Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramál Kjarasamningarnir framundan Fjármálaráðherra og kjör láglaunafólks Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag að einungis 1% af starfandi fólki væri á lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Þetta er eins villandi og nokkuð getur verið. Umsömd lágmarkslaun á árinu 2017 voru 280 þúsund krónur og á árinu 2018 voru þau 300 þús. kr. á mánuði. Samkvæmt launakönnunum Hagstofu Íslands voru árið 2017 tæplega 40% fullvinnandi verkafólks með umsamin lágmarkslaun eða minna í grunnlaun. Helmingur verkafólks var með 301.000 kr. eða minna í grunnlaun og 384.000 í reglu- leg laun (að teknu tilliti til álags vegna vakta- vinnu og eftirvinnu, fastrar yfirvinnu bónusa og kostnaðargreiðslna). Inn í það mat vantar þó láglaunafólk í ferðaþjónustu, sem er stór hópur og mat Hagstofunnar telst því vera í neðri kantinum. Ef horft er yfir allan almenna vinnumarkað- inn voru 20% með 304 þús. kr. á mánuði eða minna í grunnlaun og 379 þús. í regluleg laun samkvæmt nýjustu launakönnun Hagstof- unnar. Menn geta svo bætt afkomu sína með greiddri yfirvinnu. Það gerir verkafólk í mikl- um mæli, enda er ekki hægt að draga fram lífið á Íslandi á lægstu launum nema með mikilli yfirvinnu. En þá mæta menn fjármálaráðherranum sem tekur 36,9% af yfirvinnutekjum láglaunafólks í staðgreiðslu tekjuskatts. Ríka fólkið sem bætir við sig fjármagnstekjum greiðir hins vegar einungis 22% af þeim í beina skatta (fjár- magnstekjuskatt) – óháð tekjuupphæð. Skattlagning fátæktarkjara Árið 1996 og fyrr voru lágmarkslaun á vinnu- markaði, sem og óskertur lífeyrir TR, skatt- frjáls í tekjuskattskerfinu. Í dag greiðir fólk á lágmarkslaunum hins vegar umtalsverðan tekjuskatt af laun- um sínum – jafnvel þó launin dugi ekki fyrir lágmarks framfærslukostnaði samkvæmt viðmiði velferðarráðuneytisins. Það er afleiðing af því að skattlagn- ing lægstu launa hefur aukist umtals- vert umfram skattbyrði hæstu tekjuhópa frá 1996 til 2018 (sjá um það hér: https:// kjarninn.is/skodun/2018-10-12-stora-skatta- tilfaerslan/ og skýrslu ASÍ frá 2016: https:// www.asi.is/media/313630/skattbyrdi-launa- folks-1998-2016.pdf ). Skattlagning lágra launa setur því stórt strik í afkomu láglaunafólks á Íslandi nú á dögum. Þetta er sýnt í meðfylgjandi töflu sem sýnir tekjur, staðgreiðslu og framfærslukostnað hjá einstaklingum sem eru með laun á bilinu 275.000 og 525.000 krónur á mánuði. Allar tölurnar í töflunni miðast við árið 2018. Af töflunni má sjá að vegna beinnar skatt- lagningar launa, allt að 500 þúsund krónum á mánuði, þá duga tekjurnar ekki fyrir fram- færslukostnaði , eins og velferðarráðuneytið hefur metið hann (sjá dálkinn “Afkoma”, lengst til hægri). Sá sem er með 300 þús. kr. á mánuði (lína 2) fær útborgaðar 235.508 krónur eftir skatt og iðgjöld í lífeyrissjóð. Framfærslukostnað- ur hans án húsnæðiskostnaðar er 228.850. - eftir Stefán Ólafsson Laun, skattar og framfærslukostnaður á mánuði árið 2018 Laun á mánuði Afdregin staðgreiðsla Afdregin iðgjöld í lífeyrissjóð Útborguð laun Framfærsla án húsnæðis Framfærsla* með húsnæði Afkoma -132.627 -117.492 -102.358 -72.089 -41.820 -11.551 18.717 353.000 353.000 353.000 353.000 353.000 353.000 353.000 228.850 228.850 228.850 228.850 228.850 228.850 228.850 220.373 235.508 250.642 280.9 1 1 3 1 1 .1 80 341 .449 37 1 .7 1 7 1 1.000 12.000 13.000 15.000 17.000 19.000 21.000 43.627 52.492 61.358 79.089 96.820 1 14. 55 1 132.283 275.000 300.000 325.000 375.000 425.000 475.000 525.000 *Miðað við algjört lágmark húsnæðiskostnaðar (125 þús. á mánuði). Skýring: Afkoma er útborguð laun að frádregnumframfærslukostnaði með lágmarkshúsnæðiskostnaði

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==