Námskeið á vorönn 2018

2 F R Æ Ð S L U B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S Námskeið á vorönn 2018 Hugaðu að eigin færni –Hvar liggja styrkleikar þínir? - segir Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar Mikið hefur verið rætt um fjórðu iðnbylt­ inguna í samfélaginu síðastliðið ár. Erum við tilbúin? Hvað getum við gert sem einstaklingar til þess að undirbúa okkur sem best fyrir hugsanlegar breytingar á vinnumarkaði? Öll getum við hugað að því að styrkja okkur sem einstaklinga, eflt samskiptafærni okkar, verið betur undir­ búin að takast á við sveigjanleika og nýjar áskoranir. Við bjóðum upp á tvö öflug námskeið sem hafa það markmið að ná því besta fram hjá okkur sem einstakling­ um. Einnig bjóðum við upp á námskeið með góð ráð hvernig best er að samtvinna einkalíf og vaktavinnu ásamt námskeiðum í skyndihjálp og fleiru segir Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar. Efling stéttarfélag hefur átt gott samstarf við Mími og má finna upplýsingar um ýmsar námsleiðir, meðal annars fyrir þá sem huga að bóknámi hér í blaðinu. Félagsmenn geta nýtt sér einstaklingsstyrki til niðurgreiðslu á náminu. Hækkun einstaklingsstyrkja frá og með 1. janúar 2018 Það er okkur mikil ánægja að samþykkt hefur verið hækkun einstaklingsstyrkja úr 75.000 krónum að hámarki í 100.000 krónur frá og með þessum áramótum. Samhliða þessari hækkun fer uppsafnaður 3ja ára styrkur í 300.000 krónur. Lífsleikni/ tómstundastyrkur fer úr 20.000 krónum í 30.000 krónur en sú upphæð er hluti af 100.000 kr. heildarstyrk. Inngangur Fræðslusjóðir Eflingar styðja vel við bakið á félagsmönnum sínum með einstaklings- styrkjum vegna náms sem þeir sækja sjálfir á sínum forsendum. Hvetjum við félagsmenn til þess að kynna sér möguleikana og hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna. Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu Fjölbreytt námsframboð fyrir félagsmenn Eflingar þar sem þeim gefst tækifæri til að vinna með sjálfa sig Sigraðu sjálfa/n þig! Kennt: Þri. 23. og fim. 25. janúar kl. 18:30–21:30. Skráningarfrestur til og með 19. janúar. Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi, Sætúni /Guðrúnartúni 1, 4. hæð. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á efling@efling.is Lýsing: Heimurinn er að breytast hraðar en áður með nýrri tækni og áherslum. Ný hugsun, skilvirk samskipti og góð orku- stjórnun hjálpar þér að eiga við breytingar og uppfæra þig til nútímans. Nálgastu lífið út frá styrkleikum þínum og eigin uppáhalds markmiðum. Þátttakendur gera verkefni til þess að hjálpa þeim að greina styrkleika sína, sem gefur skýrari mynd á hvað virkar vel fyrir hvern og einn. Matti Ósvald Stefánsson er heilsufræðingur og alþjóðlega vottað- ur PCC markþjálfi og býr yfir meira en 20 ára reynslu við heilsu- og lífsstílsráðgjöf. Hann hefur kennt á fjölda námskeiða er snúa að uppbyggjandi málefnum eins og tímastjórnun, markmiðasetningu, mannlegum samskiptum og fleira. Getum við kunnað betur á okkur sjálf? Viðhorf, hugarfar og hugarró eru að verða enn mikilvægari en áður

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==