Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

12 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjarabaráttan Vaxandi ójöfnuður er viðvörunarbjalla Mánudaginn 4. júní efndi Efling til fyrsta fundarins af þremur í fundaröðinni Stóra myndin . Fundunum er ætlað að setja mikilvæg mál á dagskrá umræðunnar í aðdraganda kjarasamningavetrar. Fundur- inn 4.júní bar yfirskriftina Þjóðarsáttin og þróun ójöfnuðar á Íslandi og flutti Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Ísland þar upphafserindi áður en boðið var til pallborðsumræðna. Stefán er höfundur bókarinnar Ójöfnuður á Íslandi ásamt Arnaldi Sölva Kristjánssyni og byggðist erindi hans á niðurstöðum bókarinnar. Stefán lýsti í erindi sínu þeirri þróun í átt að auknum ójöfnuði sem einkennt hefur íslenskt samfélag síðustu áratugi, með tímabund- inni snaraukningu á góðærisárunum á fyrsta áratug 21. aldar og svo bakslagi í Hruninu 2008. Tímabilið 1945–1995 var tímabil mikils jöfnuðar hér á landi og var Ísland þá eitt mesta jafnaðarsamfélag heims. Að frátöldu Hruninu er ljóst að ójöfnuður hefur aukist óðfluga eftir árið 1995 og er nú mun meiri en gerist á hinum Norðurlöndunum. Fjármálakerfið drífur aukinn ójöfnuð Í rannsóknum sínum rekur Stefán orsakir ójöfn- uðar til tveggja þátta: Annars vegar innreið- ar og hraðs vaxtar fjármálakerfisins í kjölfar einkavæðingar og alþjóðavæðingar á síðasta áratug 20. aldar og í kringum árið 2000 og hins vegar breytinga á skatta- og velferðarstefnu stjórnvalda. Stefán fjallaði í erindi sínu sérstaklega um Þjóðarsáttarsamningana 1990 og áhrif þeirra á þróun ójöfnuðar á Íslandi, en ASÍ hefur fjall- að mikið um Þjóðarsáttarsamningana í nýlegu kynningarefni. Ljóst er að sú aukning ójöfnuðar sem Stefán hefur sýnt fram á eftir 1995 kemur engan veginn heim og saman við þá mynd sem ASÍ hefur dregið upp í kynningarefni sínu. Kaupmáttur jókst meira fyrir Þjóðarsátt Samkvæmt Stefáni voru sveiflur tímabilsins fyrir 1990 fyrst og fremst afleiðing gengisfell- inga en ekki afleiðing af tilteknum aðferðum við kjarabaráttu. Stefán hafnaði þeirri sögu- skoðun að verkalýðshreyfingin hafi á þessum árum farið villur vega og benti á að í ljósi vilja ríkisvalds og útgerðarinnar til að beita gengis- fellingum hafi verið mjög eðlilegt að hreyfingin krefðist hárra rauntöluhækkana. Þá rýndi Stefán ítarlega í þróun kaupmáttar fyrir og eftir 1990 og tók inn í myndina bæði ráðstöfunartekjur og einkaneyslu. Samantekin niðurstaða hans er að kaupmáttaraukningin var að meðaltali í kringum 4% á ári fyrir Þjóðar- sátt, en milli 2 og 2,5% á ári að meðaltali eftir Þjóðarsátt. Umræddar kaupmáttarbreytingar eiga jafnt við um ólíka launahópa og eru ekki frábrugðnar fyrir verka- og láglaunafólk, nema að því leyti að hlutur þeirra í heildartekjum fer minnkandi eftir 1995 sökum aukins ójöfnuðar. Því er ljóst að sú fullyrðing að kaupmáttaraukn- ing hafi verið meiri eftir Þjóðarsáttina stenst ekki skoðun. Ójöfnuður hefur áhrif á lýðheilsu, glæpi og lýðræðisþátttöku Þegar Stefán hafði lokið máli sínu tóku við pallborðsumræður. Guðmundur Jónsson sér­ fræðingur í hagsögu og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands kallaði bók Stefáns og Arnaldar Ójöfnuður á Íslandi grundvallarrit og sagði rannsóknir hans hafa skapað sammæli meðal fræðimanna um að aukning ójöfnuðar sé staðreynd sem og um hverjar orsakir þeirrar aukningar séu. Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrota- fræðingur rökstuddi með vísun í rannsóknir að fátækt ein og sér sé ekki eina rót félagslegra vandamála, heldur hafi ójöfnuður mikið að segja. Það sé ekki nóg að kjör hinna verst settu batni lítillega á sama tíma og hin ríku fá vaxandi hlutdeild í heildartekjum. Gestum sárnaði málflutningur ASÍ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, sagði að samkvæmt eigin rannsóknum væri það raunin að þorri auðs og eigna hefði færst á hendur æ færri einstaklinga og að aukning ójöfnuðar væri viðvörunarbjalla sem hlusta ætti á. Allmargir úr hópi fundargesta lögðu til mála í umræðum. Einn fundargestur sem mundi eftir tímabili eftirstríðsáranna sagði að sér sárnaði málflutningur ASÍ um að kjarabarátta fyrir Þjóðarsáttina hafi verið á villigötum. Hann benti á ávinning annan en laun, svo sem styttingu Stefán Ólafsson sýnir að ASÍ gefur skakka mynd af sögu kaupmáttar og verkalýðsbaráttu Stóra myndin: fundaröð Eflingar Í erindi sínu sýndi Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fram á að ójöfnuður hefur aukist á Íslandi síðustu áratugi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==