Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

14 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nám Félagsleg námskeið hjá Eflingu Tvö námskeið eru í boði, hvort námskeið er þrjú skipti. 5., 7. og 12. febrúar Kennt: Þri. og fim. frá kl. 13:00–16:00. Skráningarfrestur til og með 30. janúar 5., 7. og 12. mars Kennt: Þri. og fim. frá kl. 18:00–21:00. Skráningarfrestur til og með 27. febrúar Á tímamótum Ertu að nálgast starfslok? Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi, Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á efling@efling.is Lýsing: Fjallað er meðal annars um tryggingamál, lífeyrisréttindi, áhrif starfsloka á líðan og heilsufar, húsnæðismál, félags- og tómstundastarf og réttindi hjá Eflingu. Mikið af þessu efni auðveldar fólki að fá yfirsýn og gefur hagnýtar upplýsingar yfir það sem huga þarf að við starfslok Kennt: Mið. 13. mars, þri. 19. og fim. 21. mars frá kl. 18:00–21:00. Skráningafrestur til og með 8. mars Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi, Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á efling@efling.is Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistakennari Að fá athygli – skapandi skrif Lýsing: Viltu koma þekkingu þinni og viðhorf- um á framfæri í rituðu máli? Námskeiðið er í formi fyrirlestra en snýst þó einkum um stutt- ar ritunaræfingar sem lagðar eru fyrir þátttak- endur og umræður um þær. Markmiðið er að þátttakendur læri að skrifa betri greinar og færslur og verði dómbær- ari á skrif annarra og meðvitaðri um eigin skoðanaskrif, fái tækifæri til að endurspegla viðfangsefni sín og efnistök í öðru fólki og fræðist um ólíkar leiðir til að skrifa og birta skrif sín. Námskeiðið er 3 skipti. Björg Árnadóttir Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla Fagnámskeið II hefst: 19. febrúar–3. apríl. Kennt: þri./ mið./fim. frá kl. 8:30–12:10. Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á efling@efling.is Lýsing: Námið er fyrir starfsmenn leikskóla. Það er ætlað einstaklingum sem eru eldri en 20 ára, hafa stutta skólagöngu og vinna á leikskólum. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í leikskólaliðabrú. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í samstarfi Mímis og Eflingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==