Table of Contents Table of Contents
Previous Page  7 / 16 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 7 / 16 Next Page
Page Background

MATVÍS - 2. tbl. 20. árg. 2015

7

F

Fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðar-

manna verður haldin 10. og 11.mars 2016

í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi

og er þetta í tólfta sinn sem fagkeppni

er haldin. Keppnin og sýning á afurðum

hennar fer fram þessa daga samhliða

kynningu á skólanum og iðngreinum sem

þar eru kenndar.

Keppt er í fimm flokkum:

• Eldaðar vörur

Allar vörur sem eru soðnar, svo sem

slátur, álegg, hangikjöt og fleira.

• Sælkeravörur

Allar hráverkaðar vörur, eins og spægi-

pylsur, þurrkaðir vöðvar og fleira.

• Soðnar pylsur

Allar soðnar pylsur.

• Kæfa / Paté

Allar soðnar/bakaðar, kæfur/paté.

• Nýjungar

Allar vörur sem keppendur telja vera

nýjar á markaði, hvort sem þær eru soðn-

ar, bakaðar eða hráar. Auk þessa fer fram

aukakeppni þar sem lax og silungur eru

aðal varan. Keppt verður um besta reykta/

grafna laxinn og silunginn.

Hverjum kjötiðnaðarmanni er heimilt

að senda inn allt að 10 vörur. En til að

geta unnið titilinn „Kjötmeistari Íslands

2016” þarf meginuppistaðan í að minnsta

kosti 3 af vörunum að vera úr mismun-

andi kjötflokkum.

Búgreinafélögin hafa undanfarin ár

stutt við keppni með því að veita verð-

laun fyrir bestu vöruna unna úr lamba-,

svína-, nauta-, hrossa- og alifuglakjöti

og þar með verið aukin hvatning til

vöruþróunar.

Einnig eru nokkur fyrirtæki sem veita

verðlaun fyrir bestu vöruna úr flokkunum:

eldaðar vörur, sælkeravörur, soðnar

pylsur, kæfur og paté og nýjungar.

Þær 5 vörur sem flest stig hljóta frá

hverjum keppanda telja í lokin til titils

kjötmeistara Íslands, en þann titil vinnur,

eins og áður segir, sá sem flest stig fær í

heildina.

Allar vörur sem tilheyra kjötiðnaðinum

eru gjaldgengar í keppnina hvort sem þær

eru unnar úr kjöti, fiski, fuglum, inn-

yflum eða allt það sem menn telja að til-

heyri faginu.

Verðlaunavörurnar verða sýndar á svæði

Meistarafélags kjötiðnaðarmanna í skól-

anum eftir að dómarar hafa lokið störfum

sínum, og verða þær merktar keppanda og

fyrirtæki.

Verðlaunaafhending og krýning

Kjötmeistara Íslands mun fara fram á

MFK deginum sem verður haldinn laugar-

daginn 12. mars á Hótel Natura.

Undankeppni fyrir keppnina um bestu

lifrarkæfu íslands 2016 var haldin 29.

október síðastliðinn. Innsendar vörur,

sem voru alls 18, voru dæmdar af fjórum

kjötiðnaðarmeisturum úr Meistarafélagi

kjötiðnaðarmanna og einum matreiðslu-

meistara frá Klúbbi Matreiðslumeistara.

Vörunar voru dæmdar eftir fagmennsku,

bragði og útliti. Dómarar völdu þrjár

bestu vörurnar sem fara í aðalkeppnina,

sem fer fram á matardögum sem haldnir

verða í Hörpunni í febrúar 2016. Þar

gefst gestum kostur á að dæma vöruna

eftir bragði og þar með taka þátt í að velja

bestu lifrarkæfu Íslands. Úrslitin verða svo

kynnt á MFK deginum 12. mars 2016.

Til að gæta hlutleysis voru allar vörur

merktar með númerum sem var úhlutað af

ritara keppninnar og hann einn veit hver

sendi hvaða vöru.

Þar sem þetta var í fyrsta sinn sem

svona keppni er haldin var ákveðið að fara

að nokkru eftir reglum Alheimssamtaka

Matreiðslumanna

(worldchefs.org)

og eftir

reglum úr fagkeppni Meistarafélags kjöt-

Besta lifrarkæfa Íslands 2016

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna stendur fyrir keppninni ,,Besta lifrarkæfa Íslands“ 

iðnaðarmanna. Keppendur gátu fengið

mest 30 stig fyrir bragð, 10 fyrir útlit og 5

fyrir hugmynd.

Eingöngu þátttakendur fengu að vita

hvort vara þeirra kæmist áfram eða ekki

og verður því spennandi að fylgjast með

í febrúar hvaða aðilar keppa um titilinn

Besta lifrarkæfa Íslands 2016.

Dómarar: Hilmar B. Jónsson, Magnús Friðbergsson, Kristján G Kristjánsson,

Hreiðar Stefánsson og Ingólfur Baldvinsson.