

6
MATVÍS - 2 tbl. 20 árg. 2015
F
Jón Þorsteinsson, Kjötmeistari Íslands.
Fyrsta spurningin hlýtur að vera:
Hvernig
er að vera Kjötmeistari Íslands?
Það er fyrst og fremst mikill heiður að
vera Kjötmeistari Íslands.
Hvernig undirbjóstu þig fyrir keppnina
og hvað fór mikil vinna í undirbúning
og framleiðslu varanna sem þú sendir til
keppninnar?
Undirbúningur fyrir svona keppni
tekur í raun mjög langan tíma, allskyns
Kjötmeistari Íslands
Viðtal við Jón Þorsteinsson, handhafa titilsins
hugmyndir og útfærslur á vörum sem
oft hafa verið að gerjast í huganum, jafn-
vel árum saman.Sumt vitlaust og annað
sniðugt. Sumt af því sem ég svo sendi inn
eru vörur sem eru í framleiðslu hjá SS og
mér finnst að eigi heima í svona keppni.
Annað er hugmyndir sem til eru í
huganum og er fagkeppnin tilvalinn vett-
vangur til að prófa þær.
Ég reyni svo að gera vörur úr fjöl-
breyttu hráefni en hross og villibráð eru
í uppáhaldi hjá mér að vinna úr. Mér
finnst að í fagkeppni kjötiðnaðarmanna
ætti að leggja einhverja áherslu á villi-
bráð, því undanfarin ár hefur verið mikil
vakning meðal veiðimanna að nýta betur
alla hluta bráðarinnar. Kjötiðnaðarmenn
ættu þar að vera fremstir í flokki við að
koma fram með hugmyndir, nýjungar og
nýtingarmöguleika.
Margt af því sem ég sendi inn geri ég
heima, því oft finnst mér þægilegra að
dúllast í þessu heima þó græjurnar séu
ekki eins góðar og á vinnustaðnum.
Eldhúsið og ísskápurinn eru þá undir-
lögð í allskyns vörum sem konan og börnin
ýmist verða að smakka eða ekki smakka.
Þessi tími fyrir fagkeppnina hefur því
stundum verið spennuþrunginn á mínu
heimili og þó ég hafi fullan stuðning allra
þá held ég að heimilismönnum sé töluvert
létt þegar þessu er lokið.
Og þá er það lokaspurningin:
Hvað
áhrif hefur þátttaka þín í fagkeppni
Meistarafélags kjötiðnaðarmanna haft á þig
sem fagmann?
Þátttaka í svona keppni styrkir mann
klárlega sem fagmann. Maður reynir að
teygja sig lengra en maður hefur áður
gert og fikta í hlutum sem maður hefði
kannski annars ekki komið sér af stað í.
Björk Guðbrandsdóttir
Opnað verður fyrir umsóknir vegna orlofs-
dvalar í íbúðinni í Torrevieja á Spáni
þann
21. desember nk
.
Umsóknarfrestur rennur út þann 11. janúar
nk. kl. 24.00. Hægt er að leggja inn umsókn
á vefnum og einnig með því að hringja á
skrifstofu félagsins.
Tímabilin eru tvær vikur sem kosta
kr. 75.000 yfir sumartímann.
Íbúð á Spáni 2016