Table of Contents Table of Contents
Previous Page  8 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 8 / 12 Next Page
Page Background

A

Gormabók 

B

Harðspjalda bók 

C

Hljóðbók 

D

Innbundin bók 

E

Kilja 

F

Rafbók 

G

Sveigjanleg kápa 

I

Endurútgáfa

V o r b ó k a t í ð i n d i 2 0 1 7

D

 ​

Ljóðasafn

Jón úr Vör

Vegleg heildarútgáfa í tveimur bindum af ljóðum Jóns

úr Vör (1917–2000) sem setti nýjan svip á íslenska

ljóðagerð um miðbik 20. aldar. Tvítugur gaf hann út

fyrstu ljóðabók sína,

Ég ber að dyrum

, en með tíma-

mótaverkinu

Þorpinu

(1946) varð hann þjóðkunnur.

Inngangur um ævi og störf skáldsins eftir Aðalstein

Ásberg Sigurðsson.

744 bls.

Dimma

G

 ​

Óratorrek

Ljóð um samfélagsleg málefni

Eiríkur Örn Norðdahl

Ljóð Eiríks Arnar eru kröftug og nýstárleg, og ný ljóða-

bók eftir hann sætir alltaf tíðindum.

Óratorrek

geymir

23 prósaljóð um málefni samtímans, þar á meðal mat-

arvenjur, hörmungar, EM 2016, ábyrgð, fólksfjölgun,

ástandið á Gaza, fátækt, ástina, bókmenntir, kebab, hið

mannlega ástand, hold og frjósemi þess, hryðjuverk,

fyrirgefninguna og forgangsröðun.

130 bls.

Forlagið – Mál og menning

D

 ​

Tómas Guðmundsson – Ljóðasafn

Tómas Guðmundsson

Formáli: Sölvi Björn Sigurðsson

Tómas Guðmundsson er eitt ástsælasta ljóðskáld

Íslendinga. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína,

Við sundin

blá

, 24 ára gamall en útgefnar ljóðabækur hans áttu

eftir að verða fimm talsins og birtast þær hér saman í

einni bók. Þekktasta ljóðabók Tómasar er án efa

Fagra

veröld

sem sló eftirminnilega í gegn og gerði hann að

þjóðskáldi í einni svipan. Ljóðabækur Tómasar hafa

lengi verið ófáanlegar en koma nú fyrir sjónir lesenda í

nýjum búningi. Væntanleg í maí.

352 bls.

Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi

Fræði og bækur

almenns efnis

G

 ​

171 Ísland

áfangastaðir í alfaraleið

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Ítarleg og stórskemmtileg ferðahandbók sem veitir nýja

sýn á náttúru landsins og varpar ljósi á þjóðarsöguna og

þjóðarsálina. Í þessari nýju útgáfu eru laugum og bað-

stöðum gerð sérstök skil. Að auki er lesandinn leiddur

á staði sem fram að þessu hafa verið á fárra vitorði og

sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum áfangastöðum.

368 bls.

Forlagið – Mál og menning

Ljóð og leikrit

D

 ​

Birtan yfir ánni

ljóðaþýðingar

Gyrðir Elíasson

Yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru

um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum

hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er

að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar.

Eins og í fyrri stórbók hans

Tunglið braust inn í húsið

er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður

en nútímaljóðlistin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri

hluta 20. aldar.

382 bls.

Dimma

G

 ​

Dvalið við dauðalindir

Valdimar Tómasson

Valdimar Tómasson hefur í fyrri bókum sínum sýnt að

hann hefur góð tök á ólíkum tegundum íslensks skálda-

máls og ljóðagerðar. Í þessari bók er að finna tilfinn-

ingarík og fáguð ljóð um það ferðalag sem bíður okkar

allra, á vit dauðans.

32 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

G

 ​

Ég er hér

Soffía Bjarnadóttir

Soffía hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir

ljóð sín og skáldsöguna

Segulskekkju

. Í þessum kröftuga

ljóðabálki yrkir hún um fegurð og grimmd ástarinnar,

um tíma, dauða og endurfæðingu. Bókina prýða kola-

teikningar eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson.

68 bls.

Forlagið – Mál og menning

D

 ​

Íslensk öndvegisljóð

frá Hallgrími Péturssyni til Ingibjargar Haraldsdóttur

Ritstj.: Páll Valsson

Vandað úrval öndvegisljóða frá gullaldartíma íslenskrar

ljóðagerðar, ríflega 300 ára tímabili, frá Hallgrími Pét-

urssyni og til ljóða Þorsteins frá Hamri, Hannesar Pét-

urssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur.

240 bls.

Bjartur

8