Table of Contents Table of Contents
Previous Page  3 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 3 / 16 Next Page
Page Background

MATVÍS - 2. tbl. 20. árg. 2015

3

MATVÍS 2. TBL. 20. ÁRG. 2015

Skrifstofa MATVÍS

að Stórhöfða 31

110 Reykjavík

Afgreiðslutími

9.00-16.00

Sími 580 5240

fax 580 5210

Starfsmenn eru

Níels Sigurður Olgeirsson,

niels@matvis.is

Þorsteinn Gunnarsson,

steini@matvis.is

Edda Stefánsdóttir,

edda@matvis.is

Fræðslsvið hótel- og matvælagreina

Vatnagarðar 20 - 104 Reykjavík

Ólafur Jónsson

olafur@idan.is

Sími: 590 6420

Útgefandi:

Matvís

Stórhöfða 31,

110 Reykjavík,

sími 580 5240,

bréfsími 580 5210.

Ritstjóri:

Þorsteinn Gunnarsson

Ábyrg›arma›ur:

Niels S. Olgeirsson

Útgáfustjórn og augl‡singar:

Hænir

sími 55 88 100,

utgafa@utgafa.is

Prentvinnsla:

Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

Höfðabakka 7,

110 Reykjvík,

sími 515 5000,

www.oddi.is

Forsíðumynd: Daníel Emilsson

www.

matvis.is

Efnisyfirlit

141

776

U

M

H

V

E

R

F

I

S

M

E

R

K

I

PRENTGRIPUR

Réttindabrot á nemum

Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR

í Stokkhólmi . . . . . . . . .

4

Kjötmeistari Íslands . . . . . .

6

Besta lifrarkæfa Íslands 2016 . .

7

Fagkeppni meistarafélags

kjötiðnaðarmanna . . . . . . .

7

Var lífeyrissjóðum okkar á almenna

vinnumarkaðnum stolið?

Stutta svarið er JÁ . . . . . . .

8

Réttindabrot á nemum . . . . .

8

Fræðsluferð . . . . . . . . .

9

Gamlir KM, 11. nóvember 2015 .

9

Ágætu MATVÍS félagar . . . . .

10

Fundur með ráðherra . . . . . .

11

Sveinsbréfaafhending . . . . .

13

Íslandsmót matreiðslu- og

framreiðslunema 2015 . . . . .

14

Krossgáta . . . . . . . . . .

15

Það er mikil aukning ferðamanna til landsins allt árið og

mikið að gera á flestum veitingastöðum. Það vantar meiri

nýliðun í greinarnar okkar og nauðsynlegt að taka vel á

móti krökkum sem ætla að læra faggreinarnar. Það er því

miður ekki gert og við erum að missa margt ungt fólk sem

gefst upp vegna vinnuálags í veitingageiranum. Það er ekki

eðlilegt að láta þessa krakka standa 14–16 tíma vaktir. Því

miður er erfitt að átta sig á hversu margir hætta áður en

þeir fá námssamning en þeir eru fleiri en talið hefur verið,

miðað við þau símtöl sem við fáum á skrifstofuna og frá

foreldrum sem kvarta.

Undanfarið hef ég verið að heimsækja nemendur í

Hótel- og matvælaskólanum þar sem ég hef verið að kynna MATVÍS og

kjarasamninginn fyrir þeim. Það koma alltaf fram heilmargar spurningar um hin ýmsu

mál. Það er ótrúlegt hvað fyrirtækin er orðin gróf í ýmsum réttindabrotum, aðallega

innan veitingageirans.

Orlof er greitt út með launum eða lagt inn á sama reikning og launin. Þetta er lög-

brot og hægt að sækja á fyrirtækin. Það segir í orlofslögum að það eigi að greiða orlof á

öll laun sama hvað þau nefnast. Þannig að þótt launin séu nefnd orlof sem er greitt út

mánaðalega er það ekkert annað en laun og launamaður á rétt á orlofi ofan á þau laun

sem önnur.

Aksturspeninga ber að greiða þegar almenningsvagnar ganga ekki. Veitingamenn eru

útsmognir við að losa sig undan þessum lið með öllum ráðum. Einn nemi sagði frá því að

honum hefði verið neitað um aksturspeninga og hann þurft að bíða eftir að einhver annar á

vaktinni sem væri á bíl væri búinn. Hann fékk sér bíl og var þá kominn í þá stöðu að skutla

hinum nemunum heim án þess að fá greitt fyrir það. Hann þurfti jafnvel að bíða í allt að 1

tíma launalaust eftir að allir á vaktinni væru búnir og skutla þeim svo heim á sinn kostnað.

Hvíldartími á að vera a.m.k. 11 klst. samfellt á sólahring frá lokum vinnudags til

upphafs þess næsta. Flestir veitingamenn eru farnir að átta sig á að þeir komast ekki upp

með að brjóta þessi lög, en þó eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki þurfa að lúta lögum

og telja að í þessum bransa eigi menn bara að vinna eins og þurfi. Þeir eiga til að vitna í

hvernig þetta var þegar þeir voru að læra.

Vinnufatnaður er í sumum tilfellum hlífðarfatnaður. Til eru þeir atvinnurekendur

sem tíma ekki að borga fatapeninga og ætla að skaffa fatnað og láta starfsmenn fá boli

eða þunnar stuttermaskyrtur. Það er að sjálfsögðu ekki viðunandi í eldhúsi eða bakaríi.

Jakkinn sem á að nota í eldhúsi er með tvöfaldur að þykkt að framan, þannig að ef

menn hella yfir sig sé efni sem taki við því mesta. Það eru ekki eins skýrar reglur í

bakaríum og vandamálið fátítt í kjötvinnslu.

Verkfæri eru í öllum tilfellum sköffuð af vinnuveitanda. Í matreiðslu ber að skaffa

matreiðslumönnum og nemum hnífa og brýni eftir þörfum og læsta hirslu til að geyma

áhöldin í.

Kaffitímar eru 35 mínútur á dag miðað við 8 tíma vinnudag. Sé unnið lengur bætast

við 5 mínútur á klst. Þetta er fyrir utan matarhlé. Matreiðslu- og framreiðslumenn hafa

frítt fæði og eiga að fá tíma til þess að neita matar sem er fyrir utan kaffitíma.

Níels Sigurður Olgeirsson