Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2018

20 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Íslenskukennsla Að mínu mati opnar íslenska margar dyr að því að vera farsæll sem innflytjandi á Íslandi, það er eitt af lykilatriðunum sem hjálpar okkur innflytjendum að byggja framtíð okkar hér á Íslandi Aneta M. Matuszewska hefur hjálpað fjölda Pólverja við að ná tökum á íslensku og veitt þeim þannig betra tækifæri á að nýta menntun sína og reynslu í samfélaginu hér á landi. Hún er skólastjóri Retor Fræðslu sem sérhæfir sig í íslenskukennslu fyrir innflytjend- ur en þegar hún kom til landsins fyrir mörgum árum sem au-pair kunni hún ekki málið. Hún segir það hafa verið bestu fjárfestingu lífs síns að læra íslensku. Ég gæti ekki unnið við það sem ég geri í dag og hafði alltaf dreymt um að gera kynni ég ekki málið. Aneta stofnaði skólann Retor Fræðslu árið 2008. Við byrjuðum í húsnæði í Kópavogin- um en fluttum í stærra húsnæði 2010 í Hlíða- smára 8 en í því eru fimm fullbúnar kennslu- stofur. Fimm fastráðnir starfsmenn eru við skólann en með verktökum vinna allt að fimmt- - segir Aneta M. Matuszewska, skólastjóri Retor Fræðslu án manns við skólann og kennslu. fimmtán Við sérhæfum okkur í íslenskukennslu ásamt ýmiss konar fræðslu fyrir innflytjendur. Þó að Pólverjar séu vissulega stærsti kúnnahópur Retor Fræðslu þá bjóðum við nú þegar uppá mikla þjónustu fyrir blandaða hópa til dæmis í gegnum fyrirtækjalausnirnar okkar. Verkefnið hefur það að meginmarkmiði að gera íslensku að leiðandi tungumáli í samskiptum. Íslenska opnar dyr inn í framtíðina Um leið og ég ákvað að setjast hér að, tók ég þá ákvörðun um að læra íslensku, segir Aneta en hún kom hingað til lands sem au-pa- ir og kunni þá ekki stakt orð í íslensku en það auðveldaði henni að hún er enskumælandi. Ég ákvað að gefa Íslandi tækifæri í stað þess að snúa aftur heim og bara prófa að búa hér á landinu og sjá hvernig menningin væri og sjá mér fyrir atvinnutækifærum. Ég vildi kynnast Íslandi betur, ég hugsaði að það væri betra að láta á það reyna heldur en að sjá eftir því. Ég lærði fyrst algjöran grunn í íslensku, stök orð sem ég þurfti að kunna í daglegum samskipt- um við fjölskylduna og ég var svo heppin að fá tækifæri til að sitja námskeið. Aðspurð af hverju það hafi verið henni svo mikilvægt að læra Besta fjárfesting lífs míns að læra íslensku málið, segir hún. Fyrst og fremst af virðingu og mér fannst það sjálfsagt en einnig því það var næsta skrefið í átt að fleiri atvinnutækifærum. Að mínu mati opnar íslenska margar dyr að því að vera farsæll sem innflytjandi á Íslandi, það er eitt af lykilatriðunum sem hjálpar okkur innflytj- endum að byggja framtíð okkar hér á Íslandi. Hugmyndin að skóla kviknar Ég vann átta ár sem starfsmaður á leikskóla en á þeim tíma var ég líka með fræðslu fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég fékk því margar hugmyndir að því hvernig mætti bæta þessa þjónustu við samlanda mína og þannig varð skólinn til. Við erum næst stærsti fræðslu- aðilinn sem sinnir íslenskukennslu fyrir innflytj- endur og stefnum að því að vera í fyrsta sæti. Við erum með um þúsund nemendur á ári en með því að snúa okkur í meira mæli að þjón- ustu við fyrirtæki náum við til fleiri. Við vilj- um hjálpa innflytjendum við að læra málið en einnig viljum við breyta viðhorfi ríkisvaldsins til íslenskukennslu og tungumálaverndar hér á landinu. Vegna stefnuleysis stjórnvalda varðandi íslenskukennslu í dag þá tekur enskan yfir á vinnustöðum en það er að gerast í dag.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==