Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

7 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Dómsmál Sigur í dómsmáli - eftir Karl Ó. Karlsson Félagsmaður Eflingar hefur betur í Hæstarétti Nýverið var fyrirtækið Sinnum dæmt í Hæstarétti til að greiða félagsmanni Eflingar þriggja mánaða vangoldin laun, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Með dóminum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðs- dóms Reykjavíkur þess efnis að félags- maðurinn, Natalie Bonpimai, teldist eiga rétt til greiðslu launa vegna slyss á leið úr vinnu, en eins og kunnugt er á starfsmað- ur ríkari launarétt samkvæmt kjarasamningi (samanborið við veikindalaunarétt) ef hann forfallast af völdum vinnuslyss eða slyss á beinni leið til eða frá vinnu . Karl Ó. Karls- son, lögmaður Eflingar annaðist um rekstur málsins á báðum dómstigum og segir hann að niðurstaða Hæstaréttar sé í senn merki- leg og mikilvæg. Málsatvik voru í stuttu máli þau að Natalie sinnti heimaþjónustu fyrir Sinnum á mismun- andi stöðum, m.a. á heimilum skjólstæðinga fyrirtækisins. Þegar slysið varð hafði Natalie lokið störfum, einu sinni sem oftar, á tilteknu heimili í Sjálandshverfi, Garðabæ. Á þess- um tíma leigði Natalie herbergi í Reykjavík, en var með skráð lögheimili hjá foreldrum sínum í Kópavogi. Eftir að hafa lokið störf- um ók Natalie eins og hún var vön áleiðis eftir Hafnarfjarðarvegi og hugðist aka áfram Kringlumýrarbraut inn til Reykjavíkur, þar sem hún bjó. Vegna framkvæmda tók hún ákvörðun um að beygja út af þeirri leið sem hún var vön að fara undir þessum kringum- stæðum. Ók hún út af Hafnarfjarðarvegi/ Kringlumýrarbraut inn á Nýbýlaveg í Kópa- vogi og síðan áfram eftir Reykjanesbraut og í framhaldi Sæbraut áleiðis til Reykjavíkur. Á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs í Reykjavík lenti Natalie í árekstri. Óumdeilt var að þessi leið sem Natalie valdi var ekki sú leið sem hún var vön að fara þegar hún lauk störfum á þessum stað í Garðabæ og að leiðin hafi verið talvert lengri heldur en stysta leið frá vinnustað hennar í Garðabæ, til heimilis hennar í Reykjavík. Í vel rökstuddum forsendum héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti, segir m.a: Þykir dómnum ekki sjálfgefið að skilja eigi orða- sambandið „bein leið“ þannig að það feli í sér skyldu fyrir launþega að fara stystu leið milli heimilis og vinnustaðar. Er alkunna að á annatíma í umferðinni kunna leiðir að vera misjafnlega seinfarnar eftir umferðar- þunga og getur ökumaður talið skynsamlegt að víkja frá stystu leið og talið sig þannig flýta fyrir sér. Hvað sem líður ætluðu rétt- mæti slíkra ákvarðana verður að telja þær hluta af eðlilegri háttsemi ökumanna. Það er mat dómsins að sú leið sem stefnandi valdi umrætt sinn fari um umferðaræðar sem almennt eru notaðar til að komast milli viðkomandi bæjarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu og með hliðsjón af þeim tíma sem leið frá því að vinnu hennar lauk umræddan dag og þar til slysið átti sér stað sé ekki varhugar- vert að telja að það hafi orðið á „beinni leið“ hennar frá vinnu í skilningi ákvæðisins. Skiptir því ekki máli að mati dómsins hvort talist geti sannað að vegaframkvæmdir hafi staðið yfir á Kringlumýrarbraut á umræddum tíma. Dómurinn hefur að mati Karls fordæmis- gildi við úrlausn sambærilegra álitamála um hvenær starfsmaður teljist vera á „beinni leið til eða frá vinnu“ í skilningi kjarasamn- ings. Í tilviki Natalie fór hún beina leið, þó ekki stystu leið, úr vinnu án þess að óeðli- legt rof hafi orðið á ferð hennar. Dómurinn mælir einnig skýrt fyrir um að heimili í skiln- ingi kjarasamnings teljist vera sá staður sem starfsmaður sannanlega heldur heimili sitt, en sá staður þarf ekki endilega að vera skráð lögheimili starfsmanns. Loks er dómurinn skýrt fordæmi um það að atvinnurekanda er með öllu óheimilt að beita frádrætti frá kröfu starfsmanns um greiðslu forfallalauna, þó starfsmaðurinn hafið notið greiðslna frá þriðja aðila á sama tímabili og krafa um forfallalaun nær yfir. Karl Ó. Karlsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==