Table of Contents Table of Contents
Previous Page  4 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 4 / 16 Next Page
Page Background

4

MATVÍS - 2 tbl. 20 árg. 2015

M

Sviðsstjórn Matvæla- og veitingasviðs

IÐUNNAR fór í fræðsluferð til

Stokkhólms dagana 6. – 9. sepetmber sl.

Í ferðinni var farið í heimsókn til VISITA

sem eru samtök ferðaþjónustunnar í

Svíðþjóð, fengum kynningu á samtökum

sem launþegasamtökin (HRF) og VISITA

reka og kallast BFUF en verkefni þeirra er

að standa fyrir rannsóknum og greiningar-

vinnu í atvinnugreininni. Bakara og

konditorasamtökun voru heimsótt, eins

Barþjónaskólinn og svo Hótel- og mat-

vælskólinn í Stokkhólmi. Í stjórn sviðsins

sitja Þorsteinn Gunnarsson frá MATVÍS,

Ragnheiður Héðinsdóttir frá SI, Óskar

Hafnfjörð Gunnarsson frá MATVÍS

og Trausti Víglundsson frá SAF. Ólafur

Jónsson er starfsmaður sviðsins.

Heimsókn til VISITA

Visita eru samtök ferðaþjónustunnar í

Svíþjóð. Innan Visita eru 4600 aðildar-

félög með samtals um 6500 ferðaþjón-

ustufyrirtæki sem starfa á flestum sviðum

ferðaþjónustunnar. Félagafjöldi Visita er

að aukast en samtökin hafa lagt sig fram

við að þjóna félagsmönnum sínum um

lagaleg efni, reglugerðir og reglur, kjara-

samninga, markaðsmál og fleira. Visita

býður félagsmönnum sínum nám og nám-

skeið sem ætlað er að styrkja fyrirtækin

og félagsmenn. Á heimasíðu félagsins eru

algengar spurningar og svör sett fram sem

Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR

í Stokkhólmi

er töluvert nýtt af félags-

mönnum. Námsframboðið

er umtalsvert og áherslu-

flokkar eru skíðaþjónusta,

tjaldstæðafyrirtæki,

veitingahús, hótel, og ráð-

stefnu- og ferðþjónusta.

Skólinn þeirra kallast

www.visita-akademien.

se Visita tekur þátt í

World Skills og Euro

Skills samtökunum

um keppnir í þeim

greinum sem falla

undir Visita og eins

Norrænu nemakeppn-

inni.

Visita ásamt launþegasamtökunum

(HRF) vinna saman að rannsóknum

og greiningarvinnu um stöðu og þróun

ferðaþjónustunnar. Fyrirtækið kallast

BFUF og hefur um 8 milljónir sænskra

króna til umráða. BFUF skipuleggur verk-

efni sem ætlað er að vinna og auglýsir eftir

umsóknum fyrir þau verkefni. Nokkur

vinna felst í því að velja rannsakendur

en oftast hafa þau unnið með háskólum

í Svíþjóð. Sjá dæmi um útgáfuna http://

bfuf.se/bfufs-rapportserie/

. Við fengum

skýrslurnar Sweden‘s Most Attracctive

Industry og Growing Pains? sem eru

mjög vel unnar. Fréttabréfið INVIT

kemur reglulega út en þar er að finna

nánari upplýsingar um áherslur og verk-

efni sem eru í gangi

http://bfuf.se/

nyhetsbrevet-invit/

Visita vinnur einnig að skipulagi

raunfærnimats. Reglur um raunfærnimat

eru með þeim hætti í Svíþjóð að ein-

staklingum sem hafa reynslu af störfum í

greininni býðst að koma í raunfærnimat.

Þau eru ekki með aldursmark eða skilyrði

um að hafa unnið í greinunum í tiltekinn

tíma eins og hér heima (fimm ár). Visita

tekur einnig þátt í verkefni sem kallast

„snabba-affärer“. Hugmyndin að baki því

verkefni er að bjóða nýbúum í Svíþjóð að

koma í raunfærnimat og meta hæfni þeirra.

Hugmyndin er að koma þessum hópi nýrra

Svía fyrr út á atvinnumarkaðinn.

Heimsókn til Bageri- og

Konditorsamtakanna

Bageri- og konditorsamtökin eru heildar-

samtök um 15.000 bakara og konditora í

Svíþjóð. Markmið samtakana eru að efla

bakara- og konditorfyrirtæki í landinu,

aðstoða félagsmenn með ýmis lögfræðileg

málefni, efla bakarafagið, menntun

í greinunum, annast almannatengsl,

samstarf bakara og konditora, útgáfa

fréttabréfsins Bröd og að reka mjög upp-

lýsandi og góða heimasíðu. Samtökin hafa

gefið út kynningarefni fyrir ungt fólk og

almenning um störf bakara- og konditora

og menntun í greinunum og kynnt á

YouTube. Samtökin hafa einnig unnið

hæfnikröfur fyrir bakara og konditora

og gefið út kennslubækur sem ætlað er

að styðja við þessi hæfnimarkmið, ásamt

leiðbeiningum fyrir kennara. Bækurnar

voru endurútgefnar árið 2014 og kallast

Bageri og Konditori. Fram kom í heim-

sókninni að framhaldsskólar sem sinna

kennslu í bakstri eru margir í Svíþjóð og

kröfur sem gerðar eru til kennara virðast

fyrst og fremst miðast við að kennarinn

hafi lokið námi í uppeldis- og kennslu-

fræði. Kennari sem er með uppeldis og

kennslufræði hefur því forgang að kennslu

í faggreinum bakara- og konditora fram

yfir fagmenntaða í greinunum. Fram

kom að kennarar hafa verið tregir til að

hagnýta kennsluefni og leiðbeiningar frá

samtökunum og finnst flókið og erfitt að

fylgja því eftir. Kennarar stýra því hvaða

námsefni er notað í skólanum. Samtökin

hafa gengist fyrir keppnum og stóðu fyrir

gerð brúðkaupstertu Sofiu og Karls Filips.

Á heimsíðu félagsins er að finna ýmsan

Heimsókn til Bageri- og Konditorsamtakanna.

Frá Visita ferðaþjónustunni.