Table of Contents Table of Contents
Previous Page  9 / 12 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 12 Next Page
Page Background

A

Gormabók 

B

Harðspjalda bók 

C

Hljóðbók 

D

Innbundin bók 

E

Kilja 

F

Rafbók 

G

Sveigjanleg kápa 

I

Endurútgáfa

V o r b ó k a t í ð i n d i 2 0 1 7

G

 ​

Framúrskarandi dætur

Katherine Zoepf

Þýð.: Katrín Harðardóttir

Líf margra kvenna í Mið-Austurlöndum hefur breyst á

undanförnum árum. Konur eru í meirihluta í háskólum,

vinna utan heimilisins, móta eigin framtíð og storka

núverandi gildum. Þær berjast fyrir auknum réttindum

með trúna að vopni og konur áttu stóran þátt í bylting-

unni sem kennd er við hið arabíska vor. Raddir þessara

ungu kvenna heyrast í þessari bók.

Katherine Zoepf hefur dvalið í Mið-Austurlöndum

í meira en áratug og lýsir flóknum veruleika ungra

kvenna þar á einlægan og hlutlausan hátt.

192 bls.

Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi

D

 ​

Fyrirboðar og tákn

Auðnuspor og ólánsvegir í daglegu lífi

Símon Jón Jóhannsson

Í þessari áhugaverðu og skemmtilegu bók er að finna

skýringar á fjölmörgum táknum og fyrirboðum sem

birtast okkur í daglegu lífi. Hér færðu innsýn í heillandi

veröld þar sem fátt er sem það sýnist. Ómissandi hand-

bók fyrir alla þá sem vilja skilja duldar víddir tilver-

unnar!

330 bls.

Veröld

D

 ​

Garðrækt

í sátt við umhverfið

Bella Linde og Lena Granefelt

Þýð.: Halla Kjartansdóttir

Þetta er garðyrkjubók fyrir alla þá sem rækta mat-

jurtir, hvort sem er í smáum eða stórum stíl. Fjallað er

um hefðbundna og lífræna ræktun, skiptiræktun, sjálf-

bærni, sáningu, áburð, moltugerð, geymsluaðferðir og

margt fleira. Efni bókarinnar hefur verið lagað að ís-

lenskum aðstæðum.

256 bls.

Forlagið – Vaka-Helgafell

G

 ​

Sérkort – 1:200 000

The Golden Circle – Gullfoss

– Geysir – Þingvellir

Vandað og handhægt kort yfir vinsælustu ferðamanna-

leið á Íslandi. Kortið er unnið eftir nýjustu stafrænu

gögnum og inniheldur upplýsingar um vegi, vegalengdir

og ferðaþjónustu. Ný útg. 2017. Blaðstærð: 35 x 94 cm.

Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

IÐNÚ útgáfa

G ​

F

 ​

Handan fyrirgefningar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger

Þegar Þórdís Elva var 16 ára var henni nauðgað af kær-

asta sínum, skiptinemanum Tom Stranger. Rúmum

tuttugu árum síðar skrifa þau í sameiningu áhrifaríka

og magnaða sögu af ferðalagi þvert yfir hnöttinn, frá

ofbeldi til sátta. Bókin kemur samtímis út í Englandi,

Svíþjóð, Þýskalandi, Ástralíu og á Íslandi.

304 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

G ​

F

 ​

8 vikna blóðsykurkúrinn

Michael Mosley

Þýð.: Karl Emil Gunnarsson

Bók fyrir alla sem hafa átt í vandræðum með líkams-

þungann og vilja bæta heilsu og draga úr sjúkdóms-

hættu – án lyfja. Uppskriftir og ráðleggingar um

mataræði, hreyfingu og lífsvenjur. Læknirinn Michael

Mosley er þekktur fyrir metsölubækur sínar og sjón-

varpsþætti um heilsu og bættan lífsstíl.

272 bls.

Forlagið – Vaka-Helgafell

E ​

I ​

F

 ​

Elsku Drauma mín

Minningabók Sigríðar Halldórsdóttur

Vigdís Grímsdóttir

Heillandi minningabók Siggu Halldórs, þar sem hún

lætur hugann reika og rifjar upp minningar um æsku-

heimilið á Gljúfrasteini, foreldra sína, Halldór og Auði

Laxness, undur lífsins, sigra sína og ósigra. Fyndin,

dramatísk og einlæg saga með gáskafullum útúrdúrum,

listilega vel skráð af Vigdísi Grímsdóttur.

303 bls.

Forlagið – JPV útgáfa

G

 ​

Ferðakort 1–5 - 1:250 000

Norðvesturland

Suðvesturland

Norðausturland

Suðausturland

Hálendið

Vönduð landshlutakort með hæðarskyggingu og 50

metra hæðarlínubili auk nýjustu upplýsinga um vegi,

vegalengdir, veganúmer og ferðaþjónustu, s.s. gististaði,

sundlaugar, söfn, friðlýstar minjar, golfvelli

o.fl.

Ný útg.

2017. Blaðstærð: 86 x 110 cm.

Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska.

IÐNÚ útgáfa

G

 ​

Fjallvegahlaup

Stefán Gíslason

Fjallvegahlaup

hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar

50 fjallvega víðs vegar um landið auk veglegs undir-

búningskafla og fjölda góðra ráða. Leiðirnar er hægt að

hlaupa eða ganga, allt eftir getu hvers og eins. Hverri

leið fylgir ítarleg leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, aragrúi

ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður,

auk margs konar fróðleiks um sögu og landafræði leið-

anna sem hlaupnar eru eða gengnar hverju sinni.

Bókin er fyrir allar fjallageitur, hlaupara, náttúruunn-

endur og þá sem vilja takast á við nýjar áskoranir.

336 bls.

Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi

9