Table of Contents Table of Contents
Previous Page  7 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 7 / 12 Next Page
Page Background

A

Gormabók 

B

Harðspjalda bók 

C

Hljóðbók 

D

Innbundin bók 

E

Kilja 

F

Rafbók 

G

Sveigjanleg kápa 

I

Endurútgáfa

V o r b ó k a t í ð i n d i 2 0 1 7

E

 ​

Valdamiklir menn

Þriðji maðurinn

Jón Pálsson

Atburðirnir við Hafravatn fengu mjög á Þórhall rann-

sóknarlögreglumann, enda virtist um stund sem dagar

hans væru taldir. Hann heldur norður í land, óviss hvað

hann eigi til bragðs að taka með þá vitneskju sem hann

hefur öðlast. Þegar hann sendir samstarfskonu sína,

Brynhildi, í bústaðinn lætur hann hjá líða að greina

henni frá málavöxtum — en það á eftir að draga dilk

á eftir sér. Æsispennandi framhald fyrstu bókarinnar

Valdamiklir menn: Þriðja málið

sem sló í gegn fyrir

jólin.

424 bls.

Höfundaútgáfan

E

 ​

Velkomin til Ameríku

Linda Boström Knausgård

Þýð.: Þórdís Gísladóttir

Stúlkan er hætt að tala og bróðir hennar neglir aftur

dyrnar á herberginu sínu – en móðirin, leikkonan,

segir bjart yfir fjölskyldunni. Ljúfsár, óvenjuleg saga af

uppvexti, sorgarferli, lífsviljanum og fjölskyldu sem er

sundruð og sameinuð í senn.

Þessi önnur skáldsaga Lindu Boström Knausgård

hefur vakið gífurlega athygli og verið tilnefnd til ótal

verðlauna í heimalandinu. Linda er rísandi stjarna í

bókmenntaheiminum. Bókin er sú fyrsta í bókaflokkn-

um Sólinni.

98 bls.

Benedikt bókaútgáfa

E ​

F

 ​

VIKING: The Green Land

Katie Aiken Ritter

Árið er 982. Alþingi hefur dæmt sægarpinn Tiller Tor-

valdsson til þess að halda með öðrum útlögum á haf

út í leit að nýju landi sem sagt er liggja í ókortlögðum

vesturhöfum. Um borð er dularfull kona sem segist vera

í lífshættu og þarfnast hjálpar – en geta þau treyst hvort

öðru? Sagan er byggð á Eiríks sögu rauða og hlaut AWC

bókmenntaverðlaunin árið 2016. Bókin er á ensku og

fæst í Eymundsson.

464 bls.

KTOriginals

E ​

F

 ​

Ævinlega fyrirgefið

Anne B. Ragde

Þýð.: Silja Aðalsteinsdóttir

Framhald sögunnar sem hófst í

Berlínaröspunum

og

hefur notið gífurlegra vinsælda. Torunn flúði frá Nes-

hov og lífinu þar en hún er ekki hamingjusöm. Krumme

og Erlend búa í Kaupmannahöfn og hafa eignast þrjú

börn. Margido býr í Þrándheimi og bregður í brún

þegar Torunn birtist skyndilega. Á hún von um betra líf

heima á Neshov?

303 bls.

Forlagið – Mál og menning

E

I

 ​

Ör

Auður Ava Ólafsdóttir

Jónas Ebeneser er 49 ára fráskilinn og valdalaus karl-

maður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmanns-

hold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mán-

uði. En hann er handlaginn. Þegar hann leggur af stað í

ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur

úr, tekur hann með sér borvél. Auður Ava hlaut Íslensku

bókmenntaverðlaunin og verðlaun bóksala fyrir þessa

bók, sem kemur út í Frakklandi og á Spáni strax í haust.

208 bls.

Benedikt bókaútgáfa

E ​

F

 ​

Speglabókin

Eugen Ovidiu Chirovici

Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir

Í

Speglabókinni

er ekkert sem sýnist, engu hægt að

treysta og minningarnar eru hættulegustu vopnin.

Virðulegur sálfræðiprófessor er myrtur á hrottafenginn

hátt. Mörgum árum síðar reynir umboðsmaður rithöf-

unda að fá botn í handrit sem honum er sent – þar sem

sagt er undan og ofan af því voðaverki. Í þessari óvenju-

legu skáldsögu eru óvæntar vendingar – ekki trúa öllu

sem þú lest.

304 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

E ​

F

 ​

Eddumál

Stúlkan sem enginn saknaði

Jónína Leósdóttir

Ískaldan morgun gengur Edda fram á stúlku sem hefur

verið stungin með hnífi. Hún kallar í lögregluna en

ákveður líka að rannsaka málið sjálf. Meðan á því stend-

ur kynnist hún konu sem trúir henni fyrir viðkvæmu

fjölskylduleyndarmáli. Eins og fyrsta bókin um Edd-

umál,

Konan í blokkinni

, hefur þessi hlotið gríðargóðar

viðtökur meðal lesenda og gagnrýnenda.

329 bls.

Forlagið – Mál og menning

E ​

I

 ​

Svartalogn

Kristín Marja Baldursdóttir

Flóra fer vestur á firði til að mála hús í sjávarþorpi og

kynnist þar organista og þremur útlendum konum sem

vinna í fiski. Allar glíma þær við sorgir – en þær syngja

eins og englar. Þessi heillandi og kröftuga saga Kristínar

Marju fjallar um konur á tímamótum, ást, vináttu og

samfélag sem heldur utan um sitt fólk en heldur því líka

í heljargreipum.

381 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

E ​

F

 ​

Synt með þeim sem drukkna

Lars Mytting

Þýð.: Jón St. Kristjánsson

Þetta er spennusaga, ástarsaga, fjölskyldusaga og ferða-

saga. Hún fjallar um stríð og sár sem gróa ekki – en líka

um það hvernig má að lokum græða þau. Þegar Edvard

missir aldraðan afa sinn vakna spurningar: Hvað kom

fyrir foreldra hans? Hvað gerðist í Frakklandi árið 1971

þegar hann var þriggja ára og hvar var hann niðurkom-

inn í fjóra daga? Hver er hann?

474 bls.

Forlagið – Mál og menning

E ​

I

F

 ​

Tímaþjófurinn

Steinunn Sigurðardóttir

Fáar skáldsögur hafa í seinni tíð orðið vinsælli og vakið

meira umtal en

Tímaþjófurinn

eftir Steinunni Sigurðar-

dóttur. Þessi frumlega ástarsaga hefur heillað lesendur

víða um heim og er nú endurútgefin í kilju í tilefni af

uppfærslu Þjóðleikhússins á leikgerð sem byggir á sög-

unni.

208 bls.

Bjartur

7