir áratugir

af skínandi velgengni að baki! En þá fær hann heimsókn

frá ungri konu, sem hefur endaskipti á lífi hans. – Vas-

quez er einhver stærsti höfundur Suður-Ameríku um

þessar mundir. Newsweek taldi þessa bók eina af 10

bestu bókum síðasta árs.

Orðspor

kemur út í maí, í

bókaflokknum Sólinni.

198 bls.

Benedikt bókaútgáfa

E ​

F

 ​

Ósk

Páll Kristinn Pálsson

Fjölskyldumaður greinist á miðjum fertugsaldri með

alvarlegan sjúkdóm. Frá barnæsku hefur hann búið

yfir djúpstæðu leyndarmáli og við að horfast í augu við

dauðann fyllist hann knýjandi þörf fyrir að sannleikur-

inn komi fram í dagsljósið.

Ósk

er skemmtileg, vel skrifuð og vel byggð saga sem

nær lesandanum á sitt vald og heldur honum við efnið.“/

FB, Fréttablaðið.

„Höfundur gerir allt jafn vel, hvort sem snýr að stíl,

uppbyggingu, umhverfi eða persónusköpun.“ SA, Víðsjá

RÚV.

301 bls.

Epos ehf

E ​

I

 ​

Passíusálmarnir

Einar Kárason

Það er ekkert spaug að lenda í skáldum. Ýmsir þekkja

sögu Einars Kárasonar af Eyvindi Stormi, sem lengi bjó í

Danmörku og var lýst sem heldur vafasömum karakter.

Margt var þar mishermt. Hér grípur Stormur til varna

og leiðréttir bæði eitt og annað, en höfundurinn og

fleiri fá þó að skjóta inn sínum sjónarmiðum. Óvenjuleg

og óviðjafnanleg gamansaga.

211 bls.

Forlagið – Mál og menning

E ​

I

 ​

Petsamo

Arnaldur Indriðason

Nyrst í Finnlandi bíður ung kona eftir unnusta sínum.

Stríðið er nýhafið og þau ætla saman heim til Íslands

en hann kemur ekki. Í miðju hernámi er annríki hjá

lögreglunni í Reykjavík: heiftarleg árás á Klambratúni,

sjórekið lík í Nauthólsvík, konu er saknað. – Tuttugasta

bók meistara Arnaldar, margslungin og þétt saga um

glæpi og grimmd á stríðstímum.

341 bls.

Forlagið – Vaka-Helgafell

E

 ​

Rútan

Eugenia Almeida

Þýð.: Katrín Harðardóttir

Í þorpinu sitja ungir elskendur á bar og bíða eftir rút-

unni. Allt gengur sinn vanagang þar til undarlegir

hlutir taka að gerast og enginn getur yfirgefið þorpið.

Íbúarnar safnast saman til þess eins að sjá rútuna þjóta

framhjá kvöld eftir kvöld og andrúmsloftið er þrungið

nánast glaðværri eftirvæntingu. Aðrir sjá þó myrkari

hliðar á málinu.

Rútan

bregður upp ljóðrænni mynd af tíma kúgunar

og einræðis í Argentínu og ógnvekjandi afleiðingum

múgsefjunar og þess að líta undan.

132 bls.

Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi

6