Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

12 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nám Ef þú starfar í eldhúsi eða mötuneyti í dag, getur þú hafið vegferð þína til frekari menntun- ar með fagnámskeiðum Eflingar. Í samstarfi við Sæmund Fróða símenntun í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi eru skipulögð þrjú 60 kennslustunda fagnámskeið, eitt að hausti og tvö að vori. Nám á fagnám- skeiðum er metið til eininga sem eru hluti af námi í matvæla- og veitingagreinum, þar á meðal matsveina- og matartæknanámi. • Hægt er að hefja nám á fagnámskeiðum og taka þar áfanga sem eru hluti af námi matsveina og matartækna. Þetta er góður kostur ef viðkomandi vill byrja í námi með vinnu. • Raunfærnimat er valkostur fyrir starfsmenn 23 ára eða eldri og með þriggja ára starfs- reynslu. Mat á raunfærni og viðurkenning út frá settum færniviðmiðum, til dæmis námskrá. Staðfestingu á færni getur einstak- lingur notað til styttingar á námi, til að sýna fram á reynslu eða færni í starfi eða leggja mat á hvernig hann getur styrkt sig í námi eða starfi. Viltu auka möguleika þína í sambærilegum störfum? Matsveina- og matartæknanám er stutt hagnýtt starfsnám sem býður upp á mikla möguleika í nútíma þjóðfélagi. Aðaláhersla í náminu er á hollari matargerð og að geta brugðist við ýmsum sérþörfum bæði heil- brigðra og sjúkra. Einnig að útbúa fínni rétti og öðlast undirstöðu í framreiðslu á mat og góðri þjónustu. Inntökuskilyrði í matsveinanám er að hafa starfað við matargerð að lágmarki 48 vikur í viðurkenndu mötuneyti eða veitingastað. Matsveinanám eru tvær annir í skóla. Inntökuskilyrði í matartæknanám er að hafa lokið námi úr grunnskóla og starfað að lágmarki 36 mánuði í viðurkenndu mötuneyti. Matartæknanám eru þrjár annir í skóla ásamt vinnustaðanámi á heilbrigðisstofnun. Námið er fyrir alla sem starfa eða vilja starfa við matreiðslu og stjórnun í eldhúsum heilbrigð- isstofnana, leik-, grunn- og framhaldsskóla, mötuneytum vinnustaða og á fiski- og flutn- ingaskipum. Með aukinni ferðaþjónustu hefur einnig skapast starfsvettvangur fyrir fólk með þessa menntun. Fagnámskeiðin framundan Efling-stéttarfélag hefur í samvinnu við viðurkennda fræðsluaðila boðið upp á fagnámskeið fyrir starfsmenn á vinnu- markaði. Námskeiðin geta gefið hækkun launaflokka en það fer eftir kjarasamningum. Fagnámskeið II og III, eldhús og mötuneyti Fagnámskeið II hefst: 22. jan.–22. apríl. Kennt: Þri. og fim. frá kl. 15:45–18:50. Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á efling@efling.is Starfar þú í eldhúsi eða mötuneyti? Fagnámskeið III hefst: 29. apríl–22. maí. Kennt: Mán. og mið. frá kl. 15:45–18:50. Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á efling@efling.is Stuðningur í íslensku fyrir nemendur með annað móðurmál. Kennt aukalega mið. frá kl. 15:45-18:50.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==