Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

6 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaraviðræður Þekkir þú kröfugerð Eflingar? Hér er helstu spurningum um hana svarað Kröfugerð Eflingar – spurt og svarað Hverjar eru kröfur Eflingar? Stærsta og veigamesta krafa Eflingar er að lægstu grunnlaun á mánuði fyrir fulla dagvinnu hækki í 425 þúsund. Þetta er hækkun úr 300 þúsund sem samkvæmt núgildandi samningi er „lágmarkstekjutrygging“.* Hækkunin verði gerð í þrepum yfir samningstímann sem gert er ráð fyrir að verði 3 ár. Þannig myndu mánaðarlaun hækka um 41–42 þúsund á árs fresti í þrjú ár. Þess er krafist að sams konar krónutöluhækk- un, ekki prósentuhækkun, verði gerð á öll laun sem eru ofan við 300 þúsund krónurnar. Kröfu- gerð VR hljóðar upp á sömu upphæðir. Auk þess hefur Efling sett fram ýmsar fleiri kröfur um önnur atriði kjarasamnings og má sjá þær í kröfugerðarskjali á heimasíðu Eflingar. Kröfugerð Eflingar var unnin í samráði við Starfsgreinasambandið, landssamband þeirra sem vinna almenn verkamannastörf, og er samhljóða henni. Einnig var sett fram kröfu- gerð á hendur stjórnvöldum þar sem aðalkraf- an er um leiðréttingu skattbyrði og aðgerðir í húsnæðis- og vaxtamálum. * Lægstu grunnlaun í dag samkvæmt launatöflum eru þó allt niður í 267 þúsund (og geta verið enn lægri fyrir yngri en 20 ára), en þeir sem eru á launum lægri en 300 þúsund fá sérstaka uppbót greidda til að ná 300 þúsund króna lágmarkstekjum. Hvers vegna 425 þúsund? Afstaða Eflingar er að dagvinnulaun fyrir fulla vinnu eigi að nægja til að fólk geti lifað af þeim. Miðað við tölur hins opinbera um framfærslukostnað (viðmið frá Velferðarráðu- neytinu) og mjög hóflega áætlaðan húsnæð- iskostnað (byggt á kjarakönnun Eflingar) er framfærslukostnaður einstaklings um 353 þúsund á mánuði. Það gefur auga leið að hækka þarf lágmarkslaun verulega til að mæta þessum kostnaði. Með hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund og óbreyttri skattlagningu ná ráðstöfunar­ tekjur ekki upp í framfærslukostnað, en eru þó mun nær því. Efling hefur jafnframt gert þá kröfu á hendur ríkinu að það leiðrétti „stóru skattatilfærsluna“ og lækki skatta á lægstu laun. Þannig mætti ná því sem upp á vantar og gera fólki kleift að lifa af lægstu launum. Stjórnvöld þyrftu þá að hækka persónuafslátt upp í tæp 96 þúsund á mánuði frá því sem nú er. Ef stjórnvöld ganga alla leið í því að gera lægstu laun skattfrjáls þyrfti ekki að hækka lágmarkslaun nema upp í tæp 368 þúsund á mánuði. Hægt er að sjá greinina ásamt töflum sem sýna ráðstöfunartekjur miðað við núverandi lágmarkslaun, miðað við kröfugerð og miðað við aðkomu ríkis, á heimasíðu Eflingar, www. efling.is Geta atvinnurekendur staðið undir þessum launahækkunum? Allt frá því kröfugerðir Eflingar, SGS og VR komu fram hafa atvinnurekendur haldið því fram að þeir geti ekki staðið undir þessum kröfum – fyrirtækin muni fara í gjaldþrot og samfélagið á hliðina. Atvinnurekendur hafa haldið nákvæmlega sams konar fullyrðing- um fram í hvert skipti sem kjarasamningar standa fyrir dyrum, síðast 2015 þegar gerðir voru samningar um ágætar launahækkanir. Þá var því spáð að samningarnir myndu leiða til óðaverðbólgu og hvers kyns hörmunga. Engar af þeim hrakspám rættust. Engu að síður er það auðvitað vont ef óþarf- lega háar launagreiðslur sliga atvinnurekend- ur. Afstaða Eflingar er að þá eigi að byrja á ofurlaunum, fjármagnstekjum og bónus- um þeirra hæst launuðu, en þau laun eru úr öllum hlutföllum og hafa hækkað gríðarlega í samanburði við önnur laun á liðnum árum. Afstaða Eflingar er að kjarasamningar eigi að leiða til aukins jöfnuðar, ekki að öll laun hækki í sömu hlutföllum. Kröfugerðin í heild sinni er á heimasíðu Eflingar, www.efling.is https://efling.is Nýttu þér heimasíðu Eflingar www.efling.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==