Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

23 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nám Stuðningur og styrkir til náms Árið í tölum Það er mikilvægt að hlúa að mannauð fyrir- tækja og veita viðeigandi fræðslu. Ávinn- ingurinn er margþættur, en með viðeig- andi fræðslu er meðal annars hægt að stuðla að aukinni starfsánægju en ánægður starfsmaður leiðir alla jafna af sér ánægð- an viðskiptavin. Góð jafna sem vert er að hafa í huga, segir Lísbet Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Starfsafls. Til viðbótar við það að efla starfsánægju eða þekkingu í starfi þá eiga sér sífellt stað breytingar sem geta haft áhrif á starfsum- hverfi fyrirtækja, s.s með auknum lagalegum kröfum um menntun starfsfólks. Sem dæmi þar má nefna lög sem taka til endurmenntun- ar atvinnubílstjóra. Starfsafl styrkir þá endur- menntun eins og reglur segja til um og hefur markvisst kynnt það til fyrirtækja. Sú kynning hefur skilað sér vel til fyrirtækja og hafa fyrirtæki sem greiða þessi námskeið að fullu fyrir sína bílstjóra sótt um styrk vegna þessa og nemur styrkupphæð 75% af námskeiðsgjaldi. Greiddir styrkir voru flestir vegna endur- menntunar atvinnubílstjóra, alls um 10 milljónir á árinu og náðu til tæplega 1200 bílstjóra. Það er um fimmtungur allra greiddra styrkja hjá Starfsafli árið 2018. Hér er vert að hafa í huga að endurmenntunin er alls fimm námskeiðs- hlutar og í mörgum tilfellum sótti sami bílstjór- inn fleiri en eitt námskeið. Annað nám sem verður til vegna breytinga á laga- og/eða rekstrarumhverfi fyrirtækja er nám dyravarða. Það er meðal annars ætlað starfandi dyravörðum og aðeins þeir sem lokið hafa námskeiði og sem lögreglustjóri hefur samþykkt, geta starfað sem dyraverðir. Vegna þessa fór fjöldi dyravarða á námskeið og var styrkur Starfsafls vegna þessa um milljón krónur og náði til um 30 dyravarða. Önnur námskeið sem styrkt voru eftirfarandi: • Styrkir til meiraprófa og ADR námskeiða voru rétt um 1,2 milljónir og náðu til 22 bílstjóra. • Styrkir til frumnámskeiða og minni vinnu- vélanámskeiða, svo sem lyftaranámskeiða, tæplega 5 milljónir. Á bak við þær tölur eru vel á annað hundrað einstaklingar. • Um 6 milljónir króna vegna íslenskunám- skeiða sem náðu til um 250 einstaklinga. • Rétt undir 6 milljónum og 1400 starfsmenn voru styrktir vegna námskeiða sem hafa með skyndihjálp og öryggi að gera. Þess utan er sótt í sjóðinn vegna ýmissa námskeiða, svo sem samskipta, gæðamála, þernu- og þjónustunámskeiða. Af nógu er að taka og gaman að sjá hversu metnaðarfullt starf er víða innan fyrirtækja í starfsmennta- málum og fagnar Starfsafl því að geta lagt afl á vogarskálarnar. Mímir býður upp á raunfærnimat í: • Leikskólaliða • Félagsliða • Stuðningsfulltrúa • Félagsmála- og tómstundaliða Viltu fá reynslu þína metna? Raunfærnimat Raunfærni er samanlögð færni sem fólk hefur náð með ýmsum hætti s.s. úr starfi, námi og félagsstörfum. Niðurstöður má t.d. nýta sér til styttingar á námi og/eða til að eflast í starfi. Raunfærnimat og ráðgjöf er þátttakendum að kostnaðarlausu. • Í ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði • Verslun og þjónustu • Almennri starfshæfni Nánari upplýsingar veita náms- og starfsráðgjafar á radgjof@mimir.is eða í síma 580 1800 Lísbet Einarsdóttir framkvæmdastjóri Starfsafls Um Starfsafl: Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grund- velli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==