Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

26 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Útskriftir VISKA verkefnið Erasmus þróunarverkefni Um verkefnið: VISKA (Viseble Skills of Adults) er Erasm- us þróunarverkefni (með fjórum þátttöku­ löndum) sem hefur það að markmiði að aðstoða innflytjendur við að fá þekkingu sína og reynslu metna til móts við námsskrá í iðngrein eða á móti viðmiðum starfa. Á Íslandi er ætlunin að skoða stöðuna í gegn- um raunfærnimatsferli, hjá pólskum innflytj- endum. Ferlið er það sama og í hefðbundnu raunfærnimati en í þessu verkefni verð- ur að auki boðið uppá túlkaþjónustu og öll viðeigandi gögn verða þýdd á pólsku. Þetta er því frábært tækifæri fyrir þá Pólverja sem ekki tala íslensku að fá þekkingu sína og reynslu metna. Þeir sem tala íslensku eða ensku eru að sjálfsögðu líka velkomnir í verk- efnið. Ávinningur einstaklingsins af því að láta meta sig felst einkum í því að fá yfirsýn yfir færni sína og þekkingu, fá skráða í íslenskt skólakerfi þá áfanga sem fengust metnir í löggiltum iðngreinum og hæfnistaðfestingu í greinum sem metnar eru á móti viðmið- um starfa. Einnig er boðið upp á aðstoð náms-og starfsráðgjafa við að skoða næstu mögulegu skref í námi eða starfi. Þátttaka í verkefninu er kostnaðarlaus. Inntökuskilyrði eru: – 23 ára aldur. – Þriggja ára starfsreynsla í greininni og þar af a.m.k. sex mánaða starfsreynsla á íslenskum vinnumarkaði í greininni (skila þarf opinberum gögnum til að staðfesta vinnutímann – oftast lífeyrissjóðsyfirliti). Meira um verkefnið á: https://idan.is/ um-okkur/throunarverkefni/viska/ Fagnám – leikskólaliða

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==