Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

25 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Útskriftir Fagnám – umönnun - segir Kesarin S. Daengardóttir Ég hvet alla á námskeið Kesarin S. Daengardóttir eða Kata eins og hún kallar sig var ein af þeim sem lauk fagnámskeiði í umönnun. Þetta er eitt- hvað sem ég hefði átt að vera löngu búin að gera, segir hún. Kata hefur unnið við umönnun á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í að vera níu ár og segir að námið hafi bæði verið spennandi og fræðandi. Við lærðum heilmargt, hvernig á að nota hjálpartæki við vinnu og hvernig á að beita sér rétt, um heilabilun, lyfjafræði, hreinlæti o.fl . Það sem mér fannst mest spennandi var að læra um samskipti hjá Jónu Margréti kennara. Það er eitthvað sem nýtist manni ekki bara í vinnunni heldur til lífstíðar. Kata segir einnig gott að hafa farið yfir rétta líkamsbeitingu en hún hafi ekki fengið kennslu í því fyrr. Það hjálpar mér mjög mikið í vinnunni, t.d. að beygja sig rétt niður til að eyðileggja ekki á mér bakið. Námið fór fram þrisvar í viku frá kl. 14–16:30 og var kennt upp í Mími. Við fórum líka á nokkra aðra staði eins og Landakot, Grund og Hrafnistu og það var mjög gaman. Aðspurð hvað taki við eftir fyrsta fagnám- skeiðið segir Kata að hún sé að hugsa um að fara á fagnámskeið II og svo ætli hún að sjá til hvort hún fari áfram í félagsliðann eða sjúkraliðann. Ég er búin að fá svo mikinn stuðning frá vinnufélögum mínum sem eru búnir með nám og þeir hafa hvatt mig áfram. Ég vil líka hvetja alla til að fara á fagnám- skeið sem það geta, það er mikil fræðsla í boði, ekki bíða jafn lengi og ég, segir Kata að lokum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==