Table of Contents Table of Contents
Previous Page  11 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 11 / 16 Next Page
Page Background

MATVÍS - 2. tbl. 20. árg. 2015

11

Þann 5. nóvember síðastliðinn boð-

aði stjórn og trúnaðarráð MATVÍS

Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar-

ráðherra á fund til að ræða við hana um

ferðamálin, Vegvísinn, iðnaðarlögin og

löggiltar iðngreinar.

Fundurinn var vel sóttur af stjórn og

trúnaðarráði og mætti Ragnheiður Elín

með sitt föruneyti. Miklar umræður

sköpuðust strax um ferðamálin og þann

mikla straum ferðamanna sem kemur

til landsins. Öll vorum við sammála um

að gera þyrfti betur til að taka á móti

þessum fjölda ferðamanna. Bentum við

á að fjölga þyrfti menntuðu fólki í okkar

stéttum og væri helsta vandamálið að

krökkum sé mikið til ýtt út í bóknámið af

foreldrum. Töluðum við um að gott væri

jafnvel að fara í einhverskonar auglýsinga-

herferð til að kynna námið okkar betur.

Þá töluðum við um Íslandsmót iðngreina

sem verður á næsta ári.

Vegvísir í ferðaþjónustu á að stuðla að

Fundur með ráðherra

Það á að gefa börnum brauð…

DUALIT BRAUÐRIST

FALLEG HÖNNUN

Í ELDHÚSIÐ ÞITT

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16

Opið mán - fös 8:30 - 17:00

Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 •

www.fastus.is

farsælli þróun í ferða-

þjónustu. Gagnrýndum

við ráðherra að ekki

hafi fagmenntað fólk úr

röðum MATVÍS verið

með í ráðum þegar

farið var af stað í gerð

Vegvísisins. Tók hún vel

þeirri gagnrýni og ætlar

hún að beita sér fyrir

því að MATVÍS verði

hluti og eigi sína rödd

í stýrihópnum, enda

erum við stór hluti af

ferðaþjónustunni.

Komu nokkrar spurningar til ráðherra

um iðnaðarlögin og var umræða um

hversu illa þeim er fylgt eftir.

Við bentum ráðherra á hversu mikið

við viljum halda í námið okkar. Töluðum

við um hvernig hin Norðurlöndin hafa

tapað miklu af sínu námi og eru farin að

horfa til Íslands varðandi það að reyna að

hverfa aftur til meistarakerfisins okkar.

Fundurinn hefði getað orðið mun

lengri en ráðherra tók vel í að við gætum

sent henni spurningar, ef við hefðum þær,

og eins væri hún til í að hitta okkur aftur

til að fara dýpra í ýmis málefni.

Óskar H. Gunnarsson