Table of Contents Table of Contents
Previous Page  11 / 116 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 11 / 116 Next Page
Page Background

9

UM FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Ferðafélag Íslands var stofnað 1927 og er áhugamannafélag sem hefur frá upphafi unnið að margvíslegri

þjónustu fyrir ferðamenn. Tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum á Íslandi og greiða fyrir þeim. Þetta

gerir félagið t.d. með skipulagningu fjölbreyttra ferða ásamt uppbyggingu og rekstri fjallaskála víða um

land, jafnframt viðamiklu útgáfustarfi, merkingu gönguleiða og upplýsingagjöf.

Deildir FÍ:

Innan vébanda Ferðafélags Íslands eru starfandi 13 deildir um land allt. Deildirnar starfa

samkvæmt lögum FÍ, standa fyrir ferðum, reka gistiskála og sinna fræðslu og útgáfustarfi í heimabyggð.

Nokkrar þeirra kynna ferðaáætlun sína í þessu riti.

Ferðafélag barnanna:

Ferðafélag Íslands stofnaði Ferðafélag barnanna árið 2009 með það að

höfuðmarkmiði að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru Íslands. Allar ferðir Ferðafélags

barnanna eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra. Ferðafélag barnanna er með

sérstaka heimasíðu:

www.ferdafelagbarnanna.is

og sérstaka fésbókarsíðu. Umsjónarmenn eru Brynhildur

Ólafsdóttir og Róbert Marshall.

Ferðafélag unga fólksins:

Ferðafélag unga fólksins, FÍ Ung, var stofnað sumarið 2015 með það markmið

að hvetja ungt fólk á aldrinum 18-25 ára til að ferðast um Ísland, kynnast landinu og njóta útiveru í

góðum félagsskap. Á dagskrá FÍ Ung næsta sumar eru bæði spennandi dagsferðir sem og lengri ferðir.

Hægt er að finna FÍ Ung á fésbók og Instagram. Þriggja manna ungmennaráð leiðir starf FÍ Ung með

stuðningi frá skrifstofu FÍ.

Félagslíf:

Í Ferðafélagi Íslands eru um átta þúsund félagsmenn. Auk fjölbreyttra ferða er margvíslegt

félagslíf innan félagsins, svo sem myndakvöld, námskeið og þemaferðir af ýmsu tagi.

Útgáfustarfsemi:

Á hverju ári gefur Ferðafélag Íslands út heimilda- og fræðslurit, kort og bækur, að

ógleymdri árbók félagsins. Fyrsta árbókin kom út árið 1928 og hefur síðan komið út árlega í óslitinni röð

og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Þá hefur Ferðafélagið um árabil gefið út sérrit með

leiðarlýsingum á göngusvæðum eða öðrum fróðleik er tengist náttúru, sögu og lífríki afmarkaðs svæðis.

Auk þess gefur Ferðafélagið út margvísleg kort fyrir göngumenn.

Stjórnin:

Ólafur Örn Haraldsson forseti, Sigrún Valbergsdóttir varaforseti, Elísabet Jóna Sólbergsdóttir,

Gísli Már Gíslason, Helgi Jóhannesson, Margrét Hallgrímsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Tómas Guðbjartsson

og Þórður Höskuldsson.

Skrifstofa og afgreiðsla:

Skrifstofa FÍ annast allan daglegan rekstur félagsins. Þar er hægt að bóka ferðir

og gistingu í skála félagsins. Á skrifstofunni er einnig hægt að kaupa árbækur FÍ frá upphafi, sem og úrval

fróðlegra bóka og rita sem félagið hefur gefið út. Einnig eru þar til sölu Íslandskort og gönguleiðakort.

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 12-17 sept.-maí og kl. 10-17 júní-ágúst. Síminn er 568 2533 og

netfang

fi@fi.is.

Framkvæmdastjóri FÍ er Páll Guðmundsson.

Árgjald og afslættir:

Hægt er að ganga í Ferðafélag Íslands með því að hringja á skrifstofuna í síma 568

2533 eða senda tölvupóst á

fi@fi.is

og gefa upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang. Árgjald 2017

er 7.600 kr. Félagsmenn í Ferðafélaginu njóta margvíslegra fríðinda og fá til dæmis afslátt í allar ferðir og

skála félagsins og í fjölda verslana, auk þess sem árbókin er innifalin í félagsgjaldi. Afsláttur félagsmanna

gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns. Börn og unglingar, 7-18 ára, í fylgd

forráðamanna, greiða hálft gjald í ferðir félagsins.

Heimasíða og fréttabréf:

Á heimasíðu félagsins

www.fi.is

má finna mikið af upplýsingum um

Ferðafélagið, allar ferðir þess og starfsemi. Á heimasíðunni má einnig skrá sig á póstlista og fá reglulegar

fréttir af ferðum og starfi félagsins. Félagið heldur einnig úti fésbókarsíðu.

Ferðafélag Íslands