Table of Contents Table of Contents
Previous Page  10 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 10 / 16 Next Page
Page Background

10

MATVÍS - 2 tbl. 20 árg. 2015

miklir gallar verið að koma fram í kjöti en

við höldum fram að það stafi af notkun

þess. Þá gáfu þau hjón okkur að smakka

sterkreykt hrátt hangikjöt á tvo vegu.

Frábær vara.

Við erum stoltir af þessu frábæra fram-

taki þeirra hjóna og erum sannfærðir um

að það eigi fleiri svona heimasláturhús

eftir að opna og það sem fyrst. Það er

engin spurning í okkar huga að kjöt,

slátrað við þessar aðstæður og verkun,

mun aðeins stórbæta afurðina.

Til hamingju, Seglbúðahjón, frábært

framtak.

Við erum sammála um að sú háhraða

slátrunaraðferð sem tíðkast í dag og

notkun á rafmagni, sem hefur tekið yfir

hjá stóru sláturhúsunum, er ekki gott fyrir

gæði kjötsins, eins og berlega hefur komið

í ljós. Á síðustu árum höfum við margoft

rætt þessi mál okkar á milli og einnig talað

við nokkra sláturhúsamenn án árangurs.

Næst komum við til Ólafs Eggertssonar

bónda á bænum Þorvaldseyri undir

Eyjafjallajökli. Þorvaldseyri var mikið í

fréttum þegar á gosinu stóð þar sem öll

jörðin var hulin þykku lagi af ösku. Sem

betur fer fauk hún að mestu burt fljótlega

svo ræktaða landið varð ekki fyrir óbætan-

legu tjóni. Ólafur er mikill framkvæmda-

maður og ræktar bæði korn og repju. Úr

repjufræinu pressar hann olíu með hálf

heimasmíðaðri pressu. Hratið sem verður

til við olíupressuna er síðan notað sem

viðbót í skepnufóður enda mikið nær-

ingargildi í því. Olían er hreinsuð og sett

á flöskur og seld í sérstökum verslunum.

Repjuolía er álitin vera ein hollasta jurta-

olía sem menn geta fengið. Ólafur sýndi

okkur líka þurrkunina á korninu og sagði

okkur að hann væri að skoða að finna

vél til að hreinsa hýðið af því. Hreinsað

korn geti í sumum tilfellum komið í

stað hrísgrjóna. Síðast sýndi hann okkur

sitt heimagert minjasafn og áhugaverða

myndaseríu af gosinu. Merkilegt framtak

hjá Ólafi sem er vel þess virði að skoða.

Nú var ekið til baka með stuttu stoppi

Góður dagur að kveldi kominn.

Frá Þorvaldseyri.

Ágætu MATVÍS félagar

Innan félagsins starfar uppstill-

inganefnd sem hefur það hlutverk að

stilla upp mönnum í stjórn og aðrar

trúnaðarstöður félagsins. Hér eru

starfsreglur nefndarinnar.

„Stjórn og trúnaðarráð MATVÍS

skal kjósa þrjá menn í uppstill-

ingarnefndnefnd til að gera tillögur

um stjórn og önnur trúnaðarstörf

félagsins. Í störfum sínum skal

nefndin tryggja það að allar deildir

innan félagsins eigi fulltrúa í stjórn

og ráðum og kalla eftir óskum þeirra

er gengt hafa trúnaðarstöðum um

áframhaldandi störf fyrir félagið. Við

endurnýjun í trúnaðarstöður skal

nefndin vinna að því að leita eftir

aðilum á stærri og fjölmennari vinnu-

stöðum þar sem því verður viðkomið.

Nefndin starfar í umboði stjórnar og

trúnaðarráðs. Nefndin skal hafa lokið

störfum fyrir lok janúarmánaðar og

skulu tillögur liggja frammi á skrif-

stofu félagsins frá byrjun febrúarmán-

aðar og fram til aðalfundar.“

Nefndin auglýsir eftir aðilum frá

stærri og fjölmennari vinnustöðum

til þess að gefa kost á sér til stjórnar

og trúnaðrastarfa fyrir fyrir félagið.

Þeir sem hafa áhuga og eru tilbúnir

til félagsstarfa hafa gott aðgengi að

námskeiðum sem í boði eru fyrir

þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir

stéttarfélög sér að kostnaðarlausu.

Áhugasamir eru vinsamlegast

beðnir að snúa sér til:

G. Elva Hjörleifsdóttir

elva@hive.is

gsm, 694 2007

Jón Karl Jónsson

jonkalj@gmail.com

gsm, 892 9121

Óskar Hafnfjörð Gunnarsson

hafnfjord.oskar@gmail.com

891 6695

á Selfossi. Ánægjulegur dagur fyrir “Gamla

KM“ kokka sem telja sig hafa mikla

reynslu, en eru enn að læra, flestir eftir

fimmtíu ár í bransanum.

Þeir sem fóru að þessu sinni voru:

Bragi Ingason, Einar Árnason, Guðjón

Steinsson, Hilmar B. Jónsson, Jakob

Magnússon, Karl Finnbogason, Kristján

Sæmundsson, Ragnar Gunnarsson,

Sigurvin Gunnarsson og Jón Sigurðsson.

Hilmar B. Jónsson

Ljósmyndir: Guðjón Steinsson.